Listasafnið á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Sýningin er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klængur Gunnarsson og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband