Karl Guðmundsson sýnir verk í Sjúkrahúsinu á Akureyri

myndirK_2.


Á sýningunni er eitt verk, Án titils, sem samanstendur af þremur myndum. Myndirnar eru unnar með akrýl lit á striga og er hver og ein 160cm x 40. Sýningin mun standa fram í nóvember og er á fyrstu hæð sjúkrahússins.
 
Karl Guðmundsson (F. 1986)
Karl útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, myndlistasviði, vorið 2007. Hann stundaði nám á barna- og unglinganámskeiðum í Myndlistaskólanum á Akureyri í átta ár. Karl hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Hann og Rósa Kristín Júlíusdóttir, kennari hans og félagi í listum, sýndu fyrst saman árið 2000. Árið 2003 tók Karl þátt í fyrstu sýninga-röðListar án landamæra og sýndi á Kjarvalsstöðum. En síðan þá hefur Karl reglulega tekið þátt í sýningum á vegum LÁL. Þar á meðal tveimur sýningum í samstarfi við finnska myndlistamenn auk danshópsins Kaaos Company. Einnig hefur Karl unnið verk í samvinnu við Erling Klingenberg myndlistamann og var það verk sýnt á sýningunni Samsuða sem var hluti af listahátíð Listar án landamæra árið 2015. En það ár var Karl tilnefndur listamaður listahátíðar LÁL.
 
Karl og Rósa Kristín hafa unnið saman að myndlist í mörg ár. Sú samvinna nær yfir rúmlega tvo áratugi, en Kalli var nemandi hennar í Myndlistaskólanum á Akureyri. Samstarf þeirra hófst sem samspil nemanda og kennara en þróaðist markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Í dag vinna þau saman sem listamenn. Þau hafa haldið margar sameiginlegar listsýningar undanfarin ár þar sem myndverk þeirra eru afrakstur myndræns samspils eða samleiks. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningar og á ráðstefnum um menntamál, bæði hér heima og erlendis.
 
Karl Guðmundsson hóf myndlistanám á unga aldri og hefur starfað að listsköpun lengi. Á þeim tíma hefur sjálfstæði hans á listasviðinu vaxið og dafnað og nú fæst hann jöfnum höndum við að búa til myndverk og hanna nytjalist.

http://listin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband