Ásdís Sif Gunnarsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

14642028_1255279831160523_3010535335465866809_n

Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nýlegar vídeó innsetningar sínar, hugmyndafræðina sem býr að baki og hvaða vinnuaðferðum hún beitir. Aðgangur er ókeypis.

Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún hefur vakið athygli fyrir vídeó-innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Ásdís Sif opnar sýninguna Sýn í þokunni í Listasafninu laugardaginn 29. október kl. 15.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband