Joris Rademaker sýnir í Mjólkurbúðinni

14633292_10153901829037231_5255326498239028213_o

Joris Rademaker opnar sýninguna Skuggaverk, laugardaginn 29. október kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Joris Rademaker sýnir nýtt verk sem hann vann 2015. Verkið er úr 60 trékubbum, lágmynd, og byggð á grunnformunum þremur og leika skuggarnir stórt hlutverk.

Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og lýkur sunnudaginn 6. nóvember. Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband