Færsluflokkur: Lífstíll
22.3.2009 | 09:24
Anna Gunnarsdóttir sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri
Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna MIKADO á Bókasafni Háskólans á Akureyri,
laugardaginn 21. mars kl: 13:00. Sýningin stendur til 4. maí 2009.
Anna Gunnarsdóttir lærði textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa
sótt fjölda námskeiða um textíl. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við
vinnslu á þæfðri ull og textíl.
Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum.
Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem
leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni tengjast á einn eða annan
hátt við textíl. Þetta eru pappahólkar sem lokið hafa hlutverki sínu sem
vafningshólkar fyrir textílefnin og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á
vegg. Þetta er leikur listamannsins með mikado.
Anna er annar eigandi gallerísins Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Hún hefur að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlaun
og viðurkenningar fyrir verk sín. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar
árið 2008.
Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á
laugardögum.
Allir eru velkomnir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 23:07
Margeir Dire Sigurðason sýnir á VeggVerki
VeggVerk Kynnir
MARGEIR DIRE SIGURÐARSON
14.03.2009 - 10.05.2009
Absorbism.
Verkið er unnið með blandaðri tækni sem ég er enn að þróa. Í vinnslu reyni ég að túlka sama hlutinn á marga mismunandi hætti sem blandast saman með tímanum. Í upphafi er óhlutbundin teikning með einni línu yfir allan flötinn, sem orsakar að öll form verksins tengjast. Myndina læt ég svo sitja um óákveðin tíma og les út úr formunum og nýti allt sem ég sé, heyri og upplifi í mínu daglega lífi til að búa til eina heilsteypta sögu í verkinu.
Þegar sagan er hálfmótuð tjái ég hana með litum og fikra hægt að fígúratífri útfærslu.
Söguna er svo fyrir hvern og einn að lesa úr.
Margeir Dire Sigurðason útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2008 og er búsettur i Madrid þessa dagana.
Margeir hefur sýnt verk sin síðan hann man eftir sér og út um allar trissur. Þar á meðal Akureyri, Reykjavik, Lahti (finnlandi), Barcelona, Alicante (Spáni) og New York.
Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.veggverk.org
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 10:37
GÓMS sýnir í Dalí
Sýning opnar Laugardaginn 14. Mars kl. 14:00-17:00 í Dalí Gallerý
"Skari!! verðum við ekki að fara gera eitthvað sjitt!
jú klárlega, hvað ertu eiginlega að spá?
Bara eitthvað rúst!"
Þetta voru fyrstu orð samvinnu Georg Óskars og Margeirs Sigurðssonar,
verkin eru unnin á 6 mánaðar tímabili og binda þeir saman sýna ólíku
stíla og sitt svipaða hugarástand í myndlistina GÓMS.
Graffiti? já er það ekki?
Acrýll? já er það ekki?
málverk? já eigum við ekki að segja það?
penni? eeee...kúlupenni þá?
túss? já ég meina?
bílasprautun? já til sprauta bílinn í myndinni þá?
Sýning GÓMS stendur til 29. mars og eru allir velkomnir.
DaLí GALLERY
BREKKUGATA 9
600 AKUREYRI
OPIÐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Í VETUR KL.14-17
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 22:34
Margrét Jónsdóttir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 opnar sýning á verkum leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Margrét (f. 1961) hefur unnið að listsköpun sinni á Akureyri síðan 1985, en hún lærði leirlist í Danmörku við Listiðnaðarskólann í Kolding frá 1980-1984. Árið 1992 hlaut Margrét styrk til námsdvalar við Haystack School of Arts and Crafts í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á flísagerð. Árið eftir var hún valin bæjarlistamaður Akureyrar og sótti á þeim tíma mósaíknámskeið í Ravenna á Ítalíu. Margrét vinnur jöfnum höndum að gerð nytjahluta, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri er stærsta einkasýning hennar fram til þessa.
Margrét settist að í heimabæ sínum, Akureyri, og gerðist þar brautryðjandi á sínu sviði. Fyrst í stað stundaði hún lágbrennslur á jarðleir í gömlum ofni sem hún hafði með sér frá Danmörku; m.a. var hún meðal fyrstu leirlistarmanna hér á landi til að stunda rakú-brennslu. Í árslok 1986 hafði Margrét komið sér upp stórum hábrennslu rafmagnsofn, sem gerði henni kleift að vinna með steinleir og postulín.
Margrét hefur gert ótal tilraunir með samspil leirs og annarra efna, svo sem steinsteypu, kopars, silfurs og mósaíks. Á ferli sínum hefur hún komið sér upp persónulegum og afar þokkafullum skreytistíl, m.a. með gyllingum, en á tímabili urðu þær eins konar aðalsmerki hennar sem leirlistarmanns. Margrét hefur einnig komið að rýmis- og umhverfismótun með gerð gólf- og veggflísa, handlauga og skírnarsáa fyrir kirkjur. Áhrifa hennar gætir því víðar en á Akureyri, jafnt í umhverfinu sem annarri leirlist.
Margrét sker sig frá þeirri tilhneigingu að draga girðingar milli lífs og listar. Hún blygðast sín ekki fyrir að sýna einlægni og hlýju, sem virðist eitur í augum þeirra sem sigra vilja heiminn. Og það sem meira er, hún deilir ástfóstrum sínum með fólki á þann hátt að notkun og áhorf fellur saman í eina sæng. Sýning Margrétar gefur út vissa yfirlýsingu til listheimsins sem löngum hefur haft tilhneigingu til að taka sig of alvarlega. Verk hennar hampa þeim eiginleikum sem samtímalistin lítur vanalega hornauga nema þeir séu umvafðir afsakandi kaldhæðni. Margrét gerir út á mýkt, kímnigáfu og tilfinningasemi án nokkurs háðs. Hún skapar verk sín af einlægni og minnir um leið hæversklega á, að það er aldrei til of mikil fegurð í heiminum.
Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 176 síðna bók um listakonuna með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Shaunu Laurel Jones, Aðalstein Ingólfsson og Sigurð Örn Guðbjörnsson. Inn fjárfesting styrkir útgáfuna. Bókin fæst í Listasafninu.
Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis er í Listasafnið á Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður, í síma 461-2610. Netfang: hannes@art.is
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 11:34
Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum
Skilafrestur hönnuða til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöðvar hefur verið framlengdur til föstudagsins 19. desember nk.
Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni. Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Búið er að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti. Þau eru Villimey, Fossadalur, Glófi, J&S Gull, Flúrlampar, Saga Medica og Intelscan. Hver hönnuður eða hönnunarteymi getur sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefni til tveggja fyrirtækja. Óskað er eftir grófum tillögum þar sem stuðst er við verklýsingar fyrirtækjanna. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu dulnefni til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, föstudaginn 19. desember 2008.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 12:01
List án landamæra 2009
Nú er undirbúningur hafinn fyrir List án landamæra 2009. Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru sem áður: Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp.
Vilt þú vera með?
Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur síðasta vetrardag 22.apríl 2009 og mun standa fram í byrjun maí. Dagskráin er enn í mótun en meðal stærri atburða eru sýning í Listasal Mosfellsbæjar, sýningar og uppákomur í Norræna Húsinu, Handverksmarkaður og Geðveikt kaffihús, Gjörningur á vegum Átaks, Opnunarhátíð og samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá verður jafnframt á Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og fleiri stöðum á landsbyggðinni.
Ef að þú hefur áhuga á þátttöku eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga þá máttu gjarnan setja þig í samband við okkur. Bæði er hægt að taka þátt í einhverjum af þeim atburðum sem við erum með á dagskrá eða að koma með nýjan atburð inn í dagskrána.
Hátíðin er hugsuð sem samstarfsverkefni og því ræðst dagskráin af þátttakendum.
Hugmyndir að atburðum eru: Opin hús, litlar listasýningar, tónleikar og tónlistaflutningur, upplestur á eigin efni, þátttaka í samsýningum ,leiklistarviðburðum og svo mætti áfram telja. Við getum aðstoðað eftir þörfum við skipulag og að finna aðstöðu fyrir atburði.
Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Bestu kveðjur,
stjórn Listar án landamæra.
Sími: 691-8756
Netfang: listanlandamaera@gmail.com
Netsíða: www.listanlandamaera.blog.is
P.s. Mikið af nýjum myndum á heimasíðunni okkar frá síðustu hátíðum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 13:33
Jónas Viðar opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 22 nóvember kl 15.00 opnar Jónas Viðar sýningu á
nýjum málverkum í Jónas Viðar Gallery listagilinu á Akureyri.
Þér og þínum er boðið á opnun.
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is/
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 23:37
Tinna Ingvarsdóttir sýnir í Populus tremula
Tinna Ingvarsdóttir
MYNDLISTARSÝNING
22.-23. nóvember
Laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00 opnar Tinna Ingvarsdóttir sýningu á málverkum í Populus tremula. Verkin fjalla um meðvitundina og meðvitundarleysið.
Einnig opið sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 13:46
Erika Lind Isaksen opnar í GalleríBOXi
Laugardaginn 22. nóvember 2008 kl. 16:00 opnar Erika Lind Isaksen sýninguna ÉG í GalleríBOXi, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Erika fæddist í Reykjavík árið 1968, ólst upp í Garðinum en er nú búsett á Akureyri eftir langa dvöl á Nýja Sjálandi.
Hún nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta sýning hennar á hér á landi.
Titill sýningarinnar ÉG" og innihald hennar ég um mig frá mér til mín varpar fram þeirri spurningu hvort hægt er hægt að skilgreina sjálfið útfrá þeim hlutum sem við getum ekki skilið við okkur af tilfinningalegum ástæðum?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 17:50
HLYNUR HALLSSON SÝNIR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR
HLYNUR HALLSSON ÚT / INN
6. nóvember 2008 11. janúar 2009
Hafnarhús
Opnun fimmtudaginn 6. nóvember 2008 klukkan 17
Tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar ÚT / INN sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. nóvember. Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti Listasafns Reykjavíkur út á meðal almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safnsins. Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starfsemi þess. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Auk þess hefur fjöldi tímarita og blaða tekið þátt í verkefninu með því að fjalla um hugmynd Hlyns og verður sú umfjöllun einnig til sýnis.
Lánsmunirnir á sýningu Hafnarhússins eru af ýmsum toga; uppstoppaður ísbjörn, minjagripir, verslunarkælir, jakkaföt og fleira og fleira en eftirtaldir þjónustuaðilar taka þátt í verkefninu: Aurum, Brynja, Eymundsson, Gyllti kötturinn, Hársaga, Gallerí i8, Kaffitár, Karlmenn, Kisan, Landsbankinn, Lyfja, Múltíkúltí, Skífan, Subway, Varðan, Verslunin Bláa lónið, Víkingur, Vísir, 10-11 og 66° norður. Þessi sömu aðilar bjóða nú viðskiptavinum sínum að njóta listaverka eftir marga, viðurkennda listamenn eins og Ásmund Ásmundsson, Ásmund Sveinsson, Birgi Andrésson, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbbinn, Guðmundu Andrésdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Gunnlaug Blöndal, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein Friðfinnsson, Huldu Hákon, Hörð Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Ilmi Stefánsdóttur, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rósku og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.
Hafnarhúsið er opið daglega 10-17 og alla fimmtudaga til kl. 22.
AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT
Eftirtaldir taka þátt í verki Hlyns Hallssonar með því að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur og leggja til hluti sem sýndir eru í safninu:
Víkingur / Viking
Hafnarstræti 3
Verk / Artwork:
Karin Sander, Finnbogi Pétursson, 2000
Subway
Austurstræti 3
Verk / Artwork:
Guðmunda Andrésdóttir: Án titils / Untitled, 2001
Gyllti kötturinn
Austurstræti 8
Verk / Artwork:
Hörður Ágústsson, Samlagning I / Addition I, 1976
Hársaga
Austurstræti 6
Verk / Artwork:
Ragnar Kjartansson, Guð / God, 2007
Landsbankinn
Austurstræti 11
Verk / Artwork:
Róska, Lifi frelsið / Viva la Libertad, 1973
Verslunin Eymundsson
Austurstræti 18
Verk / Artwork:
Guðrún Vera Hjartardóttir, Áhorfandi / Spectator, 1996
Verslunin 10 11
Austurstræti 17
Verk / Artwork:
Eggert Pétursson, án titils / Untitled, 1991
Aurum
Bankastræti 4
Verk / Artwork:
Sólveig Aðalsteinsdóttir, án titils / Untitled, 1993
66° norður
Bankastræti 5
Verk / Artwork:
Ásmundur Sveinsson, Gegnum hljóðmúrinn / Through the Sound Barrier, 1952
Kaffitár
Bankastræti 8
Verk / Artwork:
Kristján Guðmundsson, 6 x 13 jafntímalínur / 6 x 13 Balanced Timelines, 1974
Múltikúlti
Ingólfsstræti 8
Verk / Artwork:
Jóhannes S. Kjarval, Eldfákar / Fire Horses, ártal óvitað /year unknown
Vísir
Laugavegi 1
Verk / Artwork:
Hreinn Friðfinnsson, Cast, 1994
Karlmenn
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Birgir Andrésson, Mannlýsing I og II / Portrait I and II, 2004
Kisan
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Ásmundur Ásmundsson, Fantagott Pepsí / Fantagood Pepsi, 2000
Verslunin Bláa lónið / Blue lagoon
Laugavegi 15
Verk / Artwork:
Magnús Pálsson, Sólskríkja, mús, kengúra / Snow Bunting, Mouse, Kangaroo, 1980 - 94
Lyfja
Laugavegi 16
Verk / Artwork:
Hulda Hákon, There must be somebody,... , 1992
Gallerí i8
Klapparstíg 33
Verk / Artwork:
Gunnlaugur Blöndal, Frú Áslaug Ágústsdóttir, ártal óvitað / year unknown
Varðan
Grettisgötu 2a
Verk / Artwork:
Ilmur Stefánsdóttir, HOOKON-Innkaupahanskar / HOOKON-Shopping Gloves, 2001
Skífan
Laugavegi 26
Verk / Artwork:
Gjörningaklúbburinn / Icelandic Love Corporation, Girnilegar konur / Delicious Women, 1996
Brynja
Laugavegi 29
Verk / Artwork:
Hrafnkell Sigurðsson, án titils / Untitiled, 2003
Gestir safnsins eru hvattir til að kynna sér opnunartíma þar sem verk úr safneigninni eru sýnd og skoða sýninguna í miðborginni.
Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)