Þriðjudagsfyrirlestrar í Listsafninu á Akureyri

large_listak_heils_2008_thridjudagsf

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju næstkomandi þriðjudag 27. september kl. 17. Fyrirlestrar eru haldnir yfir vetrartímann á hverjum þriðjudegi kl. 17 í Listsafninu, Ketilhúsi. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar mun hún m.a. fjalla um hversu langt er hægt að komast með ástríðu og áhugamál þegar treyst er eigin ákvörðunum og dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðgangur er ókeypis.

27. september: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
4. október: Thomas Brewer, myndlistarmaður
11. október: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, rithöfundur
18. október: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
25. október: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona
1. nóvember: Almar Alfreðsson, vöruhönnuður
8. nóvember: Pamela Swainson, myndlistarkona
15. nóvember: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
22. nóvember: Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður 
29. nóvember: Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband