Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fyrirlestur um forvörslu á Byggðasafni Dalvíkur

Sunnudaginn 20. júlí klukkan 14:00 gefst gestum Byggðasafnsins Hvolls á Dalvík kostur á að fræðast um forvörslu. Nathalie Jaqueminet, fagstjóri forvörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands, mun segja frá forvörslu predikunarstóls Urðakirkju. Farið verður í kirkjuna til að skoða gripinn að fyrirlestrinum loknum. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Byggðasafn Dalvíkur.

Ljósmyndasýningu Höddu, Guðrúnar H. Bjarnadóttur, í Deiglunni líkur 20. júlí

Ljósmyndasýning Höddu, Guðrúnar H. Bjarnadóttur stendur yfir í Deiglunni á Akureyri og líkur 20. júlí.

Nafnið 2 x Mývatnssveit kom til af því að eitt sinn fékk ég í heimsókn vinkonu að sunnan og stakk ég upp á því að bjóða henni í Mývatnssveit í dásamlegu veðri. Nei, sagði hún, ég er búin að fara þangað. Hún þurfti sem sagt ekki að fara 2 x í Mývatnssveit. Mig dettur þetta alltaf í hug þegar ég fer enn eina ferðina enn í Mývatnssveit, því ég kemst aldrei 2 x í Mývatnsveit, því hún er aldrei eins.

http://laufashopurinn.akmus.is


Guðbjörg Ringsted sýnir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

getfile

Myndlistarkonan Guðbjörg Ringsted opnaði sýningu á málverkum sínum í Bryggjusal Edinborgarhússins á laugardag. Þetta er fyrsta sýning Guðbjargar á Ísafirði í áratug. Á sýningunni eru sýnd ný málverk sem hún hefur unnið að upp á síðkastið en áður hefur hún aðallega fengist við grafíkverk. Guðbjörg var viðstödd opnunina ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Þór Júlíussyni alþingismanni og fyrrum bæjarstjóra Ísafjarðar.

Af fréttavef BB


Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

greenlogoMUGGUR

Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum.

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. september 2008.

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa nýverið stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma. Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna: Myndlistarsýningar, vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði, annars myndlistarverkefnis

Ferðasjóður Muggs er sjóður sem Samband íslenskra myndlistarmanna, Höfuðborgarstofa og Icelandair hafa stofnað til þess að styrkja ferðir myndlistarmanna sem eru fullgildir félagar í SÍM. Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg, auk þess er skilyrði að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
 
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. október 2008 til 31. mars 2009.  Úthlutun fer fram í september 2008.

Til að geta fengið úthlutun úr Muggi og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun. Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.

Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram. Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar. Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.  Ef sótt er um styrk fyrir fleira en eitt verkefni, skal fylla út sér eyðublað fyrir hvort verkefnið fyrir sig.

Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM,netfang: sim@simnet.is, og í síma 551 1346.

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. september 2008, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.

 


Gjörningaklúbburinn opnar sýningu í Safnasafninu

ilc2 Laugardaginn 12. júlí kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum Gjörningaklúbbsins í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og um kvöldið haldin grillveisla með gítarspili, sögn og gleði í garðinum norðan við lækinn.

Gjörningaklúbburinn er hópur þriggja listakvenna sem samanstendur af þeim Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur. Samstarf þeirra hófst í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þaðan sem þær útskrifuðust 1996. Á árunum 1996 - 1999 lögðu þær stund á framhaldsnám við eftirfarandi háskólum: Eirún í Hochschule der Künste í Berlin, Jóní í det Kongelige danske kunstakademi í Kaupmannahöfn og Sigrún í Pratt Institute í New York.

Verkin á sýningunni í Safnasafninu eru sprottin frá hugmyndinni um hlutverk konunnar sem gestgjafa í gegnum aldirnar; að veita skjól og skapa rými fyrir hugmyndir að vaxa, rými þar sem samskipti manna í millum eiga sér stað. Þau fjalla líka um kynferði, kvenlíkamann, hugmyndir um undirgefni, sjálfstæði, sjálfsímynd, fjötra og frelsi, einnig um mikilvægi þess að taka gestum fagnandi sem bera með sér nýjar hugmyndir og nýja siði. Eina leiðin til þess að lifa af er að hafa fúsleika til þess að þiggja það sem manni er gefið og gefa á móti. Samskipti manna verða að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Verkin tengja sig einnig sterklega við hina einu sönnu gestrisni sem ríkir á hverju sveitaheimili, rómantík og gleði.
 
Gjörningaklúbburinn á glæsilegan sýningarferil að baki og hefur sýnt verk sín á yfir 200 sýningum bæði hér heima og erlendis. Undir nafninu The Icelandic Love Corporation hafa þær flutt gjörninga og tekið þátt í sýningum meðal annars í New York, Berlín, London, Kaupmannahöfn, Ósló, San Fransisco, Helsinki, Varsjá og Tókýó. Gjörningaklúbburinn hefur vakið verðskuldaða athygli og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir framsækin og margræð verk sín. Verkin hafa oft yfir sér glaðværð og glæsileika sem er ofinn saman við þyngri undirtón. Þær sækja gjarnan í brunn alþýðulistar og handverks og trúa því að ástin muni á endanum sigra, enda tengjast hugmyndir þeirra gjarnan samskiptum kynja, manna og náttúru.


Anna – Katharina Mields í gestavinnustofu Gilfélagsins

2_bag_597346.jpgAnna – Katharina Mields is currently undertaking a one-month residency in the guest studio of the Gil society in akureyri.

During her stay she will show at gallery DaLí (opening 19.07. 'Sibille') and for a weekend at gallery deiglan (25.07. -27.07.) a collaboration between her and the Berlin based artist Linda Franke will be shown.

Anna Mields recent work deals with association themes of still life tradition and hyperreality. She is using simple ways of reproduction as a starting point and plays with moments and aesthetics of exaggerated reality. Often presented or displayed on structures like furniture or architectural elements a banal object (often food) becomes a character or fetish in its appearance.
In her work display and object are even parts of the sculptural sign. There she constructs associations around the everyday object of the domestic space and the disregarded object in the public space.

Deliberately Mields is constructing moments when controlled or constrained actions happen to those chosen objects. Through this a state of mind is projected onto them and the object is loaded up with meaning and value. Almost too weak to carry its given weight associations are changed and meaning is shifting.

Either captured with the camera or forced into the stillness of a sculptural state, the object itself is then trapped in its narcissistic cycle.

Within the video everyday food products occur alienated from its usual appearance and there specific movement is created through a reformative act. Within those situations the former disregarded object gains meaning signifying different conditions of the human body.

Things fall. Things are thrown. Cucumber, onion, shoes, flour…

According to Heidegger, we are 'thrown' into the world: it exists before our appearance, it did not invite us. We do not invent our being; we enter into being that is always already present in the world. What enters here the outside world is foodstuff. It flies out and just the sound reminds us of the fatal impact on the ground. (Video loop foreign body sensation, 2006)

In the video 'Falling Lettuce', architectural elements control and direct the movement of the organic shape of a lettuce head. The lettuce head rolls, falls, and gets smashed on top of a perfect, shiny white staircase: a staircase to heaven just populated by lettuce, rhythmically and repetitively falling down. Is it a kitchen surface? Why is lettuce falling? Is it a rolling head?

Alienated and fragmentary appears the Everyday object in Mields work and through this she generates humorous and absurd questions. The mysticism is hidden but always encouraging and playing with associations to the human body.

Mields is interested in the subtle mysticism in Icelanders everyday life, which stands in a crass contrast to the present state of Hi-tech industry and tourism on their island.
I am coming Iceland!


Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur opnar sýningu í Safnasafninu

kindur

 

Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 verður opnuð ný sýning á verkum 
Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í 
Eyjafirði, en safnið bauð henni að hafa tvær sýningar í röð til að 
kynna verk hennar með markvissari hætti en áður hefur verið gert, og 
hefur hún þetta að segja um verk sín og sýningarhald:

"Undanfarin ár hef ég undirbúið sýningu eða uppákomu sem ber 
yfirskriftina Réttardagur. Þessi töfrum líki dagur þegar fé er safnað 
af fjalli og rekið í réttir, er upphaf nýs tímabils, menning og 
allsnægtir. Verkefnið á uppruna sinn í nánasta umhverfi, því ég bý 20 
metra frá Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyjafirði
Ég er alin upp á Siglufirði þar sem afasystir mín og maðurinn hennar 
stunduðu fjárbúskap á túninu heima. Við bjuggum ofarlega í bænum, 
hærra en kirkjan, uppi við fjallsrætur. Sem barn fékk ég að hjálpa 
til við þau störf sem fylgja búskapnum, ýmist úti eða inni
Síðan þá hafði ég hvorki hugsað sérstaklega um kindur né búskap fyrr 
en ég flutti nánast í réttina. Þá fann ég hvað æskuminningarnar sóttu 
á mig og ég upplifði réttir og sveitalíf á alveg nýjan máta - 
merkilegt hvað fjárbúskapurinn á sér sterkar rætur í þjóðarsál 
Íslendinga, því að innan um alla nýsköpun heldur sauðkindin velli
Ég hef í huga að smíða nokkur hundruð kindur, hesta, hunda og menn 
inn í réttina sem stendur við húshornið hjá mér. Síðar mun sú sýning 
skiptast í minni einingar eða, eftir því sem árin líða, stærri, og þá 
í samræmi við þá sýningarstaði sem hýsa verkin. Ég held áfram að 
smíða skúlptúra eða vinna annars konar verk inn í verkefnið á næstu 
fimm árum. Þannig bætist nýtt við hverja sýningu, sem vonandi þróast 
og leiðir mig í óvæntar áttir. Einnig mun samstarf við aðra listamenn 
setja svip sinn á réttardaginn, einkum þá sem fjalla um sauðkindina í 
verkum sínum.

Á síðari sýningu minni í Safnasafninu verða tveir gestalistamenn, 
Mirjam Blekkenhorst með hljóðverk og Níels Hafstein með myndaröð um 
skilningarvit lambsins."

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur vakið æ meiri athygli á síðari 
árum, verk hennar eru formsterk og áleitin, lýsa ákveðnum 
persónueinkennum, túlka svipbrigði og stöður, falla inn í 
fjölbreytileg rými og eru óður til náttúrunnar og fagurs mannlífs.


Styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri

myndlistaskolinn.jpg

Styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri vegna brunans þann 27. júní síðastliðinn.
 

Dagskráin:

8.júlí kl: 16:00-18:00  Þögult uppboð á myndlistaverkum hefst.

9.júlí kl. 9-18:00 þögult uppboð opið

10.júlí  kl. 9-20Þögult uppboð opið          

 

10.júlí                        Styrktarsónleikar

                        Húsið opnar kl. 20:00

                        Dagskrá hefst kl. 20:30

                        Framhalds uppboð á verkum til að ná hæsta verðinu…

                        Nýir eigendur verkanna geta nálgast verkin.

                        Aðgangseyrir: 2000,-                      

                        Kynnir kvöldsins : Júlli Júll…

 

Uppboð á verkum eftir eftirtalda:

Jónas Viðar

Hlynur Hallsson

Rannveig Helgadóttir

Stefán Boulder

Lína

Dagrún

Inga Björk

Sveinka

Bogga

Áströlsku konuna

Ása Óla

Linda Björk

Kaffimálari

Margeir

 
Tónlist:

Hvanndalsbræður

Hundur í óskilum

Pálmi Gunnars (og co.)

(pönk)listamaðurinn Blái Hnefinn/Gwendr-

Silja, Rósa og Axel

Krumma

Og jafnvel fleiri…

 
Styrktaraðilar:

Marína, Hljóðkerfa og ljósaleiga Akureyrar, Vífilfell, Voice, Stíll, N4, tónlista.- og listamenn, fyrrum og núverandi nemendur Myndlistaskólans á Akureyri og velunnarar.

 
Þögult uppboð fer þannig fram að myndlistaverkin eru til sýnis á Marína á uppgefnum tímum. Fólk getur skoðað og fræðst um listamanninn og verkin.

Ef fólk vill bjóða í verkið skráir það sig á sérstakt blað og fær númer, síðan skrifar það númer og upphæð á annað blað og setur í bauk sem er við verkið.

Á styrktartónleikunum á að reyna að ná upp hærra verði fyrir verkin með venjulegu uppboði og ef það næst fær sjá aðili verkið annars er hæsta boði í þögla uppboðinu tekið.  Myndlistarverkin eru merkt með lámarksboðsverði.

 
Opnaður hafur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn

frjáls framlög til söfnunarinnar.

 

Kt. 550978-0409 

0565-14-400044



Kær kveðja fyrir hönd fyrrum og núverandi nemenda Myndlistarskólans á Akureyri og velunnurum...
__________________________________
Margrét Ingibjörg Lindquist


GÁRUR Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Ármanns í Listasafninu á Akureyri

laa.jpg

Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri er helguð yfirliti á verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 5. júlí og stendur til loka ágústmánaðar. Guðmundur hefur starfað við myndlist og kennslu síðastliðna fjóra áratugi og verið mikilvirkur í félags- og baráttumálum myndlistarmanna. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1967 og Valand-listaháskólann í Gautaborg með MA-gráðu frá grafíkdeild árið 1972, flutti Guðmundur norður um haustið fyrir áeggjan Harðar Ágústssonar sem vildi að hann tæki að sér að leiða hið nýstofnaða Myndlistarfélag Akureyrar til vegs og virðingar, en þá um mundir skorti sárlega kennara. Guðmundur lét strax að sér kveða sem einn fyrsti gagnmenntaði myndlistarmaður norðurlands. Jónas Jakobsson og Haukur Stefánsson höfðu rutt veginn ásamt Kristni G. Jóhannssyni. Haukur stofnaði Félag frístundamálara árið 1947 sem bauð upp á kennslu í málun og skúlptúr í höndum Jónasar uns það fjaraði út í byrjun sjöunda áratugarins.

Myndlistafélagið varð vísirinn að Myndlistaskólanum á Akureyri þótt Guðmundur tæki sínar föggur um hríð inn í Slippinn milli þess sem hann boðaði hið Marxíska fagnaðarerindi, sem hann hélt rækilega aðskildu frá almennri fagurfræði sem honum fannst ekkert eiga skylt við bættan hag fjöldans. Fyrir hans tilstuðlan hófust aftur fyrsta maí göngur eftir langt hlé í þessu stóra iðnverkasamfélagi. Hann lagðist einnig hart gegn veru Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hernaðarbrölti þeirra í Víetnam. Þá gerðist hann liðhlaupi í hugum þeirra sem vilja hafa hlutina klippa og skorna og stofnaði árið 1975 Teiknihönnun KG (Kristjáns Steingrímssonar myndlistarmanns og Guðmundar Ármanns) sem síðar varð að Teiknistofunni Stíl. Myndlist hans og baráttumál leyna sér ekki fram undir lok áttunda áratugarins þegar hann segir skilið við afdráttarlausa samfélagstúlkun sína og við kveður nýr tónn; náttúra, fagurfræði, skeljar, gárur, tímaleysi. Guðmundur var kennari við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1986 til 2000 þegar hann sneri sér að kennslu við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðmundur er einn af stofnendum Gilfélagsins og átti ekki hvað minnstan þátt í því að Listagilið og Listasafnið á Akureyri komust á fót árið 1993 og þeim harða straumi frambærilegra myndlistarmanna norðan heiða sem runnið hafa um menningarfarvegi landsins í seinni tíð. Guðmundur er blessunarlega ekki nein opinber brimalda, hvað þá gárungur, en vissulega orsakavaldur margra gára á bakvið öldurót okkar tíma. Aldrei er ein báran stök og safnast þegar saman kemur. Hann er málarinn sem kann þá list að kenna. Áhrifavaldur og spegill hræringanna sem virðist nú alfarið vísa inn á við.

Það er með stolti og ánægju sem Listasafnið á Akureyri setur upp þessa sýningu á verkum Guðmundar, sem er aðallega helguð nýlegum málverkum hans og þrykkmyndum en varpar einnig ljósi á vítt umfang listamannsferils hans í rúmlega fjörutíu og fimm ár. Enda þótt lífsstarf hans samanstandi af hlutbundnum teikningum, hlutlægum og hálf-abstrakt landslagsmálverkum, dúkristum og tréþrykksmyndum, var það framan af tilgangurinn, fremur en formið, sem var driffjöðrin í listsköpun hans. Félagsraunsæislegar þrykksmyndir hans og málverk frá síðari hluta sjöunda áratugarins og þeim áttunda – stemmningar úr Slippnum og vefnaðarverksmiðjum, myndir af verkafólki í vígaham – gerðu það að verkum að hann þótti vafasamur meðal rótgróinna borgara á Akureyri. Slíkum mönnum ætti að halda í hæfilegri fjarlægð frá nemendum. Guðmundur hvikaði þó hvergi frá því markmiði sínu að færa alþýðunni listina og var í fylkingarbrjósti vaxandi hreyfingar fólks sem vildi telja bæjaryfirvöld á það að styrkja og leggja meiri fjármuni í þetta ólgandi listalíf, ekki síður en listmenntun.

En Guðmundur hefur einnig haldið áfram að huga að listamannsferli sínum og sýnt verk sín á Íslandi, í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. Þótt kröfurnar sem kennslan gerir hafi haft áhrif á svigrúm hans til að láta ljós sitt skína, hefur hann engu að síður af ákafri listamannsástríðu framþróað listrænar aðferðir sínar. Á níunda áratugnum dró félagsraunsæið sig í hlé og í stað þess tók hann í verkum sínum að kanna samræmi lita og skynbragð sitt á listrænt og tilfinningaríkt frelsi. Guðmundur hefur aldrei takmarkað sig við einn miðil, heldur málað með olíu á striga, oft með litarefnum sem eiga rætur að rekja til þess landslags sem hann málar; hann hefur líka haldið áfram með hlutlægu dúkristurnar sem hann er kannski hvað þekktastur fyrir. Margbreytileiki þess sem hann tekst á við, hinar mörgu listrænu aðferðir og miðlarnir allir hafa þó engan veginn svipt verk hans dýpt sinni.

Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út 150 síðna bók um listferil Guðmundar sem í rita m.a. Kristján Kristjánsson heimspekingur og listfræðingurinn Shauna Laurel Jones, sem segir að ígrunduð rannsókn Guðmundar á burðarþoli og takmörkunum hinna ýmsu miðla hafi gert honum kleift að nýta efniviðinn vel og slípa sínar ólíku listrænu aðferðir. Á nýliðnum árum hefur Guðmundur tekið að huga grannt að hinu formfasta hugtaki um rammann; ef hugsað er í hugtökum er raunar erfitt að ramma inn allt hans starf á sviði listarinnar með einstökum merkimiðum fyrir stefnur og stíla – en þannig kýs Guðmundur greinilega að hafa það.

Guðmundi er fullljóst að hann hefur oft og iðulega gengið gegn stefnum og straumum í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis; þetta hefur þó ekki verið ætlunarverk hans. Fyrst og fremst hefur hann staðið vörð um heilindi sín sem einstaklingur og listamaður, ómetanlegt hlutverk sitt sem kennari og þá trú sína að það sé nauðsynlegt að næra þann mikla áhuga á listum sem íbúar á Akureyri hafa ræktað með sér á undanförnum áratugum. Enda þótt Reykjavík hafi löngum togað til sín listrænt og vitsmunalegt starf, hefur Guðmundur Ármann Sigurjónsson ötullega lagt krafta sína í að Akureyri þróist á þá lund að bærinn verði réttnefnd menningarmiðstöð upp á sitt eindæmi.

Þess má að lokum geta að í framhaldi af þessu yfirliti á verkum Guðmundar í Listasafninu á Akureyri verða settar upp sýningar með honum í Turpentine galleríinu í Reykjavík í júlí 2008 og í Norræna húsinu í Færeyjum sama ár um haustið. Það mun því halda áfram að gára um G.Ármann, eins og hann áritar myndir sínar, um ókomna tíð.

Sýningin stendur frá 5. júlí til 24. ágúst. Opið er alla daga nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 400. Ókeypis á fimmtudögum. Norðurorka er aðalstyrktaraðili sýningarinnar. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, í síma 899-3386. Netfang: hannes@art.is.


Vilhelm Anton Jónsson opnar sýningu á Café Karólínu á laugardag

pennateikn_klofast_590983.jpg

Vilhelm Anton Jónsson


Samfélag í svörtu bleki
 

05.07.08 - 01.08.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.

Vilhelmsýnir að þessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlaðnarsvörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólkmisjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn áborð við Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.

Lítil sagaeða aðstöðu-lýsing er skrifuð inná hverja mynd. Í myndunum lýsirVilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring umaldamótin 1800 þó að efnið eigi við í dag. Með því færir hann okkur frásamtímanum og gefur okkur færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hannog gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra.

Tölusettar eftirprentanir verða til sölu.
Hver mynd er aðeins gerð í þremur eintökum.

Vilhelmer starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmtaeinkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur með hljómsveitsinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóruverkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, sem hanngefur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaðurlistamaður.

Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.

Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:


02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason
 

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband