Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
31.10.2016 | 11:55
Almar Alfreðsson, vöruhönnuður með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17-17.40 heldur Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hvað liggur að baki? Í fyrirlestrinum fjallar hann um af hverju vöruhönnun varð fyrir valinu, Jón í lit ævintýrið, Sjoppulífið og hvernig sögur og tilfinningar veita honum innblástur við hönnun.
Almar útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2011. Hann hefur frá 2012 eingöngu unnið sem vöruhönnuður og rekur ásamt eiginkonu sinni hönnunarfyrirtækið Almar vöruhönnun, en það framleiðir meðal annars Jón í lit. Einnig eiga þau hjónin minnstu og einu hönnunarsjoppu landsins, Sjoppuna vöruhús, sem staðsett er í Listagilinu.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.
28.10.2016 | 17:24
Listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri
Sunnudaginn 30. október kl. 15 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri í tilefni sýninga hennar í Listasafninu á Akureyri og í Listasafni Íslands. Samtalið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Joan Jonas: Artist talk, Sunday October 30th at 3 pm. Scroll down for english.
Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðafólk sitt, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor emmeritus við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.
Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga, 1985, frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Verk hennar Reanimation, sem sýnt er í Listasafni Íslands, er sprottið af lestri hennar áKristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, örstuttri tilvísun skáldsins í Eyrbyggju , lagðri í munn sögumanni og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína.
Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún kynntist hinni nýju tækni í Japan árið 1970, þegar fyrstu handhægu upptökuvélarnar voru nýkomnar á markað. Hún hafði þá stundað höggmyndalist í nokkur ár, danslist hjá danshöfundunum Trishu Brown og Yvonne Reiner auk gjörninga, sem hún sviðsetti með margháttaðri notkun spegla sem brjóta upp einhliða skynheim áhorfandans og beina athygli hans í margar áttir samtímis. Grundvöllur Jonas hefur ætíð verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttarbrestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið.
Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri.
Sýningarstjórar eru Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Sýningarnar eru samstarfsverkefni safnanna beggja og eru styrktar af sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi og Safnaráði.
---
Joan Jonas (b. 1936) is a pioneer of video and performance art and one of the most acclaimed working artists. She has had a profound impact on her contemporaries and her award-winning work has been the subject of several retrospectives at major art museums. Additionally, she is professor emerita at MIT (Massachussets Institute of Technology).
Joan Jonas represented the US at the Venice Biennale in 2015.
Joan Jonas came to Iceland in the 1980s. Her impressions of the visit inspired Volcano Saga, 1985 - a video made with actress Tilda Swinton in the role of Guðrún Ósvífursdóttir. This close reference to Laxdaela Saga was a prelude to further works by Jonas based on Icelandic literature, both ancient and recent. Reanimation is rooted in her interpretation of Halldór Laxness novel Under the Glacier.
Joan Jonas is among the first artists to use the video camera in her works. She discovered the new device on a journey to Japan in 1970 when the Portapak was in its prime. Prior to this, Jonas worked in sculpture, took workshops in dance (with such choreographers as Trisha Brown and Yvonne Rainer) and created performances, which she staged with various kind of mirrors, used to divert and splinter the spectators sense of perception. Despite the diversity of her work and variety of mediums, Jonas core remains consistent. During a performance, the audience watches Jonas continuously activate the stage. She interacts with figures in her video projections or intermixes the projections with live drawings made on an overhead projector. She creates noise with bells, rustling paper or percussive instruments. The spectator stays busy, following the scenes as they intuitively flow into each other.
Joan Jonas´s works Reanimation Detail, 2010 / 2012 and Volcano Saga, 1985 are now shown for the first time in Iceland, at the National Gallery of Iceland and the Akureyri Art Museum and are a collaboration of the two art museums. Curators are Birta Guðjónsdóttir and Hlynur Hallsson.
www.listak.is
https://www.facebook.com/events/708747305948923
28.10.2016 | 09:35
Norðanvindur 2016
Norðanvindur 2016 (Music + sound art festival)
Friday 28.10
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
19:00 Girilal Baars (Voice, hurdy-gurdy) 19:30 Gail Priest (voice, electronics)
Saturday 29.10
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
Installations
14:00 Songmapping: Olafsfjordur by Gail Priest 2016-10-29 by Sebastian Franzén
Ketilhúsið, Listagili (Kaupvangstræti 8, Akureyri)
17:00 Girilal Baars + Arna Guðný Valsdóttir (voice)
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
17:30 Sebastian Franzén (Voice, video, electronics)
20:00 Michael Terren (electronics) 20:30 Lárus H List (electronics)
Sunday 30.10
Verksmiðjan á Hjalteyri
15:00 Thomas Watkiss, Kate Carr, Gail Priest, Michael Terren & Sebastian Franzén
Free admission
Follow on Facebook event: https://www.facebook.com/events/164274887366229/
Presented by Listhus ses. (www.listhus.com) Collaboration with Myndlistarfélagið.
Supported by Menningarráð Eyþings, Tónskóli Fjallabyggðar, Listasafnið á Akureyri (Akureyri Art Museum), Verksmiðjan á Hjalteyri
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2016 | 09:31
Joris Rademaker sýnir í Mjólkurbúðinni
Joris Rademaker opnar sýninguna Skuggaverk, laugardaginn 29. október kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
Joris Rademaker sýnir nýtt verk sem hann vann 2015. Verkið er úr 60 trékubbum, lágmynd, og byggð á grunnformunum þremur og leika skuggarnir stórt hlutverk.
Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og lýkur sunnudaginn 6. nóvember. Allir velkomnir.
https://www.facebook.com/groups/289504904444621
26.10.2016 | 16:10
Joan Jonas og Ásdís Sif Gunnarsdóttir opna í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 29. október kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri; sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og sýning bandarísku listakonunnar Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 / Volcano Saga, 1985.
Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborginni New York í Bandaríkjunum. Jonas hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.
Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga, frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggðum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum.
Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri. Sýningarnar eru unnar í samstarfi Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri. Sérstakir styrktaraðilar eru Safnráð og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.
Listamannaspjall með Joan Jonas:
Þriðjudaginn 25. október kl. 12.30 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listaháskóla Íslands Laugarnesi. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 30. október kl. 15 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir (1976) hefur vakið athygli fyrir vídeó innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Það er því engin tilviljun að hún setji upp sýningu á nýjum verkum í Listasafninu á Akureyri á sama tíma og Joan Jonas. Líkt og í verkum Jonas er sterkur kvenlegur undirtónn í verkum Ásdísar Sifjar sem oft er settur fram á ljóðrænan hátt og af tilfinninganæmi. Frásagnir, lífsreynsla og ferðalög konu eru í forgrunni.
Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún heldur Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40, undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Ókeypis aðgangur.
Sýningarstjóri sýninganna tveggja í Listasafninu á Akureyri er Hlynur Hallsson og þær standa báðar til 8. janúar 2017. Opnunartími er þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Ókeypis aðgangur.
https://www.facebook.com/events/322471614794623
https://www.facebook.com/events/1797318790551368
25.10.2016 | 10:12
Ásdís Sif Gunnarsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri
Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nýlegar vídeó innsetningar sínar, hugmyndafræðina sem býr að baki og hvaða vinnuaðferðum hún beitir. Aðgangur er ókeypis.
Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún hefur vakið athygli fyrir vídeó-innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Ásdís Sif opnar sýninguna Sýn í þokunni í Listasafninu laugardaginn 29. október kl. 15.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.
19.10.2016 | 13:38
HAM-MAN í Kaktus
Loksins! Loksins! Á laugardaginn verður frumsýnt tónlistarmyndbandi HAM-MAN í Kaktus kl. 21:15! HAM-MAN varð til á síðasta degi RóTar 2016. Myndbandið verður sýnt á heila tímanum til miðnættis - svo verður öllum hent út. Dans og glaumur.
Fyrir myndir af ferlinu:
http://www.rot-project.com/d.-7--2016
///
Finally!! This saturday we will premier the infamous HAM-MAN music video in Kaktus, Akureyri. HAM-MAN was created on the last day of RóT 2016. The video will be showed every hour on the hour untill midnight - then you have to leave ok bæ. Dancing and joy..
Photos and info:
http://www.rot-project.com/d.-7--2016
https://www.facebook.com/events/1118056381580911
17.10.2016 | 09:19
ART AK, gallerý og vinnustofur myndlistarmanna opnar með sýningunni KAOS
OPNUN-OPNUN-OPNUN-NÝTT-NÝTT-NÝTT-FRÉTTIR!
ART AK, gallerý og vinnustofur myndlistarmanna.
Opnar með myndlistarsýningunni "KAOS"
kl. 13:00 laugardaginn 22. okt.
Léttar veitingar í boði.
Allir hjartanlega velkomnir
ART AK, Strandgata 53, 600 Akureyri
https://www.facebook.com/art.akureyri.iceland/
Myndlistamennirnir sem sýna eru:
Aðalsteinn Þórsson
Ásta Bára Pétursdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir
Elísabet Ásgrímsdóttir
Guðbjörg Ringsted
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Heiðdís Hólm
Hrefna Harðardóttir
Hrönn Einarsdóttir
James Earl
Jónborg Sigurðardóttir
Jónína Björg Helgadóttir
Magnús Helgason
Ólafur Sveinsson
Thora Karlsdottir
https://www.facebook.com/events/984495751676722
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2016 | 21:34
Þórgunnur Oddsdóttir sýnir Fundin fjöll í Mjólkurbúðinni
Fundin fjöll tilraunastofa í landslagsmálun
Laugardaginn 15. október kl. 14:00 opnar Þórgunnur Oddsdóttir myndlistarsýninguna Fundin fjöll tilraunastofa í landslagsmálun í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
Þórgunnur vinnur oft með fundna hluti í verkum sínum og leikur sér að því að setja þá í nýtt samhengi. Á sýningunni í Mjólkurbúðinni eru gamlar og flagnaðar málningaflyksur útgangspunkturinn en Þórgunnur notar liti þeirra og form sem innblástur að landslagsmálverkum.
Opnunin á laugardaginn markar í raun upphaf vikulangs gjörnings því Þórgunnur hefur sett upp vinnustofu í galleríinu og hyggst vinna að verkunum á staðnum. Afrakstur vinnunnar verður sýndur dagana 22. og 23. október.
Þórgunnur lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á Akureyri.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Þórgunnur í síma: 820 8188.
www.thorgunnur.info
https://www.facebook.com/events/340692342948460
11.10.2016 | 20:20
Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýna í Kaktus
Fimmtudaginn 27. október kl. 20:00 opna listakvendin Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýninguna: Órói, í Kaktus, Akureyri. Opnunin stendur yfir í fjóra tíma, með tilheyrandi veigum og fatamarkaði. Plötusnúðurinn Vélarnar - hirðsnúður Eyjafjarðar - tryllir lýðinn.
Sýningin verður opin sem hér segir :
[fim] 27. okt: 20:00 - 24:00
[fös] 28. okt: 14:00 - 22:00
[lau] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (f. 1991) og Sara Sigurðardóttir (f. 1993) útskrifuðust báðar með Diplómu frá Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og síðar meir með BA í Myndlist frá University of Cumbria, Institude of the Arts. Órói er þeirra önnur samsýning, en hér gefst fólki færi á að sjá - í fyrsta sinn á Íslandi - brot af þeim verkum sem unnin voru í Englandi á árunum 2014-16.
Til sýnis verða ljósmyndir, teikningar, málverk og skúlptúrverk. Þó að framsetningin sé formföst einkennir þyngdarleysi og leikgleði verkin. Tvær ólíkar raddir leitast við að finna sína tíðni í heimi sem er álíka súr og límónudjús. Í nær barnslegu sakleysi varpa þær fram hugmyndum um stöðu mannverunnar, og tvískiptingu tilverunnar á landamærum draums og vöku.
Glaumur, gleði, undrun og útúrsnúningar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
[English]
You are cordially invited to the opening of the exhibition Órói, in Kaktus art space, on the 27th og October. The Opening starts at 8 pm and continues until midnight. There will be some free drinks, a pop up market, and music played by the one and only: DJ Vélarnar.
The opening hours are as follows:
[Thu] 27. okt: 20:00 - 24:00
[Fri] 28. okt: 14:00 - 22:00
[Sat] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (born 1991) and Sara Sigurðardóttir (born 1993) both studied drawing at Reykjavík School of the Arts before graduating with BA (hons) in Fine Art from the University of Cumbria, Institute of the Arts. Órói is their second collaborative exhibition, showcasing, -for the first time in Iceland-, a selection of works made during their time in the UK 2014 - 16.
On display are photographs, drawings, paintings and sculpture. The work is playful and vibrant. Two different minds seek to find meaning and boundaries in a world that seems abstract and sometimes absurd. The focal point is the figure that tries to deal with her reality.
We look forward to seeing you!
https://www.facebook.com/events/282521825474675