LYSTISEMDIR í Lystigarðinum

image_1158588.jpg
 
Föstudaginn 29. júní kl. 16.00 munu fimmtán ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna LYSTISEMDIR á útisvæðinu við cafe Björk í Lystigarðinum á Akureyri
ÁLFkonur (Áhuga-Ljósmyndara-Félag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) er félagskapur kvenna sem hafa sameiginlegt áhugamál,  sem er að festa allt milli himins og jarðar á „filmu". 
Hópurinn hefur starfað saman frá hausti 2009, myndað mikið, ferðast og haldið nokkrar sýningar og er þetta sjötta samsýning hópsins. 
Sýning þessi er hluti af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri, 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og sýningunni Allt+ sem skipulögð er af Sjónlistamiðstöðinni.

Hægt er að skoða myndirnar fram til 3. sept og er sýningin opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8 - 23 alla daga. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis

Sýnendur :
Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Freyís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdoóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, ‎Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Björk Reykdal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.‎

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband