Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

"Þetta vilja börnin sjá" opnar í Ketilhúsinu

ketilhus3

Sjónlistamiðstöðin á Akureyri kynnir sýninguna Þetta vilja börnin sjá! sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14 og stendur til 27. maí nk.

 
Sýningin geymir myndskreytingar úr íslenskum barnabókum á árinu 2011 og hefur sambærileg sýning verið sett upp í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á hverju ári frá 2002. Þátttakendur í sýningunni kepptu jafnframt um íslensku myndskreyti- verðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.  Dómnefnd hefur valið eina bók og úrslit nú þegar verið kunngerð en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir myndlýsingu í bókinni HÁVAMÁL, endurort af Þórarni Eldjárn.
 
Eftirtaldir aðilar eiga verk á sýningunni: Agnieszka Nowak,  Baldur Jóhannsson, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elvar Ingi Helgason, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét E. Laxness, Óskar Jónasson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rósa Grímsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðjónsdóttir, Stella Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Þórir Karl Celin.
 
Þetta vilja börnin sjá!er farandsýning sem hóf ferð sína í Gerðubergi í janúar sl. Eftir að sýningartímanum í Ketilhúsi lýkur verður hún sett upp í Bókasafni Árborgar, Bókasafni Akraness, Sláturhúsinu, Menningarhúsinu Egilsstöðum, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Sögusetrinu Hvolsvelli og Safnahúsinu á Húsavík.
 
Ketilhúsið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17 og er aðgangur ókeypis.
 

Frekari upplýsingar um sýninguna veitir Haraldur Ingi Haraldsson verkefnisstjóri Sjónlistamiðstöðvar í s: 466 2609 / haraldur@sjonlist.is


Teikningar eftir Arne Bellstorf á Bókasafni Háskólans á Akureyri

image-2.jpg

Baby‘s in Black
Arne Bellstorf
Bókasafn Háskólans á Akureyri

Mánudaginn 16. apríl opnaði sýning á Bókasafni Háskólans á Akureyri á teikningum úr myndasögunni Baby‘s in Black eftir þýska myndasöguhöfundinn Arne Bellstorf.
Sýningin samanstendur af myndum úr fyrsta kafla bókarinnar. Sagan, sem er ævisöguleg, gerist í Hamborg við upphaf sjöunda áratugarins. Hún fjallar um kynni þýska ljósmyndarans Astrid Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Verkið lýsir sambandi þeirra jafnframt því að draga upp mynd af lífi ungmenna í Hamborg á þessum tíma. Sagan segir frá trúlofun þeirra og sambúð allt til sviplegs dauða Sutcliffes í apríl 1962. Nafn bókarinnar er dregið af lagi sem John Lennon og Paul MacCartney sömdu, að því er segir, um Astrid í kjölfar dauða Stuarts.
Bókin byggir á samtölum Bellstorfs við Astrid Kirchherr, sem býr enn í Hamborg.
Arne Bellstorf, fæddur 1979, er myndasöguhöfundur, grafískur hönnuður og rithöfundur. Myndirnar á sýningunni  eru á þýsku en ensk þýðing kom út 2010.
Sýningin er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.
Sýningin stendur til 18. maí og er opin mánudaga og miðvikudaga frá kl. 8.00 – 16.00 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00.

Bókasafn Háskólans á Akureyri
v/Norðurslóð
600 Akureyri
sími 460 8060 / 460 8050
fax 460 8994
e-mail bsha@unak.is


Guðrún Pálína sýnir í Populus Tremula

img_0369.jpg

Sýningin Móðurást opnar í Populus Tremula laugardaginn 21. apríl kl. 14-17. Opið er á sama tíma á sunnudeginum 22. aprí­l.

Móðurástin (þörfin fyrir að vernda og næra afkvæmi sín þar til þau verða sjálfbjarga) og kynhvötin (að fjölga sér og viðhalda kynstofninum) ásamt því að afla sér fæðu eru sterkustu hvatir manns og dýra. Jörðin oft nefnd “Móðir jörð”er sameiginlegur bústaður okkar. Hvernig við umgöngumst hana hefur ekki bara áhrif á okkur sjálf heldur komandi kynslóðir og allt vistkerfið.
Titill sýningarinnar “Móðurást” er tvíþættur, annars vegar vísar hann til umönnunar afkvæmanna og hins vegar til sömu kennda sem mannkynið ætti að hafa til jarðarinnar.
Guðrún Pálína skoðar hér formæður/feður sína í móðurmóðurlegg  til og með 8. kynslóðar. Vill hún með því varpa ljósi á góða umgengni þeirra við umhverfið og afkvæmin og hvernig maður fram af manni þarf að gera hvoru tveggja til að viðhalda lífinu. Í dag lifum við í samfélagi ofgnóttar og alsnægta á þann hátt sem formæður/feður okkar gátu ekki látið sig dreyma um. Sem dæmi um stöðu nútíma konunnar andstætt horfnum kynslóðum formæðra bendir Guðrún Pálína á að hún hafi um ævina átt fleiri kjóla og pils en allar þær formæður samanlagt sem myndgerðar eru á sýningunni. Er það einn af mörgum þáttum sem táknrænn er fyrir þá breytingu sem orðið hefur á lífsháttunum síðustu áratungina.
Í dag búum við og lifum í meiri alsnægtum en kynslóðir þeirra sem myndgerðir eru á sýningunni gátu látið sig dreyma um.

Sýningin samanstendur af bókverki og seríu akrylmynda á pappír. Þar eru dregnar upp myndskissur sem minna á grímur af fornum kynslóðum Guðrúnar Pálínu til og með 8. ættliðar frá móðurömmu hennar. Hver einstaklingur er myndgerður eftir tilfinningu listakonunnar en ekki út frá ljósmyndum eða mannlýsingum.


Guðrún Pálína er fædd og búsett á Akureyri.
Hún nam myndlist í Svíþjóð (KV-listaskólinn í Gautaborg) og í Hollandi (AKI í Enschede og Jan van Eyck akademían í Maastricht).

Gudr%25C3%25BAn-P%25C3%25A1lina-web


Útskriftarnemar VMA sýna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

poster_vma_sy_769_ning_fine-01.jpg

Föstudaginn 20. apríl munu nemendur á Listnámsbraut Verkmenntaskólanns à Akureyri opna sýninguna "Áfangi" í Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem þau munu sýna lokaverkefni sín.

Sýningin opnar kl. 20:00 á föstudag og verður hún opin aðeins þessa einu helgi, laugardag og sunnudag (21/22)  milli 14:00 - 17:00.

Þetta er 1. samsýning 17 manna hóps á Myndlistarkjörsviði og Textílkjörsviði.

Frekari upplýsingar veitir Aldís Dagmar Erlingsdóttir, aldis@mannheimar.is sími: 7751554


Jónborg Stórborg í Mjólkurbúðinni, Listagili

img_3283.jpg

Jónborg (Jonna) Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Jónborg Stórborg í Mjólkurbúðinni Listagili laugardaginn 21.apríl kl.15.
 
Á sýningunni Jónborg Stórborg sýnir Jónborg akrylmálverk og er viðfangsefnið fjallið Súlur. Fjallið Súlur gnæfir yfir Akureyri og setur tignarlegan svip á landslagið þar.
 
Jónborg (Jonna) er fædd 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 og lærði fatahönnun í Danmörku og útskrifaðist þaðan um vetur 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Jonna hefur unnið með margvísleg efni í listsköpun sinni og að þessu sinni málar Jónborg með akrýl á striga.
 
Sýningin Jónborg Stórborg stendur til 29.apríl og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl.15-18 meðan sýningin Jónborg Stórborg prýðir salinn.
 
Jónborg Sigurðardóttir jonborg@simnet.is
Mjólkurbúðin dagrunmatt@hotmail.com
Mjólkurbúðin er á facebook - Vertu vinur

photo_on_2011-11-19_at_12_06.jpg


Arna Valsdóttir sýnir í Gerðubergi

image-1_1146362.jpg


Arna Valsdóttir sýnir í Gerðubergi - verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 14. apríl kl. 14.


Margrét Baldursdóttir
Verkefnastjóri
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Gerðubergi 3-5
111 Reykjavík
www.gerduberg.is
Sími: 575 7717


HÖFUÐVERK í Gallerí Boxi

image_1146327.jpg

Samsýningarhópurinn HÖFUÐVERK opnar sýninguna “Til minnis” í Gallerí Boxi listagili, laugardaginn 14 apríl kl 15.

â€¨â€¨Í áreiti og hraða nútímans er gott að staldrað við og hugleiða hvað skiptir mann máli, ylja sér við minningar, ilm blóma, lífið, arf forfeðra, barnið í sjálfum sér og hvað við höfum það í raun og veru gott á margan hátt, þó stutt sé í deilur, dægurþras, fordóma og fáfengileika þeirra.


Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins „Höfuðverk“ þeir sem sýna að þessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir,
Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir (Krumma),
Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir og
Gulla Sigurðardóttir
Höfuðverk er  hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, allar hafa þær haldið einkasýningar en þetta er í Þriðja sinn sem hópurinn sýnir saman.
Þema sýningarinnar er um hluti eða minningar sem skiptir hverja og eina máli og nálgast myndlistarkonurnar viðfangsefnið hver á sinn hátt.


Birgir Sigurðsson sýnir í Pop­ulus Tremula

Birgir-Sig-p%25C3%25A1skar-2012-web

JÖRÐ ÁN HREYFINGAR
BIRGIR SIGURÐSSON
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna Jörð án hreyfingar í Pop­ulus Tremula.

Sýnir Birgir þar ljósinnsetningu þar sem unnið er með þá gömlu staðhæfingu að jörin sé flöt.

Opið út páskahelgina kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Rut Ingólfsdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

rut.jpg

Rut Ingólfsdóttir opnar sýninguna GÚBBAR í Mjólkurbúðinni Listagili á skírdag, fimmtudaginn  5.apríl kl.17 og eru allir velkomnir.


"Þetta er í fyrsta skipti sem Gúbbarnir koma til Akureyrar og þeir eru yfir sig spenntir að hitta norðlendinga "segir í tilkynningu. Rut Ingólfsdóttir leirlistakona skapar Gúbbana en Rut stundaði nám í Aarhus Kunstakademi á árunum 2004-2008 og hefur haldið bæði einka- og samsýningar víðsvegar, bæði hér heima og erlendis. 

 

Rut Ingólfsdóttir um Gúbbana:

 

Gúbbarnir eru gifsskúlptúrar búnir til úr allskyns efnivið eins og t.d trjágreinum, blöðrum, vírum, grjóti og gifsi. Gúbbarnir urðu til við Meðalfellsvatn í Kjós, fyrir mistök, ætlunin var að fara upp í bústað og búa til fugla, sem urðu svo ljótir greyin að ætlunin var að henda þeim, byrjaði að rífa þá í sundur en ákvað að taka pásu til að fá mér kaffi og klára svo málið. En þegar út var komið stóð fyrsti gúbbinn þar og bauð góðan daginn. Ég vil því meina að þeir hafi skapað sig sjálfir. Síðan þá hefur gúbbaættin stækkað og sýnt sig og séð aðra t.d í Keflavík, Reykjavík og á Ísafirði, og nú eru þeir mikið spenntir að komast norður, allir á fullu að þrífa og strauja sokkna sína...
það sem gerir þá svo einstaka er að hver og einn hefur sinn karakter, sumir feimnir, aðrir kokhraustir, sumir einbeittir, aðrir sveimhuga, hver og einn með sína sögu en allir vilja þeir veita og varðveita gleði, sem er þeirra tilgangur að eigin sögn...


Sýningin stendur aðeins yfir páskahelgina og er opið:
Skírdag, fimmtudag 5.apríl kl.17-20

Föstudaginn langa 6.apríl opið 14-20
laugardaginn 7.apríl opið 14-20
Páskadag, sunnudagur 8.apríl opið 12-15

 

Rut Ingólfsdóttir s.8461874 rutta@visir.is

 

ALLIR VELKOMNIR

Mjólkurbúðin Listagilinu á Akureyri

Dagrún s.8957173 dagrunmatt@hotmail.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband