Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvalir á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Gestavinnustofan er íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á menningarlífið. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknarferlið má nálgast HÉR
Gil Artist Residency is open for applications for one month stays in October 2017 to April 2018.
We are located in the town center, at the Art Street. The Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located in the same Art Street. At the end of the street is the shore of Eyjafjörður, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.
We can accommodate one or two artists, and we are equipped with one independent studio, Wireless Internet connection, fully equipped kitchen & bathroom and a fully equipped gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door to the studio and has an internal access from the studio.
More info on the residency and the application process HERE
26.5.2017 | 17:46
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni
Laugardaginn 27.mai kl. 14-17 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna Borgarbúar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri
Á sýningunni Borgarbúar verða myndverk sem hún hefur unnið í janúar og febrúar á þessu ári, í Berlín.
Pálína dvaldi í Berlín veturinn 2013-14 þegar hún var bæjarlistamaður Akureyrar og síðan veturinn 2016-2017, þegar hún fékk 6 mánuði strafslaun myndlistarmanna. Verkin á þessari sýningu vann hún þar. Pálína hefur í bæði skiptin m.a. dvalið í SÍM-vinnustofu og hlotið styrki frá Muggi. Pálína fékk einnig ferðastyrk frá Akureyrarstofu 2016.
Um myndlist sína segir Pálína:
,,Frá árinu 1993 hef ég eingöngu málað andlitsmyndir með áherslu á tjáningu tilfinninga gegnum litaval og pensilskrift en ekki á að gera eftirlíkingu af einhverri vissri manneskju. Efniviður sýningarinnar er fólk á förnum vegi í Berlín. Í málverkum sínum reynir Pálína að hafa alla teikningu sem einfaldasta og láta litina og kraft þeirra njóta sín sem best.
Pálína, eins og hún er kölluð, er fædd og búsett á Akureyri. Hún nam myndlist fyrst í Gautaborg og svo 1982-89 í AKI í Enschede og Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Hún hefur einnig BA og Meistaragráðu í almennum málvísindum og hljóðfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Þar nam hún einnig siðfræði, og skipulagningu og stjórnun menningarviðburða. Hún vann einn vetur sem safnakennari við Listasafnið í Gautaborg og Norræna vatnslitasafnið á Tjörn í Svíþjóð. Frá Háskólanum á Akureyri hefur hún einnig numið uppeldis- og kennslufræði og hefur því kennsluréttindi. Hún er starfandi fræðslufulltrúi í Listasafninu á Akureyri.
Pálína rak listagalleríið Gallerí+, í Brekkugötu 35 ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker í mörg ár.
Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan 1991 að hún flutti til Íslands, eftir 16 ára samfellda búsetu erlendis, og haldið fjölda sýninga og skipulagt marga listviðburði og samsýningar, síðast kvennasýninguna Rífa kjaft í Verksmiðjunni á Hjalteyri á síðasta ári, þáttakendur þar voru 9 konur á ólíkum aldri og ýmist búsettar á Akureyri, í Reykjavík eða í Berlin. Sýningin fjallaði um staðfestu í því að vera myndlistamaður sama þó á móti blási.
Sýningin er opin frá kl. 14-17 um helgar en á virkum dögum er lokað, þó er hægt að koma á öðrum tímum eftir samkomulagi við sýnandann ( í síma 894 5818).
Sýningunni lýkur sunnudaginn 4. júní.
The Clouds Are They Actually Thinking?
Video innsetning og fleira
eftir Sonja Hinrichsen gestalistamann Gilfélagsins
Verið velkomin á opnun í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Laugardaginn 27. maí, 2017 kl. 14:00 17:00
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði sýningarinnar á ensku neðar.
The Clouds Are They Actually Thinking?
Video Installation and more
by Sonja Hinrichsen - artist in residence at Gilfélagið
Please come and join me for an open art day at Deiglan Gallery, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Saturday May 27th, 2017 - that is THIS Saturday
14:00 - 17:00
According to the Norse belief system the clouds are created from the giant Ymirs brain which Odin and his brothers Vili and Ve tossed up into the sky to become clouds.
Having observed Icelandic clouds for the past 4 weeks, I have realized that they are moody. Their moods direct the light of the sun, the temperature on earth, rain, snow and winds. Sometimes all of these conditions follow each other within short succession. I have been taking on and off sweaters, jackets, scarves, gloves, hats and socks sometimes several times per hour. Are these voluminous bulging brain-clouds actually thinking? Is it Ymir playing tricks on us? Or have they gone astray like lost boats bobbing in the Icelandic Sea, and their thoughts wonder freely as they please?
Interestingly the Teutonic concept of the world suggests that everything on earth, including each individuals life is pre-ordained. This raises questions about the human race, the earth we inhibit, and where we are actually heading - especially during a time of social upheaval and increasing political instability a time when people have become selfish, taking advantage of other people: the rich of the poor, the educated of the uneducated, rulers of the common man, and corporations of everybody within their reach.
Where one race tries to dominate over another race, and one religion over another religion, one ethos over another ethos victimizing, shaming and persecuting those who do not belong.
Iceland has seemed tranquil like an oasis of peace and environmental soundness, where there is energy and water in abundance hot as well as cold.
I know it is deceiving. Icelands glaciers have been melting, the fish has been diminishing, climate is changing here as well. Coming from California, I enjoyed my first week here at 25 degrees. Yet, it is with reservation as I am told this is much too warm for May and that this past winter had very little snow. Northern fjords have not been frozen solid since the 1970s.
Norse philosophy believes there will be an inevitable end to everything and there is nothing we can do to prevent it. A grand inferno when the land will sink into the sea and everything will be swallowed up by an enormous wolf. An apocalypse, an armageddon: Ragnarok. It will make way to the original void that was before anything was: Ginnungagap.
Looking at the beautiful, innocent mountains and the tranquil sea, which has nourished the Icelandic people throughout centuries, all of this - as well as the worlds turmoil - seems far far away. Yet, I wonder
Do those clouds know more than I do? More than all of us do? The clouds made from Ymirs brain? The one who was first, and whose body was sacrificed to create all that is our universe?
24.5.2017 | 22:45
ÁLFkonur sýna ljósmyndir í Lystigarðinum
ÁLFkonur sýna ljósmyndir sem eru staðsettar á útsvæðinu við Café Laut. Sýningin er tileinkuð Björgvini Steindórssyni (25.12.1954 - 28.08.2016) fyrrum forstöðumanni Lystigarðsins á Akureyri.
ÁLFkonur er félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þetta er 21. samsýning hópsins og sjötta sýningin í Lystigarðinum.
Sýningin stendur fram yfir Akureyrarvöku til loka ágústmánaðar.
Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.
Þakkir fá : Menningarsjóður Akureyrar, Geimstofan, Café Laut og starfsfólk Lystigarðs Akureyrar.
ÁLFkonur á facebook: www.facebook.com/alfkonur
English:
"Life in the Botanic garden"
This photo exhibition is dedicated to Björgvin Steindórsson (25.12.1954 - 28.08.2016) former director of Akureyri Botanic Garden. ÁLFkonur is a women's photography club. The club has been active since 2010, and this is it's 21st exhibition.
ÁLFkonur á facebook: www.facebook.com/alfkonur
23.5.2017 | 13:18
Leiðsögn á uppstigningardag og sýningarlok í Listasafninu
Á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí, kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu listamanna og skólabarna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis. Sýningunum lýkur svo sunnudaginn 28. maí og það er opið daglega kl. 12-17.
http://www.listak.is/is/syningar/yfirstandandi-syningar/skopun-bernskunnar-2017
http://www.listak.is/is/syningar/yfirstandandi-syningar/einkasafnid-mai-2017
23.5.2017 | 13:14
"Salon des Refusés" í Deiglunni
Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni "Salon des Refusés" í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða Sumarsýningu Listasafnsins, laugardaginn 10. júní, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.
Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: gilfelag@listagil.is - Gott væri að fá mynd af verki eða tengdu verki ásamt stuttum texta um þig. Öllum er velkomið að taka þátt.
Sýningin endurspeglar hvað listamenn á Norðurlandi eru að fást við þessa stundina.
17.5.2017 | 13:15
Leiðsögn með listamanni á Alþjóðlega safnadeginum
Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 18. maí næstkomandi og af því tilefni býður Listasafnið á Akureyri upp á leiðsögn með listamanni kl. 12.15-12.45 þann dag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Aðalsteinn Þórsson, listamaður, taka á móti gestum og fræða þá um sýningu Aðalsteins, Einkasafnið, maí 2017. Aðgangur er ókeypis.
Aðalsteinn Þórsson (f. 1964) nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Í fyrra birti hann á bloggsíðu sinni teikningadag2016.blogspot.com, nýja teikningu á hverjum degi allt árið um kring.
Þessa sýningu nefnir Aðalsteinn Einkasafnið, maí 2017. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er stöðutaka í maí 2017.
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert síðan 1977.
Nánar hér: http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/althjodlegi-safnadagurinn
Laugardaginn 13. maí 2017 kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu skólabarna og listamanna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna og barna. Aðgangur ókeypis.
10.5.2017 | 15:02
Safnasafnið 2017
Laugardaginn 13. maí kl. 14.00 heldur Safnasafnið með sköpunargleði og lífsgleði inn í sumarið með 10 nýjum sýningum sem unnar eru í samstarfi við fjölmarga listamenn, Nýlistasafnið (The Living Art Museum), Listahátíðina List Án Landamæra, Grenivíkurskóla, Leikskólann Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðseyri.
Safnið er opið alla daga frá klukkan 10.00 - 17.00 frá 14. maí til 3. september 2017
Verið öll hjartanlega velkomin!
Safnasafnið var stofnað árið 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og er staðsett við Svalbarðsströnd í Eyjafirði. Í safneigninni eru verk eftir 323 sjálfmenntaða og lærða listamenn en í heild telur safneignin rúmlega 6.000 listaverk. Innan safnsins er einnig sérstök safndeild, Kikó Korriró-stofa, en þar eru varðveitt um 120-130.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson.
Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna og sýna jöfnum höndum list eftir leikna sem lærða og má líta mikla breidd á sýningum safnsins. Á safninu er alþýðulist sem og framsækin nútímamyndlist sýnd án aðgreiningar en sú stefnumörkun sem safnið setur sér snýst um gæði og einlægni
Gestasýnendur með sérsýningar árið 2017 eru fjölmargir.
Á sýningu eftir listamanninn Dieter Roth er lögð áhersla á hið barnslega í verkum hans, uppátæki, myndir sem hann teiknaði með báðum höndum samtímis, og rýnt er í sjálfsmyndir hans. Á sýningunni eru verk í eigu safnsins sem og 27 verk sem fengin voru að láni frá Nýlistasafnið (The Living Art Museum). Til að varpa skýrari ljósi á innihald sumra verkanna var afráðið að kynna gifsdýr eftir nemendur yngstu bekkja Grenivíkurskóla, og slá áfram þann barnslega tón sem sumum finnst þeir heyra óm af í verkum Dieters Roth.
Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir sýnir verkið Flæðilína 2017 en verkið er unnið sérstaklega fyrir Safnasafnið og tileinkað stofnendum þess.
Birta Gudjonsdottir, en verk hennar ber titilinn Táknskilningur og er unnin sem leið til aukinnar skynjunar á tengslum tákna, táknhelgi og líkamans.
Harpa Björnsdóttir sýnir verkið FÓRN. Verkið er hugleiðing um karlmennskuna og þær fórnir sem stundum er færðar í nafni hennar.
Sýning Sigríðar Ágústsdóttur og Ragnheiðar Þóru Ragnarsdóttur ber nafnið Vorlaukar og sýna þær leirverk, málverk og ljósmyndir.
Matthías Rúnar Sigurðsson & Þorvaldur Jónsson eru af yngstu kynslóð myndlistarmanna og eru báðir úr Reykjavík. Á sýningu þeirra er stillt saman höggmyndum úr íslensku grágrýti og litríkum málverkum á krossvið.
Að venju efnir Safnasafnið til samstarfs við grunn og leikskóla við Eyjafjörð, að þessu sinni Valsárskóla og leikskólann Álfaborg á Svalbarðsströnd, og Grenivíkurskóla. Verkefnið er sameiginlegt og heitir Gæludýr. Þetta samstarf er hugsað til að efla listrænan áhuga og hugmyndaflug barnanna frá unga aldri, en einnig er safninu heiður og ánægja af þátttöku þeirra, lífsgleði og sköpunarkrafti.
Safnasafnið er í samstarfi við hátíðina List án landamæra eins og oft áður, þar sem lærðir og sjálflærðir listamenn mætast í frjóu samstarfi. Í ár eru sýnd verk eftir
Friðrik Hansen. Á sýningunni eru útsöguð og máluð tréverk og málverk eftir Friðrik úr safneign Safnasafnsins.
Á hlaðinu tekur endurreistur Safnvörður Huglistar á móti gestum og Kölski og Kristur Ragnars Bjarnasonar í andyrinu.
í verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar &�Co. Sýningin í ár er helguð formæðrum og íslenska kvenbúningnum. Þar má sjá skautbúning, fagurlega útsaumaðan af Ragnhildi Helgadóttur, gifsafsteypur af fólki í þjóðbúningum eftir Elísabetu Geirmundsdóttur og leirverk eftir Láru Kristínu Samúelsdóttur sem sýna konur í ýmsum útgáfum af kvenbúning. Ragnhildur Stefánsdóttir á í samtali við kvenbúninginn með ljósmyndaverki og Guðbjörg Ringsted í málverki, og sama gerir textílverk eftir Gjörningaklúbbinn . Auk þess eru sýndar klippimyndir eftir Þóreyju Jónsdóttur sem og nokkur sýnishorn íslenska búningsins og ljósmyndir af formæður sem bera hann. Í innra rými búðarinnar má sjá blýantsteikningar úr safneign eftir Ásu Ketilsdóttur, sem voru unnar um miðja síðustu öld.
Í bókastofu Safnasafnsins eru í ár sýnd verk úr safneign. Eftir HuldaVilhjálmsdóttur eru sýnd málverk, teikningar, bókverk og keramik, en auk þess eru myndverk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Bjargeyju Ingólfsdóttur og Hálfdán Björnsson.
Í Safnasafninu er starfrækt fræðimanns¬ íbúð. Íbúðin er 67 m2, með sérinngangi og útbúin húsgögnum og eldunaraðstöðu. Fræðimenn hafa aðgang að bókasafni og rannsóknum Safnasafnsins skv. samkomulagi. Auk þess að þjóna sem fræðimannsíbúð geta áhugasamir leigt íbúðina allt árið um kring, nánari upplýsingar eru á vefsíðu safnsins, www.safnasafnid.is
Opnunartími
10.00 - 17.00 frá 14. maí til 3. september 2017 / tekið er á móti hópum með fyrirvara meðan veður leyfir.
AÐGANGUR:
1000 kr. Fullorðnir
800 kr. Fólk eldra en 67
800 kr. Fatlaðir einstaklingar
800 kr. Hópar [15 fullorðnir gestir +] ef hver greiðir fyrir sig
700 kr. Hópar [15 fullorðnir gestir +] ef greitt er í einu lagi fyrir alla
Frítt fyrir börn yngri en 16 ára [afsáttur fyrir hjón með marga unglinga]
Innifalið í verði: sýningarskrá og einfaldar veitingar
Fyrirspurnir í síma 461-4066 / safngeymsla@simnet.is www.safnasafnid.is
10.5.2017 | 09:23
Haraldur Ingi Haraldsson bæjarlistamaður sýnir í Hofi
Laugardaginn 13. mai opnar Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarsýninguna Aðgerð / Gutted í Hofi Menningarhúsi á Akureyri. Sýningin opnar kl 14.
Á sýningunni eru ný verk gerð 2016 -17 þegar Haraldur var bæjarlistamaður Akureyrar. Annarsvegar málverk og hinsvegar smáskúlptúrar sem Haraldur Ingi tengir við innsetningu sem hann hélt í Listasafninu á Akureyri 2002.
Verið velkomin
Aðgerð / Gutted
Sýning Haraldar Inga Haraldssonar bæjarlistamans Akureyrar 2016-17
Ávarp: Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar
Opnun: Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu
Haraldur Örn Haraldsson flytur "Tónskreytingu við kvæðið Hrafninn eftir Edgar Allan Poe"