Samsýningin Artala Vista opnar í Sal Myndlistafélagsins

1978781_641383565933849_1028569084_n

Artala Vista

Samsýning

Salur Myndlistafélagsins, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri

Opnun laugardaginn 22.mars frá 15:00 -18:00


Næstkomandi laugardag þann 22. mars, verður gleðilegt að koma við í Gilinu á Akureyri, því þá verður slegið upp stórri samsýningu í sal Myndlistarfélagsins (Boxinu).

Heiti sýningarinnar er Artala Vista, og hópurinn sem stendur að baki sýningunni á það sameiginlegt að allir innan hans leigja sér vinnustofu í Portinu (Kaupvangsstræti 10). Starfsemin í vinnustofunum er stór og litrík og rúmar alla þætti myndlistar, en einnig tónlist, ritlist og gjörningalist og því má búast við líflegri opnun á laugardaginn. Undanfarið hefur hópurinn sameinast um að hafa vinnustofur sínar opnar og boðið gestum og gangandi upp á innlit og sýningar í rýmum sínum, en á laugardaginn ætla þau að færa sig um set og sýna í Boxinu með pompi og prakt.

Allir eru hjartanlega velkomnir í sal Myndlistarfélagsins klukkan 15:00 og njóta lista, lita og léttra veitinga.


Sýningin stendur til 30. mars og er opin laugardaga og sunnudaga frá 14-17.

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Jónína Björg Helgadóttir á netfanginu joninabh@gmail.com


Verk á sýningunni eiga:

Arnar Ari Lúðvíksson

Eiríkur Arnar Magnússon

Karólína Baldvinsdóttir

Freyja Reynisdóttir

Jónína Björg Helgadóttir

Linda Björk Óladóttir

Hekla Björt Helgadóttir

Anna Richards

Georg Óskar Giannakoudakis

Þórgnýr Inguson

Helga Sigríður Valdemarsdóttir

Hallgrímur Stefán Ingólfsson

Gunnar Rúnar Guðnason

Victor Ocares

Mekkín Ragnarsdóttir

Ólafur Sveinsson

Þorgils Gíslason

Úlfur Bragi Einarsson

Lárus H List

 

https://www.facebook.com/pages/Vinnustofurnar-%C3%AD-Portinu/541637409241799

https://www.facebook.com/events/286952854801941


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband