Íris Auður Jónsdóttir sýnir "22 konur" í menningarhúsinu Hofi

20863495_670564596471765_6188932958661860861_o

Á Akureyrarvöku föstudaginn 25. ágúst opnar sýning Írisar Auðar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröðin samanstendur af 22 portrait myndum af konum, en þær endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fær sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verða til. Þetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar með akrýl á pappír.

Íris Auður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 1981. Með menntaskólanum tók hún fjöldamörg námskeið hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og kláraði fornámið þar 2001. Árið eftir flutti hún til Spánar og fór í nám í fatahönnun hjá IED í Madríd og útskrifaðist þaðan 2005. Íris lauk kennsluréttindanámi hjá Listaháskólanum og hefur síðan ásamt kennslu unnið sem sjálfstæður teiknari. Hún hefur myndskreytt tugi bóka fyrir námsgagnastofnun, teiknað fyrir einstaklinga, sýningar og söfn.

Þar má nefna hreindýrasýningu í Hardangervidda í Noregi, margmiðlunaratriði í Hvalasafninu og teikningar fyrir margmiðlunaratriði sem er við fornleifauppgröft í San Simon í Slóveníu.

https://www.facebook.com/events/501175723570270


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband