Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Þriðjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefðir og menningu sem skapast hafa í tengslum við ljósmyndun – bæði listræna- og heimildaljósmyndun. Rætt verður um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Aðgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráðu í húmanískum fræðum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim og vinnur um þessar mundir að list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband