Hildur Friðriksdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

10931351_880923481929495_1061654494167432595_n

Þriðjudaginn 20. janúar kl. 17 heldur Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hin fullkomna kvenímynd. Þar mun hún fjalla um félagslega og menningarlega mótaðar hugmyndir um kvenleika og með hvaða hætti þær birtast í menningu og listum. Jafnframt ætlar Hildur að tala um listakonur sem hafa notað listsköpun til að miðla pólitískri ádeilu á útlitskröfur samtímans.

Hildur Friðriksdóttir útskrifaðist með B.A. próf í nútímafræði við HA 2013 og stundar nú meistaranám í félagsvísindum sem og diplómanám í menntunarfræðum við sama skóla.

Þetta er annar Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hildur Friðriksdóttir, Eiríkur Stephenson og Hjörleifur Hjartarson (Hundur í óskilum), Margeir Dire Sigurðsson, Pi Bartholdy, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgeirsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð og Jón Páll Eyjólfsson.

Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:

13.1. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
20.1. Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA
27.1. Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, Hundar í óskilum
3.2. Arnar Ómarsson, myndlistarmaður
10.2. Pi Bartholdy, ljósmyndari
17.2. Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24.2. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor
3.3. Elísabet Ásgeirsdóttir, myndlistarkona
10.3. Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17.3. María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
24.3. Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

http://listak.is/

https://www.facebook.com/events/900022206698208


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband