Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýningu í vestursal Listasafnsins á Akureyri

large_kristjan-petur_vefur

Laugardaginn 31. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar, Þriggja radda þögn og Rauða. Á sýningunni gefur að líta skúlptúrinn Rauða Þögn, en sú þögn hefur ferðast víða og alltaf þráð að komast inn í listasafn, og mynd af tónverki þar sem þögn er útsett fyrir píanó og selló. Vegna þess að nostra þarf við þagnir mun ásýnd verksins taka daglegum breytingum á sýningartímanum. Á lokamínútum sýningarinnar mun Kristján Pétur rjúfa þögnina með söng.

Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.

Myndlistarferill Kristjáns Péturs Sigurðssonar hófst 1984 með samsýningunni Glerá ´84. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Kristján hefur einnig gefið út fjölrit, þrjár kvæðabækur og nokkrar hljómplötur. Síðustu 10 ár var Kristján meðlimur í listsmiðjunni Populus tremula sem starfrækt var með blóma í kjallara Listasafnsins.

Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk og Brenton Alexander Smith hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Hola í vinnslu. Aðrir sýnendur eru í tímaröð: Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1378331485809622


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband