Færsluflokkur: Lífstíll
23.10.2009 | 12:27
Viktor, Ivar og George Hollanders sem sýna í Populus Tremula
Laugardaginn 24. október kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin OPSTRAAT & RESTJES, Japonisma í Populus Tremula. Það eru feðgarnir Viktor, Ivar og George Hollanders sem sýna saman. Sýningin fjallar um endurnýtingu eða gjörnýtingu og kynnir nýja hugmyndafræði eða public trademark, Opstraat & Restjes.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 25. október kl. 14:00 - 17:00
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 10:27
Evudætur í Listasafninu á Akureyri
EVUDÆTUR
TÓTA, TOBBA OG HRAFNHILDUR
Laugardaginn 24. október kl. 15 verður sýningin Evudætur opnuð í Listasafninu á Akureyri, en hér eru á ferðinni þær stöllur Þórunn Elísabet Sveinsdóttir (Tóta), Þorbjörg Halldórsdóttir (Tobba) og Hrafnhildur Arnardóttir. Þessar vinkonur unnu allar um skeið hjá Fríðu frænku þar sem gamlir hlutir ganga í endurnýjum lífdaga og andi hins liðna svífur yfir vötnum. Þær eiga einnig sameiginlegt að vinna með fundna hluti og alls konar lífræn og ólífræn efni og aðferðir.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir (f. 1952) hefur starfað innan leikhússins í hartnær 30 ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands í frjálsri myndlist 1982 en fljótlega eftir að námi lauk tók hún að sér verkefni fyrir leikhúsin. Meðfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum hefur Þórunn unnið að myndlist og haldið einkasýningar ásamt því að taka þátt í ýmsum samsýningum. Fyrsta einkasýning hennar var í gamla Nýlistasafninu vorið 1982. Árið 2001hélt Gerðuberg henni Sjónþing þar sem farið var yfir feril hennar að viðstöddu fjölmenni og sýndi hún þar um leið nýjustu verk sín. Tilfinning og efnismeðferð í myndlist Þórunnar hefur í öllum sínum fjölbreytileika og litadýrð lengst af verið nátengd ástríðu hennar fyrir búningum; áhugi hennar á íslenskri þjóðmenningu hefur einnig verið mikill áhrifavaldur í verkum hennar. Að undanförnu hafa ný efni og önnur sjónarhorn í verkum hennar brotið þann ramma.
Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969) útskrifaðist með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 1996, þar sem hún hefur búið og starfað allar götur síðan. Listamannsnafn hennar er Shoplifter. Í verkum sínum tekst hún á við fyrirbæri eins og hégóma, sjálfsmynd, fegurð og tísku og kemur með margvíslegum hætti inn á þráhyggju og blæti, afsprengi nútímalifnaðarhátta. Tilraunir Hrafnhildar hafa mótast af straumum alþjóðlegrar myndlistar sem og afþreyingarmenningu, tískuiðnaði, dægurlagakúltúr, leikhúsi og fjölmiðlum. Verk hennar eru samofin gjörningum á ýmsa vegu þar sem hún leikur sér oft með freistingar ofgnóttarinnar. Á undanförnum árum hefur hún unnið mikið með gervihár og náttúrulegt hár og búið til skúlptúra og veggmyndir, sem minna á klifurplöntur á húsgöflum, svo úr verður skreytikennd fegurð sem býr jafnframt yfir ógnvekjandi draugalegum áhrifum. Í verkum sínum glímir Hrafnhildur við sögu þessarar hárugu þráhyggju okkar og hvernig sköpun með hana heldur áfram að birtast í menningu samtímans þar sem tilhugsunin um slæman hárdag (e. bad hair day) vokir yfir okkur eins og bölvun.
Þorbjörg Halldórsdóttir (f. 1968) útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1988. Tveimur árum síðar hélt hún á vegum skiptinemasamtakanna A.U.S til Mexíkó þar sem hún dvaldi næstu tólf mánuði og stundaði tónlistarnám og starfaði sem músiktherapisti. 1993 urðu tímamót í hennar lífi þegar hún kynntist Önnu í versluninni Fríðu frænku þar sem hún starfaði á árunum 1994-2002. Nokkru síðar var stefnan tekin norður til Akureyrar og árið 2004 opnaði hún sjálf, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, búðina Frúin í Hamborg. Það má segja að í gegnum búðina hafi hún þróað sína myndlist. Þorbjörg vinnur mest með innsetningar og gjörninga og þá gjarnan í samvinnu við aðra listamenn. Í Frúnni í Hamborg hannar og saumar Tobba púða, töskur, hálskraga, hárspangir, kjóla og margt fleira undir merkinu Frúin í Ham.
Í grein sem Sjón skrifaði í tilefni sýningarinnar segir m.a.: Það var í svörtum flauelspúða, stungnum með samlitum glersteinum; það var í jörpum, snúnum hárlokki sem bundinn var saman með fölnandi appelsínugulum silkiborða; það var í eldhússvuntu, svo bættri með grænum, rauðum, bláum og gulum bótum að engin leið var að sjá að eitt sinn var hún hvít. Flauelið í einu horni púðans tók að hnoðrast líkt og krafsað væri í það með langri nögl. Eitt hár lokksins tók að vaxa, að spinna sig frá hinum í silkihaftinu, og reyndist hrokkið. Einn saumanna sem hélt fastri bót á vinstra brjósti svuntunnar tók að rekja sig upp, að lengjast og vinda sig niður á gólfið. Og þannig gekk á með kvisi, hvísli og hvískri uns flauelshnoðrinn, hárið staka og saumþráðurinn höfðu magnast svo að stærð og gerð hnoðri dafnað, hár þykknað, þráður hlaðist upp að hvert fyrir sig myndaði að lokum fullvaxna og einstaka konu.
Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson. Rithöfundurinn Sjón skrifar smásögu í sýningarskrána sem er hönnuð af Kviku ehf. Sýningin stendur til 13. desember. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, í síma: 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Ókeypis aðgangur í boði Akureyrarbæjar.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
AKUREYRI ART MUSEUM
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 12:41
Íslensk samtímahönnun í Ketilhúsinu
Sýningin Íslensk samtímahönnun
Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr í Ketilhúsinu
Á laugardaginn klukkan 14 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýningin Íslensk
samtímahönnun - Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr og verður við þetta
tækifæri afhent fyrsta eintak bókarinnar Íslensk samtímahönnun. Þetta er
fyrsta bókin sem sinnar tegundar sem bregður upp yfirliti yfir störf
íslenskra hönnuða á síðustu árum. Valin eru verk sem gefa sem
fjölbreyttasta mynd af starfi íslenskra hönnuða samtímans hvort sem það eru
snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði eða barinnréttingar í Hong Kong.
Fátt er eins lýsandi fyrir mannlegt samfélag og það umhverfi sem maðurinn
hefur mótað til daglegra athafna. Segja má að í manngerðu umhverfi birtist
spegilmynd hönnunarsögunnar; ólíkar myndir hönnunar, breytilegar eftir
tíðaranda, gildismati, ríkjandi hugmyndafræði, túlkun og aðstæðum hverju
sinni.
Á sýningunni, sem var hluti af Listahátíð Reykjavíkur og var sett upp á
Kjarvalsstöðum í sumar, er sýnd íslensk samtímahönnun þar sem er unnið með
tengsl þriggja hönnunargreina, húsgagna- og vöruhönnun og arkitektúr sem
eiga stóran þátt í að móta manngert umhverfi með samspili sín á milli. Á
sýningunni er samhengi þeirra skoðað og hvernig þær eru samofnar mannlegri
hegðun allt frá því að eiga þátt í að skipuleggja tímann, væta kverkarnar
eða verja okkur fyrir náttúruhamförum. Sýnd eru gríðarstór mannvirki og
fínleg nytjahönnun sem eiga þó það sameiginlegt að tilheyra manngerðu
umhverfi og vera mótandi þáttur í því.
Sýningunni Íslensk samtímahönnun er ætlað að vera spegill þess sem telja má
á einn eða annan hátt gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár. Markmiðið er að
árétta gildi góðrar hönnunar og öflugs hugvits fyrir mannlegt samfélag -
verðmæti til að virkja til framtíðar.
Sýnd eru verk frá um 20 hönnuðum sem eru valin með það í huga að eiga erindi
ytra til frekari kynningar, sölu eða framleiðslu en frá Akureyri fer
sýningin til Norðurlandanna og svo alla leið til Kína þar sem hún verður
sett upp á Expó í Shanghai á næsta ári.
Samhliða hönnunarsýningunni er kynning á verkum ungra, efnilegra hönnuða í
samvinnu við Hönnunarsjóð Auroru.
Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvarsdóttir og mun hún leiðsegja um
sýninguna sunnudaginn 24. október klukkan 13.30.
Sýningin er samstarf Akureyrarstofu, Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili og
Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri
Hönnunarmiðstöðvar Íslands í síma 699 3600 og Elísabet V. Ingvarsdóttir
sýningarstjóri í síma 860 0830
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 08:45
Sirkusinn Shoeboxtour í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem að ætla að taka þátt í þessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verður laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn aðgangseyrir.
Í Verksmiðjunni stendur nú yfir sýningin "Hertar sultarólar"
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 17:18
Sýningin “Hertar sultarólar” opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri loftar út eftir veturinn með sýningunni Hertar sultarólar og vill með henni vekja athygli á að eftirtalin kunna að hafa öðlast nýtt líf, stökkbreytt og endurhönnuð til framtíðar:
gálgi - ónýt heimilistæki listamaður sígarettur kjóll gildi straujárn - ferskur fiskur frístundafólk markaður blússa - fjársjóður - úrelt dagatöl langanir - klippimyndir safnarar matarumbúðir dagblöð pils hönnuður myndverk vél - ruslakista - hráefni og konsept.
Sýningarstjóri Hertra sultaróla er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og hefur hún fengið 14 listamenn til liðs við sig. Þau eru:
Pétur Kristjánsson
Helgi Þórsson
George Hollanders
Henriette van Egten
Anna Richards
Jónborg Sigurðardóttir
Haraldur Ingi Haraldsson
Safn Hafdísar Ólafsson
Kristinn Rúnar Gunnarsson
Erika Lind
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Laufey Pálsdóttir
Arnfinna Björnsdóttir
Hans Kristján
7. og 8. bekkur Þelamerkurskóla undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur
Sýningaropnun er 30. maí kl.15.00. Sýningin stendur til 21. júní og er eingöngu opin um helgar frá kl. 14.00 til 17.00.
Sýningargestir eru hvattir til að leggja til hliðar ráðandi verðmætamat og njóta líðandi stundar.
Rúta fer frá Torfunesbryggju á opnunina kl:14:45 og fer til baka um 17:00.
Miðaverð er 500 kr.
Aðeins fer ein rúta svo við bendum fólki á að panta sér sæti hjá Þórarni Blöndal "thorarinnb(hjá)simnet.is
eða hjá Hlyni Hallssyni "hlynur(hjá)gmx.net"
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 14:43
VORSÝNING MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI 2009
Þrítugasta og fimmta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Fimmtíu og fjórir nemendur stunduðu nám í dagdeildum skólans og af þeim munu þrjátíu og tveir brautskrást frá skólanum að þessu sinni - átta grafískir hönnuðir og níu myndlistarmenn eftir þriggja ára sérhæft nám. Sextán ljúka alhliða undirbúningsnámi í fornámsdeild.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag.
Heimasíða skólans: www.myndak.is
VORSÝNING 2009
Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 9. - 10. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 21:59
Karl Guðmundsson opnar sýningu í Gallerí Ráðhús
Gallerí Ráðhús
Geislagata 9
600 Akureyri
05.05.2009 - 01.10.2009
Þriðjudaginn 5. maí 2009 klukkan 12:15 opnar Karl Guðmundsson sýninguna KALLI25. Verkin á sýningunni eru unnin með olíulitum á bókbandspappa.
Sýningin er hluti af List án landamæra. www.listanlandamaera.blog.is
Karl Guðmundsson (Kalli) hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Í mörg ár hefur Karl komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur kennara og myndlistakonu þar sem þau hafa unnið saman að listsköpun, bæði sem kennari og nemandi en fyrst og fremst sem félagar og vinir í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr
innra með honum. Hann útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og hefur ekki slegið slöku við í myndlistinni. Vorið 2008 tók hann þátt í
listahátíðinni List án Landamæra með sýningunni Snúist í hringi sem var í Ketilhúsinu á Akureyri.
Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Léttar veitingar
Allir velkomnir
www.jonahlif.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sýningin Förumenn og flakkarar opnar laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.
Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara. Betl, förumennska og vergangur var umborið í fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu. Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ. Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi. Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort.
Veitingar verða í boði.
Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00.
Höfundar að sýningunni eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.
Sýningin er styrkt af Eyþing.
Meðfylgjandi mynd er í eigu Minjasafnsins á Akureyri.
Leikminjasafnið í Laxdalshúsi.
Lífstíll | Breytt 11.4.2009 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Konfekt fyrir augu og eyru í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 15:00
Anna Richards bæjarlistakona heldur veislu!
Anna Richards flytur í veislunni gjörning í sjö köflum. Um er að ræða djarfa tilraunastarfsemi þar sem ýmsar listgreinar mætast. Gjörningurinn er hluti af leið Önnu að sólósýningu sem er í vinnslu.
Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr.Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu við dans og myndlist. Verkið er myndkonfekt þar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu við Önnu.
Aðgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.
Strax að loknum gjörningi eða klukkan 16 opnar sýning með verkum Önnu í GalleríBOXi. Þar verða veitingar og fjör.
Verið öll velkomin.
Nánari upplýsingar um veisluna í Ketilhúsinu og sýninguna í GalleríBOXi gefur Anna í síma 863 1696.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 23:18
Sýningin "Einu sinni er" opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd
Verið velkomin á sýningu Handverks og hönnunar
"Einu sinni er"
sem opnuð verður í Safnasafninu á Svalbarðsströnd laugardaginn 4. apríl kl. 15.
Sýnendur eru:
Anna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders, Guðrún Á.
Steingrímsdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir,
Karen Ósk Sigurðardóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Stefán Svan
Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára
Vilbergsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, Páll Garðarsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn
Ágústsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Kristín
Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.
Sýningin stendur til 13. apríl. Opið alla daga kl. 13 til 17. Aðgangur
ókeypis.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)