Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

A! Gjörningahátíð / A! Performance Festival Akureyri

20451788_1958627761061617_4778032260068301741_o

A! Gjörningahátíð / Performance Festival
Akureyri, Iceland 31.08. - 03.09. 2017


A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst fimmtudaginn 31. ágúst og lýkur sunnudaginn 3. september. Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

A! Gjörningahátíð er nú haldin í þriðja sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti í september árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma og „off venue“ viðburðir víðsvegar um bæinn.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars:
"Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."

Gjörningarnir á A! 2017 munu fara fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Samkomuhúsinu, Hofi, Verksmiðjunni á Hjalteyri, Kaktus, Rósenborg, Deiglunni, Lystigarðinum og á fleiri stöðum á Akureyri.

Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Arna Valsdóttir (IS) og Suchan Kinoshita (J/NL), Gabrielle Cerberville (USA), Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation (IS), Heiðdís Hólm (IS), Hekla Björt Helgadóttir & Svefnleikhúsið  - The Sleep Theatre (IS), Katrine Faber (DK), Magnús Logi Kristinsson (IS/SF), Voiceland – Gísli Grétarsson (IS/N), Mareike Dobewall (D) og Hymnodia (IS), Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (IS), Rúrí (IS), Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir (IS) og Liv-K. Nome (N).

Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt nemendur Suchan Kinoshita úr Listakademíunni í Münster, Þýskalandi:  Hui-Chen Yun, Sabine Huzikiewiz, Lejla Aliev, Daniel Bernd Tripp, Mila Petkova Stoytcheva, Fabian Lukas Flinks, René Haustein, Inga Krüger, Georg Mörke, Lisa Katharina Droste, Nadja Janina Rich, Alyssa Saccotelli, Micael Gonçalves Ribeiro, Hagoromo Okamoto, Bastian Buddenbrock, Jana Rippmann, Kai Bomke og Takahiko Kamiyama.

Myndlistarsjóður styrkir A! Gjörningahátíð.

Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar.

https://www.facebook.com/A.performance.festival

listak.is

21055233_1969263593331367_1747581734704452338_o


Ljósmyndasýning Siggu Ellu í Listasalnum Braga

21083106_1301453963313388_1045343138092183454_o

Ljósmyndasýning / Sigga Ella / Listasalurinn Bragi

Í Listasalunum Braga, Rósenborg eru tvær sýningar ljósmyndarans Sigríðar Ellu Frímannsdóttur, www.siggaella.com

Sýningarnar sem um ræðir eru:
JÓHANNSSON Portrett af fjórum bræðrum, fæddum á Langanesi á árunum 1948 til 1959. Þrír bræðranna hafa verið sjómenn nær allt sitt líf. Einn þeirra er bóndi.

HEIMA Verk í vinnslu. Ljósmyndir frá Akureyri.

Sigga Ella hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og sýnt þau bæði hér heima og erlendis. Hún hefur gefið út tvær bækur, Bloodgroup (2014) og Fyrst og fremst er ég (2016).

Verið velkomin. Listasalurinn Bragi, fjórðu hæð í menningarmiðstöðinni Rósenborg, Skólastíg 2, Akureyri.

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/111613356216972


Fólkið í bænum sem ég bý í hjá Flugu hugmydahúsi

20900530_1296889017103216_1885602594673061072_o

Fólkið í bænum sem ég bý í er óvenjuleg og spennandi listasýning sem samanstendur af 8 listrænum ör-heimildamyndum. Í hverri mynd verður sjónum beint að einum einstakling í bænum (Akureyri). Einstaklingarnir átta eru 4 konur og 4 karlar, á ólíkum aldri og með ólikan bakgrunn, en sameiginlegi flöturinn er búseta þeirra á Akureyri. Jafnframt verða munir úr þeirra eigu og fleira til sýnis ásamt ljósmyndum eftir Daníel Starrason.

Sýningin opnar föstudagskvöldið 25. Ágúst kl 20:30 á Ráðhústorgi 7 (inn um rauðu dyrnar) 

Léttar veitingar í boði, bæði í föstu formi og þessar góðu fljótandi...

Við erum hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

Verkefnið er styrkt af Eyþingi - Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
#Eyþing
#Uppbyggingarsjóður

 

https://www.facebook.com/events/500065267011246


Else Ploug Isaksen og Iben West sýna í Deiglunni

20992887_702932236556834_6301335527153726267_n

Verið velkomin á opnun TRANSLATIONS í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, laugardaginn 26. ágúst kl. 14 – 17 og þiggja léttar veitingar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. ágúst kl. 14-17.

Dönsku myndlistarmennirnir Else Ploug Isaksen og Iben West munu sýna verkefnið TRANSLATIONS í Deiglunni. Sýndar verða ljósmyndir og textar.

TRANSLATIONS er verk í vinnslu. Iben og Else eru gestalistamenn Gilfélagsins í ágúst og hafa skipts á ljósmyndum og texta við fjóra íslenska rithöfunda, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson, Kristínu Ómarsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Samtalið hefur myndast með því að Iben og Elsa senda ljósmyndir frá dvöl þeirra á íslandi og rithöfundarnir svara með texta og öfugt. Skiptin eru eins og hugarflæði, ljóðrænt flæði sem hefur sinn eigin veruleika.

Opnun laugardaginn 26. ágúst kl. 14 á Akureyrarvöku.

Einnig opið 27. ágúst kl. 14-17.

Við erum hluti af Listasumri!
Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu


///
You are invited to the opening of TRANSLATIONS in Deiglan, Kaupvangsstræti 23, on saturday, august 26th at 2 – 5pm. Exhibition is also open on sunday 2 – 5pm.

The two Danish visual artists, Else Ploug Isaksen and Iben West exhibit the project TRANSLATIONS in Deiglan. Photographs and texts will be shown.

TRANSLATIONS is a work in progress. During their stay as Artists in Residency, Iben and Else have exchanged photos and words with four Icelandic writers, Hallgrímur Helgason, Einar Már Guðmundsson, Kristín Ómarsdóttir and Sigurbjörg Þrastardóttir. The dialogue consists of Iben and Else sending photos from their stay in Iceland, and the authors answer with words and vice versa. The exchange is like a stream of thoughts, a poetic flow – having its own logic.

https://www.facebook.com/events/224881011370452/


Ólafur Sveinsson sýnir í ART AK

20953657_10154988312173613_6355309875335905089_n

Ólafur Sveinsson myndlistamadur verður með súper sölusýningu í ART AK.
Rýmingarsala málverk, litlar myndir og skúlptúrar. Eitthvað fyrir alla. Verð frá 5000 uppí 45000 og rest á tilboðs verði 😎 allir hjartanlega velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1512675158790508


Kaktus + Akureyri: Jónína Björg heldur sölusýningu

20988479_1251057445017176_3039783573802168021_o

Kaktus + Akureyri
Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu í Kaktus, Akureyri á Akureyrarvöku.
Til sýnis verða m.a. sería af verkum máluð úti á hinum ýmsu stöðum á Akureyri, þar til gerð Kaktus-verk, grafík verk sem og minni verk. Verkin kosta frá 5000 og uppúr og mörg verkana verða á sérstökum afslætti þennan eina dag, svo þetta er kjörið tækifæri til að versla myndlist!

https://www.facebook.com/events/1207519719393547


Lifandi Listagil á Akureyrarvöku frá morgni til kvölds

21015824_1300743673384417_2090540027804932695_o

Dagskrá Akureyrarvöku í Listagilinu er fjölbreytt.

Laugardagurinn 26. ágúst 2017.

Kl. 10 Myndlistarfélagið mundar penslana fram eftir degi.

Kl. 10-22 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús er lengur opið í tilefni Akureyrarvöku.

Kl. 11-12 Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Sumar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk. tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is

Kl. 13-15 DJ Vélarnar spilar vel valda tónlist.

Kl. 13-18 Bílaklúbbur Akureyrar sýnir stífbónaðar glæsikerrur.

Kl. 13-22 Í glugga Mjólkurbúðarinnar verða ljóðavídeó ljóðskáldsins Ásgeirs H. Ingólfssonar.

Kl. 13–22 Í Sjoppunni vöruhús er frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit, tilboð á verkum eftir listamanninn Odee.

Kl. 14-18 Í Kartöflugeymslunni opnar listamaðurinn Gunnar Kr. sýninguna Hvískur stráanna. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslumenn Rub 23 sýna listir sínar og leyfa fólki að bragða.

kl: 14-17 Í Deiglunni er sýningin Translations með verkum dönsku listamanna Else Ploug Isaksen og Iben West. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslunemar Bautans standa við grillvagninn og gefa smakk frá Norðlenska.

Kl. 14-16 #fljúgandi - Skúlptúrar og gjörningur á vegum listahópsins RÖSK. Viltu prófa?

Kl. 17-19 Trúbadorinn Einar Höllu spilar allt á milli himins og jarðar.

Kl. 17 Vinningshafar í spurningaleik Listasafnsins kynntir og veittur glaðningur. Sjö skemmtilegar spurningar og ein teikning.

Kl. 17.30 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljóðakabarett Ásgeirs H. Ingólfssonar ljóðskálds.

Kl. 19-20.30 DJ Leibbi dustar rykið af gömlu góðu vínylplötunum.

Kl. 20.30-21.00 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður stutt en spennandi leiðsögn með Hlyni Hallssyni safnstjóra.

https://www.facebook.com/events/490853251281476


Heiðdís Hólm sýnir í Kaktus

21055289_1300050590120392_5688239105123999530_o

SPECIAL PRICE FOR YOU MY FRIEND - Heiðdís Hólm - Sölusýning

Heiðdís Hólm sýnir og selur myndlist í Kaktus, föstudaginn 25. ágúst kl. 21
Beingreiðslur, raðgreiðslur, eingreiðslur, skipti og leiga - allt í boði - allt verður að fara!

www.heiddisholm.com

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/255225981654536


Hvískur stráanna / Whispering straws - Gunnar Kr. Jónasson í Kartöflugeymslunni

20818916_1293936360731815_3555324395730606784_o

“Hvískur stráanna”
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Kartöflugeymslunni á Akureyrarvöku.

Hvískur stráanna eru verk sem unnin eru á handgerðan Katalónskan og nepalskan vatnslitapappír
verkin eru öll unnin úr stráum.

ENDURNÆRING
Úr sólarljósi vinna plöntur orku með ljóstillífun auk þess að framleiða súrefni og eru því grundvöllur alls lífs. Í smiðju listamannsins sem leikur að stráum sprettur nærandi gróður sem einnig er hlaðinn lífmagni. Í kunnuglegum framandleika sínum og reglufastri óreiðu dælir hann súrefni til okkar hinna – sem drögum andann léttar.

Texti: Aðalsteinn Svanur

Opnunartími:
Laugardag: 14-18 Opnun
Sunnudag: 14-17

/

"Whispering straws” - Gunnar Kr. Jonasson
Kartoflugeymslan, Akureyri, Iceland

Whispering straws are works done on handmade Catalan and Nepalese aquarelle paper. The works are all made from straws.

NOURISHMENT
Plants produce energy from sunlight through photosynthesis. They also produce oxygen and thus become the foundation of all life. In the studio of the artist who plays with straws nourishing plants grow; full of vitality. In their familiar exoticness and organized chaos they pump oxygen to all of us – and we breathe more lightly.

Text: Adalsteinn Svanur

Opening hours:
Saturday: 14-18 Opening
Sunday: 14-17

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/138804166723856


Íris Auður Jónsdóttir sýnir "22 konur" í menningarhúsinu Hofi

20863495_670564596471765_6188932958661860861_o

Á Akureyrarvöku föstudaginn 25. ágúst opnar sýning Írisar Auðar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröðin samanstendur af 22 portrait myndum af konum, en þær endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fær sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verða til. Þetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar með akrýl á pappír.

Íris Auður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 1981. Með menntaskólanum tók hún fjöldamörg námskeið hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og kláraði fornámið þar 2001. Árið eftir flutti hún til Spánar og fór í nám í fatahönnun hjá IED í Madríd og útskrifaðist þaðan 2005. Íris lauk kennsluréttindanámi hjá Listaháskólanum og hefur síðan ásamt kennslu unnið sem sjálfstæður teiknari. Hún hefur myndskreytt tugi bóka fyrir námsgagnastofnun, teiknað fyrir einstaklinga, sýningar og söfn.

Þar má nefna hreindýrasýningu í Hardangervidda í Noregi, margmiðlunaratriði í Hvalasafninu og teikningar fyrir margmiðlunaratriði sem er við fornleifauppgröft í San Simon í Slóveníu.

https://www.facebook.com/events/501175723570270


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband