Teikningar eftir Arne Bellstorf á Bókasafni Háskólans á Akureyri

image-2.jpg

Baby‘s in Black
Arne Bellstorf
Bókasafn Háskólans á Akureyri

Mánudaginn 16. apríl opnaði sýning á Bókasafni Háskólans á Akureyri á teikningum úr myndasögunni Baby‘s in Black eftir þýska myndasöguhöfundinn Arne Bellstorf.
Sýningin samanstendur af myndum úr fyrsta kafla bókarinnar. Sagan, sem er ævisöguleg, gerist í Hamborg við upphaf sjöunda áratugarins. Hún fjallar um kynni þýska ljósmyndarans Astrid Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Verkið lýsir sambandi þeirra jafnframt því að draga upp mynd af lífi ungmenna í Hamborg á þessum tíma. Sagan segir frá trúlofun þeirra og sambúð allt til sviplegs dauða Sutcliffes í apríl 1962. Nafn bókarinnar er dregið af lagi sem John Lennon og Paul MacCartney sömdu, að því er segir, um Astrid í kjölfar dauða Stuarts.
Bókin byggir á samtölum Bellstorfs við Astrid Kirchherr, sem býr enn í Hamborg.
Arne Bellstorf, fæddur 1979, er myndasöguhöfundur, grafískur hönnuður og rithöfundur. Myndirnar á sýningunni  eru á þýsku en ensk þýðing kom út 2010.
Sýningin er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.
Sýningin stendur til 18. maí og er opin mánudaga og miðvikudaga frá kl. 8.00 – 16.00 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00.

Bókasafn Háskólans á Akureyri
v/Norðurslóð
600 Akureyri
sími 460 8060 / 460 8050
fax 460 8994
e-mail bsha@unak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband