Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Styrkir KÍM 2014

group_portrait_RK_fiends_PoS-382x270

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Verkefnastyrkir eru veittir til framleiðslu verka og sýninga og útgáfu en ferðastyrkir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum. Úthlutað verður tvisvar sinnum á árinu 2014.

Tekið verður við umsóknum frá 1. mars en umsóknarfrestir á árinu 2014 eru eftirfarandi:

01.04.2014 – Verkefna- og ferðastyrkir fyrir tímabilið  1.jan – 1.júlí 2014

01.08.2014 -  Verkefna- og ferðastyrkir  fyrir tímabilið  1.júlí  - 31.des 2014

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.


Long without longing í Listhúsi, Fjallabyggð

3613063_orig

Long without longing
Sýning eftir Carissa Baktay, listamann frá Kanada.
Fimmtudaginn 27. mars 2014 | kl. 19:00-21:00

Listhús í Fjallabyggð | Ægisgötu 10, Ólafsfirði

Allir velkomnir
 
Carissa: http://www.carissabaktay.com/
 
 
 
 
Alice Liu
Listhús
+354 8449538


Kattastrófískt kynlíf í Geimdósinni

10150785_10152264858327418_510031752_n

Kattastrófískt kynlíf


óskiljanleg, skolast orð á votan sand.
Köttur ugla band
ó, hve ég þrái þig… var það það sem þú sagðir?
Með ljúfum strokum, flötum lófa, upp og niður nakinn fótlegg
hljóma eins og öldugangur, salttungufreyðandi
á fjöruborði
skilja eftir sollna fiska, leðurlíkishreistraða,
á náttborði
Undir sandinum ýlfra stríðsuglur: brjótið allar reglur!
Og ég spyr þig hvað þér finnist um vatnið á milli okkar.
Þú bleytir með því fingurna og leggur yfir augun, salt í kúlum, þekja hörund og þú heyrir mig hvísla undir glerungnum:
vanheil… get ekki meir…
og uglurnar skrifa okkur skýringu, eins og úr orðabók, því þær kunna reglur:

Vanheil
Lýsingarorð
Merking: Vönuð af heilindum, sökum
ofgnótt hugsana.
Þú hugsar, þess vegna ertu… að finna til.
Ráðlegging: Vogaðu þér að snerta eins
og Decartés, hann handlék gimsteina
með skítugum fingrum.

Og ég æpi á þær undir sandinum: Neih! Ekki meir! Blekkingar er aldrei hægt að snerta.

… þá sendirðu köttinn undir teppið. Beint í stríðið. Og við brjótum allar reglur.

- Hekla Björt Helgadóttir 2012.
_____________________________________________

Geimfarinn Freyja Reynisdóttir vinnur út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur og saman leiða þær ketti sína að fjöru. Úr verður innsetning í Dós; málverk, skúlptúr, texti & teikningar.
Í boði verða þungar veitingar og mannbjóðandi kisukex sem segir sex.

Freyja er og verður allskonar einstaklingur, síbreytilegur. http://www.freyjareynisdottir.com

Verið velkomin!
_____________________________________________________

GEIMDÓSIN, Kaupangsstræti 12. Listasafnshúsið / gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

event síðan á facebook: https://www.facebook.com/events/303754863112080/

https://www.facebook.com/geimdosin


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Berlín

IMG_20140318_215149-300x269

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, bæjarlistarmaður Akureyrar, verður með sýningu í Immanuelkirchstraße 21, Prenzlauer Berg í Berlín, föstudaginn 21. mars kl. 20. Sýningin verður í rými tengdum bar, en þar eru reglulega haldnar sýningar og menningartengdir viðburðir. Á sýningunni verða sýnd olíumálverk af andlitum. Pálína hefur dvalið í Berlín í vetur og er sýningin lítið sýnishorn af því sem hún hefur unnið á þeim tíma.


Tekatlar í Mjólkurbúðinni

1394362_10151675287467231_122610453_n

Helgina 22.-23. mars verður sýning á tekötlum úr jarðleir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Katlana gerðu þrettán konur á námskeiði hjá Sigríði Ágústsdóttur leirkerasmiði. Unnið var með hvítan og rauðan jarðleir og katlarnir mótaðir í höndum frá grunni.

Námskeiðin fóru fram í handverksmiðstöðinni Punktinum sem er lifandi og opinn staður fyrir unga sem aldna. Boðið er upp á margskonar námskeið á Punktinum og eru leirmótunarnámskeið meðal þess sem í boði er.

Opið verður laugardaginn 22. mars og sunnudaginn 23. mars frá kl. 14-17.


Starfslaun listamanna á Akureyri

t_akureyrarstofa_logo

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi átta mánaða starfslaun.

Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og Menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu kristinsoley@akureyri.is.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2014.


Samsýningin Artala Vista opnar í Sal Myndlistafélagsins

1978781_641383565933849_1028569084_n

Artala Vista

Samsýning

Salur Myndlistafélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri

Opnun laugardaginn 22.mars frá 15:00 -18:00


Næstkomandi laugardag þann 22. mars, verður gleðilegt að koma við í Gilinu á Akureyri, því þá verður slegið upp stórri samsýningu í sal Myndlistarfélagsins (Boxinu).

Heiti sýningarinnar er Artala Vista, og hópurinn sem stendur að baki sýningunni á það sameiginlegt að allir innan hans leigja sér vinnustofu í Portinu (Kaupvangsstræti 10). Starfsemin í vinnustofunum er stór og litrík og rúmar alla þætti myndlistar, en einnig tónlist, ritlist og gjörningalist og því má búast við líflegri opnun á laugardaginn. Undanfarið hefur hópurinn sameinast um að hafa vinnustofur sínar opnar og boðið gestum og gangandi upp á innlit og sýningar í rýmum sínum, en á laugardaginn ætla þau að færa sig um set og sýna í Boxinu með pompi og prakt.

Allir eru hjartanlega velkomnir í sal Myndlistarfélagsins klukkan 15:00 og njóta lista, lita og léttra veitinga.


Sýningin stendur til 30. mars og er opin laugardaga og sunnudaga frá 14-17.

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Jónína Björg Helgadóttir á netfanginu joninabh@gmail.com


Verk á sýningunni eiga:

Arnar Ari Lúðvíksson

Eiríkur Arnar Magnússon

Karólína Baldvinsdóttir

Freyja Reynisdóttir

Jónína Björg Helgadóttir

Linda Björk Óladóttir

Hekla Björt Helgadóttir

Anna Richards

Georg Óskar Giannakoudakis

Þórgnýr Inguson

Helga Sigríður Valdemarsdóttir

Hallgrímur Stefán Ingólfsson

Gunnar Rúnar Guðnason

Victor Ocares

Mekkín Ragnarsdóttir

Ólafur Sveinsson

Þorgils Gíslason

Úlfur Bragi Einarsson

Lárus H List

 

https://www.facebook.com/pages/Vinnustofurnar-%C3%AD-Portinu/541637409241799

https://www.facebook.com/events/286952854801941


Friðþjófur Helgason sýnir í Populus tremula

1549493_10152329911483081_1585748600_n

Laugardaginn 22. mars kl. 14.00 opnar Friðþjófur Helgason ljósmyndasýning­una Sement í Populus tremula. Friðþjófur er löngu landsþekktur ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Eftir hann liggja fjölmargar ljósmyndabækur og sýningar. Á þessari sýningu eru nýjar myndir sem allar eru teknar í semenstverksmiðjunni á Akranesi, sem hefur verið aflögð. Á opnun mun söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon flytja nokkur lög og kvæði.

Sýningin er einnig opin sunndudaginn 23. mars kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/140145306155706


Opnun í Deiglunni á laugardaginn - Stétt með stétt

stett_stett

Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður opnuð samsýningin Stétt með stétt í Deiglunni á Akureyri. Þar sýnir fjöldi listamanna verk sem öll eru unnin út frá gangstéttinni í Listagilinu. Hver listamaður býr til sína eigin hellu í myndverki og saman mynda þær eina stétt. Þannig samanstendur sýningin af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins.
 
Sýningin stendur til 20. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


Myndlistasýningin Manneskja framlengd og opin um helgina

manneskja

Myndlistasýningin Manneskja sem nemendur Fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri opnuðu í Deiglunni á Akureyri um síðustu helgi hefur verið framlengd og verður opin gestum og gangandi helgina 8. og 9. mars. Verkin sem til sýnis eru voru unnin í áfanga undir leiðsögn Stefáns Boulter og verður sýningin opin milli 14 og 17 bæði laugardag og sunnudag. Allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/events/278887018934692/


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband