Vilhelm Anton Jónsson opnar sýningu á Café Karólínu á laugardag

pennateikn_klofast_590983.jpg

Vilhelm Anton Jónsson


Samfélag í svörtu bleki
 

05.07.08 - 01.08.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.

Vilhelmsýnir að þessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlaðnarsvörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólkmisjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn áborð við Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.

Lítil sagaeða aðstöðu-lýsing er skrifuð inná hverja mynd. Í myndunum lýsirVilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring umaldamótin 1800 þó að efnið eigi við í dag. Með því færir hann okkur frásamtímanum og gefur okkur færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hannog gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra.

Tölusettar eftirprentanir verða til sölu.
Hver mynd er aðeins gerð í þremur eintökum.

Vilhelmer starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmtaeinkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur með hljómsveitsinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóruverkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, sem hanngefur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaðurlistamaður.

Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.

Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:


02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason
 

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband