Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Thomas Brewer opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

14444842_10153823116837231_657413713357472415_o

Dr. Thomas Brewer opnar sýninguna "Adjust <X> Seek (Con’t)" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 1.október kl. 14-17.

Sýningin "Adjust <X> Seek (Con’t)" samanstendur af 17 verkum Dr. Thomas Brewer og þar af eru tvö ný verk unnin núna í september, í dvöl hans í gestavinnustofu Gilfélagsins. Á sýningunni eru líka fjórar útprentaðar ljósmyndir í A2 stærð sem kynna vinnu hans með byggingar í klippimyndum og blandaðri tækni síðustu 10 árin. Myndbandsverkið “Life’s Loop” sýnir svo sögu Brewer og keramik verk hans.

Verkin hans í klippimyndum og blandaðri tækni innihalda sjálfsævisögulegan grunn, útlista okkar stað í veröldinni, málefni lista og menntunar og áhrif fjölmiðla sem og tækni og þróunar. Í mörgum verka hans er leikur að orðum og aðstæðum í lífinu, með keim af kímni og kaldhæðni.

Dr. Thomas Brewer er staddur í fimmta skiptið á Akureyri. Árið 2013 kom hann á vegum Fulbright og starfaði í Háskólanum á Akureyri en í dag dvelur hann í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Að opnun lokinni í Mjólkurbúðinni eða kl.17-19 opnar Brewer gestavinnustofuna og tekur þar á móti gestum á sama tíma og Gilfélagið er með móttöku í Deiglunni í kjölfar aukaaðalfundar félagsins.
Brewer verður einnig með fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri þann 4.október kl.17-18

Sýning Dr. Thomas Brewer "Adjust <X> Seek (Con’t)" í Mjólkurbúðinni stendur til 10.október og eru allir velkomnir.


www.tombrewergallery.com
https://www.facebook.com/pages/TomBrewerGallerycom/144078418980494


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

large_adalheidur_fyrirlestur_frett

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi kl. 17 heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar fjallar hún um hversu langt er hægt að komast með áhugamál og ástríðu þegar dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið og treyst er eigin ákvörðunum. Aðgangur er ókeypis.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasöm myndlistarkona. Aðalheiður starfrækti galleríið Kompan í 8 ár á Akureyri, tók virkan þátt í uppbyggingu Listagilsins og er einn stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hún hefur verið í sýningarnefnd Skaftfells á Seyðisfirð, gjaldkeri Gilfélagsins og varaformaður Myndlistarfélagsins auk þess að vera meðlimur í Dieter Roth akademíunni. Árið 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði þar sem hún hefur komið upp vinnustofu, endurvakið Kompuna og staðið fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Thomas Brewer, myndlistarmaður, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, listakona, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Dagur myndlistar / opin vinnustofa / opnun í Kompunni

14445108_1090441994365738_361011376944876685_o

Dagur myndlistar 2016.
Opnun sýningar í Kompunni, opin vinnustofa.

Ár hvert hefur Dagur myndlistar verið haldinn um land allt með opnum vinnustofum listamanna. Í ár er hverjum listamanni gefið frjálst að hafa opið hús eftir því sem hentar hverjum og einum.


Laugardaginn 1. okt. kl. 14.00 - 18.00 verður opin vinnustofa hjá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Einnig mun Aðalheiður opna sýningu í Kompunni á lágmyndum sem hún hefur verið að vinna undanfarið. Myndröðina kalla Aðalheiður á milli vita, og sameinar hún á ýmsan hátt verk hennar undanfarin 25. ár.

Eigum góðan dag saman.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Fiskkompaníið styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu.


Þriðjudagsfyrirlestrar í Listsafninu á Akureyri

large_listak_heils_2008_thridjudagsf

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju næstkomandi þriðjudag 27. september kl. 17. Fyrirlestrar eru haldnir yfir vetrartímann á hverjum þriðjudegi kl. 17 í Listsafninu, Ketilhúsi. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar mun hún m.a. fjalla um hversu langt er hægt að komast með ástríðu og áhugamál þegar treyst er eigin ákvörðunum og dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðgangur er ókeypis.

27. september: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
4. október: Thomas Brewer, myndlistarmaður
11. október: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, rithöfundur
18. október: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
25. október: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona
1. nóvember: Almar Alfreðsson, vöruhönnuður
8. nóvember: Pamela Swainson, myndlistarkona
15. nóvember: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
22. nóvember: Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður 
29. nóvember: Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins

listak.is


Brynhildar Kristinsdóttur sýnir í Mjólkurbúðinni Akureyri

14242368_10208479269792312_2313833951220063111_o

ÞJÁNING/TJÁNING

"Þjáning/Tjáning" er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur í Mjólkurbúðinni Akureyri, þar sýnir hún skúlptúra og myndverk. Verkin fjalla um tjáningu mannsins, angist, ótta og hvernig hugmyndir hlutgerast. Á sýningunni er einnig pistill eftir Héðinn Unnsteinsson um flakk milli heima. Sýningin verður opnuð á laugardaginn 17. sept. kl. 15.00.

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.

Brynhildur Kristinsdóttir s.8683599


Karl Guðmundsson sýnir verk í Sjúkrahúsinu á Akureyri

myndirK_2.


Á sýningunni er eitt verk, Án titils, sem samanstendur af þremur myndum. Myndirnar eru unnar með akrýl lit á striga og er hver og ein 160cm x 40. Sýningin mun standa fram í nóvember og er á fyrstu hæð sjúkrahússins.
 
Karl Guðmundsson (F. 1986)
Karl útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, myndlistasviði, vorið 2007. Hann stundaði nám á barna- og unglinganámskeiðum í Myndlistaskólanum á Akureyri í átta ár. Karl hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Hann og Rósa Kristín Júlíusdóttir, kennari hans og félagi í listum, sýndu fyrst saman árið 2000. Árið 2003 tók Karl þátt í fyrstu sýninga-röðListar án landamæra og sýndi á Kjarvalsstöðum. En síðan þá hefur Karl reglulega tekið þátt í sýningum á vegum LÁL. Þar á meðal tveimur sýningum í samstarfi við finnska myndlistamenn auk danshópsins Kaaos Company. Einnig hefur Karl unnið verk í samvinnu við Erling Klingenberg myndlistamann og var það verk sýnt á sýningunni Samsuða sem var hluti af listahátíð Listar án landamæra árið 2015. En það ár var Karl tilnefndur listamaður listahátíðar LÁL.
 
Karl og Rósa Kristín hafa unnið saman að myndlist í mörg ár. Sú samvinna nær yfir rúmlega tvo áratugi, en Kalli var nemandi hennar í Myndlistaskólanum á Akureyri. Samstarf þeirra hófst sem samspil nemanda og kennara en þróaðist markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Í dag vinna þau saman sem listamenn. Þau hafa haldið margar sameiginlegar listsýningar undanfarin ár þar sem myndverk þeirra eru afrakstur myndræns samspils eða samleiks. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningar og á ráðstefnum um menntamál, bæði hér heima og erlendis.
 
Karl Guðmundsson hóf myndlistanám á unga aldri og hefur starfað að listsköpun lengi. Á þeim tíma hefur sjálfstæði hans á listasviðinu vaxið og dafnað og nú fæst hann jöfnum höndum við að búa til myndverk og hanna nytjalist.

http://listin.is


Thora Karlsdottir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

thora2

Laugardaginn 10. september kl. 15 opnar Thora Karlsdottir sýninguna Kjólagjörningur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar og voru fluttir frá vinnustofu Thoru yfir í Listasafnið, Ketilhús síðastliðinn föstudag með dyggri aðstoð yfir 200 nemenda úr Brekkuskóla.

Á meðan á gjörningnum stóð tók Björn Jónsson daglega ljósmyndir af Thoru. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna. Í sameiningu gefa þau út bók um gjörninginn og sýninguna sem verður fáanleg í október.

Thora Karlsdottir útskrifaðist úr Europäische Kunstakademie í Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið níu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og víða erlendis. Thora rekur vinnustofuna Lifandi vinnustofa í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin verður opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

listak.is

https://www.facebook.com/events/198986830519403


Myrkramessa á A!

14206179_10154534598348707_2865979586068156673_o
 
Myrkramessa

3. hæðin, Listasafnið á Akureyri, gengið inn í portinu að aftan.

Að kvöldi næsta laugardags mun fjölbreyttur hópur listafólks efna til Myrkramessu á 3.hæð Listasafnsins á Akureyri.

Af gefnu tilefni er gestum því boðið við veisluborð að upplifa
Kílómeters kökk í hálsi
Tvo óþokka skila krafti
óð til bands og banda
og fullnægingasvipi karla

...svo fátt eitt sé nefnt. Messan hefst klukkan 21:30 og vart þarf að taka það fram, en allir eru hjartanlega velkomnir.

FRAM KOMA:

Aldís Dagmar Erlingsdóttir Svarkur
tvinnar saman ólíkum aðferðum og miðlum í innsetningum og myndbandsverkum, með áherslu á inntak, tjáningu og upplifun

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2015. Í verkum sínum fæst hún við það að ákalla galdur póesíunnar og kanna tilvist trúarinnar í margvíslegum miðlum; ljósmyndum, gjörningum, texta, vídeó, skúlptúr – sem og sameiningu þeirra. Eftir útskrift hefur hún meðal annars komið að tímaritinu
Listvísi – Málgagn um myndlist og tekið þátt í ýmsum sýningum; HÁVAÐI II í Ekkisens, YMUR festival á Akureyri, Stream in a Puddle í Gallerii Metropol í Eistlandi, Plan B listahátíð í Borgarnesi og Kynleikum sem opnuðu í Ekkisens, fluttu sig yfir í Ráðhúsið og lokuðu með þriðju opnun í Tjarnarbíó

Anton Logi Ólafsson
er listamaður starfandi í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr LHÍ 2015 með BA-gráðu í Myndlist. Anton vinnur í hverjum þeim miðli sem kann að henta, en undanfarin ár hafa einkum einkennst af gjörningalist. www.antonlogi.wix.com/antonlogi

Bergþóra Einarsdóttir
er ljóðskáld og dansari sem rappar þegar færi gefst. Síðustu þrjú ár hefur hún komið fram með Reykjavíkurdætrum og upp á síðkastið með kontrabassarappdúóinu Silkiköttunum. Hún hefur komið fram í ótal dansmyndum og dans- ljóðagjörningum og fengið tilnefningu til Grímunnar fyrir danshöfundaverk. Árið 2014 gaf hún út ljóðabókina Sjósuðu með Partusi Press. Um þessar mundir skrifar hún aðallega lagatexta um pólitík, ást eða dauða

Egill Logi Jónasson
útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2013 og frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands í vor 2016.
Egill vinnur málverk, teikningar og klippimyndir, auk þess sem hann kokkar tónlist og myndbandsverk.
http://www.drengurinn.portfoliobox.me/

Freyja Eilíf
er sjálfstætt starfandi myndlistarkvendi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014 og stofnaði sýningarýmið Ekkisens haustið sama ár og rekur það enn ásamt því að teyma hústökusýningar á vegum Ekkisens í öðrum rýmum, bæði hérlendis og erlendis. Freyja vinnur verk í mjög blandaða miðla og oft á tíðum fundið efni. Hún hefur einnig gefið út þónokkur bókverk og stofnaði til að mynda tímaritið Listvísi – Málgagn um myndlist árið 2012. https://freyjaeilif.com/

Gunnhildur Helgadóttir
útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 2013 og árið 2015 lauk hún námi við mótun/keramikdeild í Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Gunnhildur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og viðburða og má síðast nefna sýninguna “tilraunir leir og fleira” sem enn stendur yfir í Hafnarborg

Hekla Björt Helgadóttir
er listamaður og skáld, búsett á Akureyri. Hún er ein stofnenda listarýmisins Kaktus og hefur unnið við listræna hönnum fyrir söfn og leikhús. Hekla hefur staðið fyrir fjölmörgum sýningum og viðburðum, tekið þátt í fjölda samsýninga, listrænu samstarfi og á að baki allnokkrar einkasýningar.

Hlín Ólafsdóttir
er búsett í Berlín þar sem hún leggur stund á myndlist við Kunsthochschule Berlin-Weißensee

Snorri Páll (Jónsson Úlfhildason)
er skáld og slitamaður, borinn árið 1987 á níunda síðasta sjónvarpslausa fimmtudeginum. Fyrsta ljóðabók hans, Lengist í taumnum, kom út árið 2014. Snorri er sýningasóknari Sakminjasafnsins, en fyrsta sýning þess átti sér stað í reykvíska sýningarýminu Ekkisens um það leyti sem árleg hátíð þjáningar og upprisu gekk í garð. Marglaga framhald þeirrar sýningar fer fram síðar á þessu ári á gömlu herstöðinni í Keflavík

Steinunn Gunnlaugsdóttir
fæst við list og brúkar til þess ýmsa miðla.Verk hennar kjarnast um tilvistarátök innra með hverri mannskepnu – sem og togstreitu og átök hennar við alla þá ytri strúktúra sem umkringja hana
– eða uppgjöf gagnvart þeim
http://www.sackofstones.com/forsida/


Myrkramessan er off venue viðburður á gjörningahátíðinni A!
Slippfélaginu er kærlega þakkað fyrir styrk sinn
.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband