"Þetta vilja börnin sjá" opnar í Ketilhúsinu

ketilhus3

Sjónlistamiðstöðin á Akureyri kynnir sýninguna Þetta vilja börnin sjá! sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14 og stendur til 27. maí nk.

 
Sýningin geymir myndskreytingar úr íslenskum barnabókum á árinu 2011 og hefur sambærileg sýning verið sett upp í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á hverju ári frá 2002. Þátttakendur í sýningunni kepptu jafnframt um íslensku myndskreyti- verðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.  Dómnefnd hefur valið eina bók og úrslit nú þegar verið kunngerð en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir myndlýsingu í bókinni HÁVAMÁL, endurort af Þórarni Eldjárn.
 
Eftirtaldir aðilar eiga verk á sýningunni: Agnieszka Nowak,  Baldur Jóhannsson, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elvar Ingi Helgason, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét E. Laxness, Óskar Jónasson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rósa Grímsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðjónsdóttir, Stella Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Þórir Karl Celin.
 
Þetta vilja börnin sjá!er farandsýning sem hóf ferð sína í Gerðubergi í janúar sl. Eftir að sýningartímanum í Ketilhúsi lýkur verður hún sett upp í Bókasafni Árborgar, Bókasafni Akraness, Sláturhúsinu, Menningarhúsinu Egilsstöðum, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Sögusetrinu Hvolsvelli og Safnahúsinu á Húsavík.
 
Ketilhúsið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17 og er aðgangur ókeypis.
 

Frekari upplýsingar um sýninguna veitir Haraldur Ingi Haraldsson verkefnisstjóri Sjónlistamiðstöðvar í s: 466 2609 / haraldur@sjonlist.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband