Thomas Brewer opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

14444842_10153823116837231_657413713357472415_o

Dr. Thomas Brewer opnar sýninguna "Adjust <X> Seek (Con’t)" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 1.október kl. 14-17.

Sýningin "Adjust <X> Seek (Con’t)" samanstendur af 17 verkum Dr. Thomas Brewer og þar af eru tvö ný verk unnin núna í september, í dvöl hans í gestavinnustofu Gilfélagsins. Á sýningunni eru líka fjórar útprentaðar ljósmyndir í A2 stærð sem kynna vinnu hans með byggingar í klippimyndum og blandaðri tækni síðustu 10 árin. Myndbandsverkið “Life’s Loop” sýnir svo sögu Brewer og keramik verk hans.

Verkin hans í klippimyndum og blandaðri tækni innihalda sjálfsævisögulegan grunn, útlista okkar stað í veröldinni, málefni lista og menntunar og áhrif fjölmiðla sem og tækni og þróunar. Í mörgum verka hans er leikur að orðum og aðstæðum í lífinu, með keim af kímni og kaldhæðni.

Dr. Thomas Brewer er staddur í fimmta skiptið á Akureyri. Árið 2013 kom hann á vegum Fulbright og starfaði í Háskólanum á Akureyri en í dag dvelur hann í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Að opnun lokinni í Mjólkurbúðinni eða kl.17-19 opnar Brewer gestavinnustofuna og tekur þar á móti gestum á sama tíma og Gilfélagið er með móttöku í Deiglunni í kjölfar aukaaðalfundar félagsins.
Brewer verður einnig með fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri þann 4.október kl.17-18

Sýning Dr. Thomas Brewer "Adjust <X> Seek (Con’t)" í Mjólkurbúðinni stendur til 10.október og eru allir velkomnir.


www.tombrewergallery.com
https://www.facebook.com/pages/TomBrewerGallerycom/144078418980494


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband