Þórgunnur Oddsdóttir sýnir Fundin fjöll í Mjólkurbúðinni

14610987_10153784321076207_2421296766616846770_n

Fundin fjöll – tilraunastofa í landslagsmálun
 
Laugardaginn 15. október kl. 14:00 opnar Þórgunnur Oddsdóttir myndlistarsýninguna Fundin fjöll – tilraunastofa í landslagsmálun í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
 
Þórgunnur vinnur oft með fundna hluti í verkum sínum og leikur sér að því að setja þá í nýtt samhengi. Á sýningunni í Mjólkurbúðinni eru gamlar og flagnaðar málningaflyksur útgangspunkturinn en Þórgunnur notar liti þeirra og form sem innblástur að landslagsmálverkum.
 
Opnunin á laugardaginn markar í raun upphaf vikulangs gjörnings því Þórgunnur hefur sett upp vinnustofu í galleríinu og hyggst vinna að verkunum á staðnum. Afrakstur vinnunnar verður sýndur dagana 22. og 23. október.
 
Þórgunnur lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á Akureyri.
 
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Þórgunnur í síma: 820 8188.
www.thorgunnur.info

https://www.facebook.com/events/340692342948460


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband