Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
13.1.2015 | 15:23
Skammdegishátíð 2015 í Listhúsi Ólafsfirði
Listhus is honor to present a multi-disciplinary exhibition of work created during the dark winter, featuring individual reflections on local encounters, mysterious landscapes and indoor living in North Iceland. The grand opening will be on January 16 at Listhus.
Besides the exhibition, Ana Cláudia de Assis will have a Piano concert with contemporary portuguese and brazilian music that is premieres in Iceland.
On January 21, Anton Benois and Beth Dillon will host a community buffet in the Listhus gallery to celebrate the return of the sun to Olafsfjordur. A feast of yellow-coloured foods will be provided. All welcome.
A video screening will be the closing program at 8pm, January 25.
Programs/Dagskrá
Opening with performance | 16 Jan. | 8-11pm | Listhus, Ægisgötu 10, Ólafsfirði
Skammdegi Art Exhibition | 17-25. Jan. | 17:00-20:00 | Every Thurs. to Sun. | Listhus gallery
Piano concert with contemporary portuguese and brazilian music
by Ana Cláudia de Assis | 18 Jan. | 17:00 | Menningarhúsið Tjarnarborg í Fjallabyggð
Yellow Belly Sunrise Buffet | 21 Jan. | 8-11pm | Listhus gallery
Screening | 25 January | 20:00 | Listhus Gallery
Some more events will be confirmed soon.
Skipulagt af /Organized by:
Listhus ses. (www.listhus.com)
Samstarfsaðili / Venue supported by: Menningarhúsið Tjarnarborg í Fjallabyggð
Upplýsingar / Inquiry: Alice Liu +354 8449538 or listhus@listhus.com
11.1.2015 | 23:42
Jóna Hlíf Halldórsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
Þriðjudaginn 13. janúar kl. 17 heldur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Kjarni. Þar mun Jóna Hlíf fjalla um eigin myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig mun hún fjalla um starf sitt sem formaður SÍM og segja frá helstu hagsmunamálum.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir nam við Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri á árunum 2003 til 2005 og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007. Árið 2012 útskrifaðist hún með MA í listkennslu frá Listaháskólanum, en hún býr og starfar í Reykjavík.
Jóna Hlíf vinnur í ólíka miðla og hefur unnið fjölbreytt verk, bæði á einkasýningum og í samvinnu við aðra listamenn. Jóna Hlíf starfar sem stundakennari hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðunni jonahlif.com.
Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hildur Friðriksdóttir, Eiríkur Stephenson og Hjörleifur Hjartarson (Hundur í óskilum), Margeir Dire Sigurðsson, Pi Bartholdy, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð og Jón Páll Eyjólfsson.
Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:
13. janúar
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
20. janúar
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA
27. janúar
María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
3. febrúar
Arnar Ómarsson, myndlistarmaður
10. febrúar
Pi Bartholdy, ljósmyndari
17. febrúar
Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24. febrúar
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor
3. mars
nánar tilkynnt síðar
10. mars
Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17. mars
Hjörleifur Hjartarson, tónlistarmaður
24. mars
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
http://www.listak.is
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is
https://www.facebook.com/events/900022206698208
Menning og listir | Breytt 12.1.2015 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. janúar, 14:00 - 17:00.
James E's Cistam
Brotálfar frá annarri vídd.
Á sýningunni "Brotálfar frá annarri vídd vinnur James með hugmyndir og verk Terence McKenna. McKenna var bandarískur heimspekingur, plöntufræðingur og rithöfundur. Hann vann mikið með ofskynjunaráhrif plöntunar og sá brotálfa (Machine Elves) þegar hann var undir áhrifum. James tekur brotálfana hans McKenna og útfærir þá og mótar að sínu eigin hugarfari og liststíl. James vinnur mikið með liti og form og útfærir viðfangsefni sín með hjálp tónlistar og hreyfingar.
James er nemandi á þriðja ári á Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á Akureyri, vann spreyverk í Listagilinu á Akureyri á Akureyrarvöku 2014 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Menntaskólanum á Akureyri vorið 2014.
Verk eftir James er að finna á Facebook-síðu hans: Cistam, James E. E.
Gallerí Ískápur er staðsettur í Samlaginu, sem er staðsett á Vinnustofum Listamanna í Portinu, Kaupvangsstræti 12 (Listasafnið), gengið inn að ofan og aftan.
-------------------
Í Útibúinu opnar sýningin "Pöddufull Praktík" eftir Samlagið.
Í Samlaginu eru: Heiðdís Hólm, Ívar Freyr og Jónína Björg.
Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!
Aðeins þennan eina dag!
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm hjá gmail.com
https://www.facebook.com/events/702516243197506
8.1.2015 | 22:29
SALT VATN SKÆRI (KYNNING)
Við viljum bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin laugardaginn 10. janúar að Kaupvangstræti 23, þar sem við opnum dyr íbúðarinnar á þessum fyrsta Gildegi ársins.
Þar munum við kynna ykkur fyrir þeirri starfsemi sem mun eiga sér stað næstu mánuði auk þess að rekja sögu og þróun SALT VATN SKÆRI síðustu fimm ára, í máli og myndum.
Við munum veita svör og bjóða upp á gosvatn úr bónus og örbylgjupopp í massavís. Vonumst til að sjá sem flesta frá 14:00 - 17:00
SALT - VATN - SKÆRI
ER HEITI Á ÓÚTGEFINNI NÓVELLU OG VÍÐÞÆTTU SAMSTARFSVERKEFNI HEKLU BJARTAR HELGADÓTTUR OG FREYJU REYNISDÓTTUR.
VERKEFNIÐ FER FRAM Í ÍBÚÐ Í LISTAGILINU Á AKUREYRI AÐ KAUPVANGSTRÆTI 23 ÞAR SEM LISTAMENNIRNIR MUNU BÚA OG STARFA Í ÞRJÁ MÁNUÐI. ÍBÚÐIN VERÐUR AÐ SÍBREYTILEGU SÝNINGARRÝMI ÞAR SEM VERKEFNIÐ SNÝR FYRST OG FREMST AÐ LISTRÆNNI TÚLKUN Á TEXTABROTUM NÓVELUNNAR SALT - VATN - SKÆRI SEM ÁÆTLUÐ ER TIL ÚTGÁFU SÍÐAR Á ÁRINU 2015.
ÍBÚÐIN MUN ÞVÍ BREYTAST STÖÐUGT TIL AÐ FANGA OG SVIÐSETJA SÖGUHEIM BÓKARINNAR OG BÝÐST ÁHORFENDUM AÐ GANGA INN Í LANDSLAG OG HUGARÁSTAND HENNAR OG UPPLIFA VERKIÐ MEÐAL ANNARS Í FORMI GJÖRNINGA, MYNDBANDSVERKA, HLJÓÐVERKA OG INNSETNINGA.
MIKIÐ VERÐUR LAGT UPP ÚR AÐ SKYNJUN ÁHORFENDA VERÐI MYNDRÆN EN ÞESS AÐ AUKI VERÐA TEXTABROT AÐGENGILEG HVERJU SINNI.
3 MÁNUÐIR - 6 OPNANIR
www.salt-water-scissors.com
https://www.facebook.com/events/1510063612616282
6.1.2015 | 21:51
,,SENN ER SÓLARLAG" í Mjólkurbúðinni
SENN ER SÓLARLAG
Sýning á teikningum KRISTINS G. JÓHANNSSONAR verður opnuð í MJÓLKURBÚÐINNI Kaupvangsstræti, laugardaginn 10. janúar kl. 14.00 . Sýningin er síðan opin tvær næstu helgar kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 25. janúar.
Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í
Bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum.
Kristinn G hefur síðan sýnt oft og víða hér á landi og erlendis. En Senn er sólarlag
Kristinn G. Jóhannsson um sýninguna:
Löngu er tilgangslaust, finnst mér, að setja á langar ræður eða skýringar á verkum þeim, sem ég sýni hverju sinni, enda ég einatt við sama heygarðshornið og málverkið lýtur sínum lögmálum og fer sínu fram hvað sem hver segir.Ég gríp því til sama ráðs og ég sé algengt er hjá meiri og minni rithöfundum og snillingum að þeir birta utan á bókum sínum dóma og umsagnir, þ.e. hvað aðrir hafa sagt um fyrri verk þeirra, ef mætti verða til glöggvunar verðandi lesendum. Sjaldan eru þar verstu umsagnirnar. Mér verður þeirra dæmi. Svo vill til að ég á í fórum mínum umfjöllun um verk sem eru einmitt af sama toga og þau sem hér ber fyrir augu. Annars vegar um brekkurnar og speglun þeirra í Pollinum og hins vegar um krítarmyndir, svarthvítar, frá fjörrum dögum.
........Mér þóttu krítarmyndir hans skemmtilegastar og verður líklega að leita til heimskreppunnar fyrir stríð til að finna hliðstæðu....... ( Jónas Guðmundsson, Tíminn 29. Okt. 1982.)
.......Krítar- og dúkristumyndir Kristins G. eru persónulegar og sannar og bera vott um mikla svartlistarhæfileika......... (Þjóðviljinn 29. Okt. 1982)
.......Kristinn málar með þunnum olíulitum og í mörgum lögum ásamt því að fara stundum með sandpappír yfir yfirborð myndanna í lokin. Þetta dregur fram textiláferð strigans og gerir myndirnar mýkri og loðnari og um leið lífrænni. Það virðist eins og Kristinn sé í mismunandi ham eftir því hvaða hluta myndarinnar hann er að vinna. Útfærslan á brekkunum gefur tilfinningu fyrir gegnheilli, andlegri og upphafinni skynjun á landinu, sem er allt að því líkamleg meðan speglunin í pollinum neðst í myndunum virðist hafa allt aðra eiginleika. Þar speglast fjörugir litir á glansandi yfirborðinu, hugmynd sem gæti vísað til ímyndunaraflsins og hins fljótandi huga gegnt hugmyndinni um upplifun líkamans. Þessi samsláttur ólíkra efnislegra yfirborða í myndunum er kannski áhugaverðari í hugmyndinni en í útfærslunni. Hins vegar eru þetta sterk persónuleg einkenni listamannsins og aðal verkanna er einmitt sú persónulega nálgun sem í þeim býr, sú sálræna dýpt, sem birtist í síendurteknu samtali listamannsins við átthagabrekkur , sem voru og eru..... (Þóra Þórisdóttir, Morgunblaðið 2006)
Kristinn G. Jóhannsson (1936). Stúdent frá MA 1956 og lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Ólafsfirði og Akureyri í tæpa fjóra áratugi. Hann stundaði listnám hjá Jónasi Jakobssyni, myndhöggvara og Hauki Stefánssyni , málara, á Akureyri, en síðar í Reykjavík og í Edinburgh College of Art. Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum . Hefur síðan sýnt oft og víða hér á landi og erlendis. En Senn er sólarlag
https://www.facebook.com/groups/289504904444621
5.1.2015 | 10:16
Elísabet Geirmundsdóttir og Habby Osk í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 10. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í mið- og austursal má sjá yfirlit á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)stöðuleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhæf alþýðulistakona sem er þekktust fyrir höggmyndir þó hún gerði einnig málverk og teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Sýningin, sem er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar, stendur til 8. mars.
Í tengslum við sýninguna verður öllum leikskólabörnum á Akureyri boðið í sérstaka heimsókn á Listasafnið til að sjá sýninguna og vinna myndverk út frá henni sem tengjast fjörunni. Laugardaginn 17. janúar býður Norðurorka til smiðju fyrir börn og fullorðna í gerð snjóskúlptúra og einnig verður í febrúar efnt til flutnings á ljóðum og lögum Elísabetar í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri.
Habby Osk býr og starfar sem myndlistarmaður í New York en hún útskrifaðist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og School of Visual Arts í New York 2009. Hún hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim.
Hugtökin stöðugleiki og jafnvægi eru megininntak sýningarinnar. Leitin að stöðugleika og jafnvægi er sífelld og síbreytileg. Eftir að stöðugleikanum og jafnvæginu er náð er einnig krefjandi að viðhalda þeim. Ástand þessara hugtaka er mjög viðkvæmt því á svipstundu geta þau breyst í andhverfu sína; óstöðugleika og ójafnvægi. Oft er það hægara sagt en gert að ná fyrra ástandi. Bæði þessi hugtök gegna mikilvægu hlutverki í víðu samhengi og á mörgum sviðum eru þau ástand sem er eftirsóknarvert að vera í. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 15 verður lokunarteiti sýningarinnar.
Listasafnið er opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is
5.1.2015 | 10:02
Fyrsti súpufundur ársins í Gilinu
Það er komið að fyrsta súpufundi ársins í Gilinu. Við hittumst fyrsta þriðjudag í mánuði og fyrsti þriðjudagur ársins er einmitt 6. janúar 2014 og það er súpa og spjall kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem vinna í Gilinu, tengjast starfseminni þar eða hafa bara áhuga á Gilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem framundan er á árinu. Til dæmis Gildag og opnanir laugardaginn 10 janúar, aðra viðburði framundan, Listasumar og hvað eina.
Sjáumst!
https://www.facebook.com/events/443828172433743