Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
10.5.2017 | 09:10
Aðalfundur Gilfélagsins
Aðalfundur Gilfélagsins
Verður haldinn í Deiglunni laugardaginn 13. maí kl. 14.
Dagskrá fundarins:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
2 Önnur mál, kynnt verður staðan á opna grafíkverkstæðinu.
Nýir félagsmenn velkomnir.
Kosningarrétt hafa einungis þeir sem hafa greitt félagsgjald 2016/17
Stjórnin
9.5.2017 | 15:04
Myndlistarsýningin 'Precipice' í Deiglunni
Verið velkomin á myndlistarsýninguna 'Precipice' í Deiglunni kl. 14:00 - 17:00, 13. og 14. maí.
Myndlistarmennirnir Dana Hargrove, Dawn Roe og Rachel Simmons ásamt landfræðingnum Lee Lines sýna.
Sýningarstjóri er Dana Hargrove.
Nánari upplýsingar um sýninguna á ensku hér fyrir neðan.
Group exhibition Precipice at Deiglan, Akureyri, Iceland, curated by Dana Hargrove
14:00 17:00, May 13th & 14th, 2017
Deiglan, Listagil , Art Street, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, Iceland
Artists Dana Hargrove, Dawn Roe and Rachel Simmons and geographer Lee Lines announce a group exhibition titled:
PRECIPICE
.
The USA-based artists and collaborators of the group exhibition Precipice have created an exhibition that uses the Icelandic landscape as a vehicle, or jumping off point (precipice) to prompt thoughtful deliberation on universal concerns. Each artist has allowed Icelands landscape to infiltrate into the content of their art practice while conducting fieldwork or participating in Icelandic artist residencies. The works, of varying mediums and theoretical approach, promote multi-faceted interpretations, yet often cross paths in areas concerning memory, perception, representation, consumerism, climate change, and sustainability.
The installation format, including the use of wall text, encourages broader conversation regarding our perceptions of landscape as a natural, cultural, and politicized entity. The artists wish to serve as alt rogue ambassadors (#altgov) for the USA, among the many in opposition to the current Trump administrations attack on science and intellectualism, which unless resisted could very well jeopardize life on this beautiful planet.
Dana Hargrove, Professor of Art
Dawn Roe, Associate Professor of Art
Rachel Simmons, Professor of Art
Dr. Lee Lines, Professor of Environmental Studies
Rollins College, Winter Park, Florida, USA.
The exhibition will be on view Saturday May 13th 14:00 17:00 and May 14th 14:00-17:00, 2017 with an opening reception on the Saturday 14:00 -17:00pm
Deiglan, Listagil / Art Street, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, Iceland.
Both the opening reception and exhibition are free and open to the public.
For more information or images please contact: danahargrove@mac.com
This exhibition is brought to you by the artists, Rollins College, Listhus Artist Residency, and Deiglan, Listagil, Akureyri.
4.5.2017 | 13:48
Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar Aðalsteinn Þórsson sýninguna Einkasafnið, maí 2017 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er því stöðutaka í maí 2017.
Aðalsteinn Þórsson nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Í fyrra birti hann á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com nýja teikningu á hverjum degi allt árið um kring.
Sýningin stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
///
Aðalsteinn Þórsson
The Personal Collection, May 2017
Akureyri Art Museum, Ketilhús
May 6áµ—Ê° - 28áµ—Ê° Aðalsteinn Þórsson (born 1964) studied at The School of Visual Arts in Akureyri and later in the Netherlands, where he graduated with a Master of Arts degree from the Dutch Art Institute, in 1998. He has worked since as an artist in Rotterdam, but moved home to Eyjafjörður last spring. Aðalsteinn is known for his use of diverse materials and work methods. Last year he published on his blog www.teikningadag2016.blogspot.com, one drawing per day, the whole year around.
Aðalsteinn titles this exhibition The Personal Collection, May 2017. It is a long-term project which started in 2002, where Aðalsteinn collects casual leftovers from his personal consumption, or shows documents of the consumption. The exhibition is the status check for May 2017.
4.5.2017 | 13:44
Vorsýning Skógarlundar í Deiglunni
Undanfarin ár höfum við verið með sýningar á verkum sem unnin eru af notendum sem eru í þjónustu í Skógarlundi.
Þessar sýningar hafa verið í tengslum við List án landamæra og hafa sýningarnar verið í Pennanum Eymundsson.
Að þessu sinni breytum við til. Við verðum með sjálfstæða sýningu í Deiglunni laugardaginn 6. maí.
Sýning verður á verkum notenda þjónustu Skógarlundar, laugardaginn 6. maí í Deiglunni.
Sýningin verður opin frá kl. 14:00 til kl. 17:00.
Verkin sem verða sýnd eru unnin með ýmsum hætti. Um er að ræða leirmyndir, myndir unnar á við, málverk, þæfðar myndir og útsaumur.
Falleg verk og mörg óvenjuleg.
Sjón er sögu ríkari. Lítið endilega við í Deiglunni á laugardaginn.
Verið hjartanlega velkomin.
https://www.facebook.com/events/445052209165579
3.5.2017 | 15:05
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri
Hin árlega Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð laugardaginn 6. maí í húsnæði skólans Kaupvangsstræti 16.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann sýningardagana 6. til 8. maí. Opnunartími kl. 13 til 17.
Kveðja,
Kennarar og nemendur
www.myndak.is www.facebook.com/myndak
https://www.facebook.com/events/1190746544385692
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2017 | 15:32
Gústav Geir Bollason sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Laugardaginn 6. maí 2017 kl. 15.00 - 17.00 opnar Gústav Geir Bollason sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Gústav Geir Bollason Býr og starfar á Hjalteyri við Eyjafjörð, þar sem að hann hefur jafnframt umsjón með listamiðstöð í gömlu síldarverksmiðjunni. Hann lærði myndlist við MHÍ Reykjavík, Magyar KépzÅ‘művészeti Egyetem Budapest 89-90 og við ENSAPC Paris/Cergy. Hann hefur sýnt á Íslandi, í Evrópu og í Ameríku bæði í myndlistarrýmum og á kvikmyndahátíðum. Kvikmyndin Carcasse sem að var frumsýnd í Rotterdam í Janúar 2017 verður sýnd á Kinodot Experimental Film Festival í Saint Petersburg 20-21 maí næstkomandi.
Verk Gústavs Geirs Bollasonar taka helst á sig form teikninga, umsköpunar á fundnum hlutum, og kvikmynda. Krókleiðis stefnir hann saman aðferðum og viðfangsefnum svo að úr verður skáldskapur útfærsla á raunveruleikanum. Til þess að prófa skynjunina á umhverfinu og gefnum hugmyndum um það.
«Speed-ups» eru lúnir skúlptúrar. Mekanismi eða nokkurskonar stundaglös sem að hafa virkni en þarfnast afskipta áhorfenda.