Rut Ingólfsdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

rut.jpg

Rut Ingólfsdóttir opnar sýninguna GÚBBAR í Mjólkurbúðinni Listagili á skírdag, fimmtudaginn  5.apríl kl.17 og eru allir velkomnir.


"Þetta er í fyrsta skipti sem Gúbbarnir koma til Akureyrar og þeir eru yfir sig spenntir að hitta norðlendinga "segir í tilkynningu. Rut Ingólfsdóttir leirlistakona skapar Gúbbana en Rut stundaði nám í Aarhus Kunstakademi á árunum 2004-2008 og hefur haldið bæði einka- og samsýningar víðsvegar, bæði hér heima og erlendis. 

 

Rut Ingólfsdóttir um Gúbbana:

 

Gúbbarnir eru gifsskúlptúrar búnir til úr allskyns efnivið eins og t.d trjágreinum, blöðrum, vírum, grjóti og gifsi. Gúbbarnir urðu til við Meðalfellsvatn í Kjós, fyrir mistök, ætlunin var að fara upp í bústað og búa til fugla, sem urðu svo ljótir greyin að ætlunin var að henda þeim, byrjaði að rífa þá í sundur en ákvað að taka pásu til að fá mér kaffi og klára svo málið. En þegar út var komið stóð fyrsti gúbbinn þar og bauð góðan daginn. Ég vil því meina að þeir hafi skapað sig sjálfir. Síðan þá hefur gúbbaættin stækkað og sýnt sig og séð aðra t.d í Keflavík, Reykjavík og á Ísafirði, og nú eru þeir mikið spenntir að komast norður, allir á fullu að þrífa og strauja sokkna sína...
það sem gerir þá svo einstaka er að hver og einn hefur sinn karakter, sumir feimnir, aðrir kokhraustir, sumir einbeittir, aðrir sveimhuga, hver og einn með sína sögu en allir vilja þeir veita og varðveita gleði, sem er þeirra tilgangur að eigin sögn...


Sýningin stendur aðeins yfir páskahelgina og er opið:
Skírdag, fimmtudag 5.apríl kl.17-20

Föstudaginn langa 6.apríl opið 14-20
laugardaginn 7.apríl opið 14-20
Páskadag, sunnudagur 8.apríl opið 12-15

 

Rut Ingólfsdóttir s.8461874 rutta@visir.is

 

ALLIR VELKOMNIR

Mjólkurbúðin Listagilinu á Akureyri

Dagrún s.8957173 dagrunmatt@hotmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband