Færsluflokkur: Menning og listir
BRINGING AN ANCIENT CRAFT INTO A MODERN CONTEXT
FELTPORTATION
Featuring works by: Julie Brennan, Anna Gunnarsdottir, Brigitte Haldemann, Bettina Jacoby, Anita Larkin, Mollie Littlejohn, Donna McKinnis, Catherine OLeary, Jade Pegler, Giselle Penn, Sarah Louise Ricketts, Leiko Uchiyama, Martien van Zuilen
14 August 12 September 2013
FCA Gallery, Creative Arts building 25
Official Opening Event: Wednesday 4 September, 3pm
Building 25 Ampitheatre (adjacent to FCA Gallery)
The exhibition will be officially opened by Liz Jeneid, University Fellow.
An exhibition of 13 felt artists will be on show in the FCA Gallery from 14 Augustto 12 September 2013. Curated by Anita Larkin, the exhibition explores how felt can be used as an insulation material, allowing the transference or interference of objects, materials, sound, warmth, and of spirit.
Feltportation is an exhibition of 13 contemporary artists who use felt in conceptual artworks, bringing an ancient craft into a modern context. Artists featured in the exhibition are from New Zealand, Iceland, Japan/Ireland, Perth, Melbourne, Adelaide, and various parts of NSW.
2.9.2013 | 12:16
Þórey Eyþórsdóttir sýnir í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna
Sýning í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16
Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu í sal Samband íslenskra myndlistarmanna þann 5. september kl. 17.
Sýninguna nefnir hún Frá einu til annars.
Þórey hóf ung nám við Myndlistar- og handíðaskólann og hefur áhugi hennar á listsköpun fylgt henni æ síðan. Hún hefur haldið margar myndlistarsýningar í gegnum tíðina, bæði hér heima, í Noregi og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Þórey hefur fengist við listmiðlun og starfrækti Gallerí AllraHanda í Listagilinu á Akureyri auk þess að reka glæsilegan sýningarsal Heklusal (einnig stúdíóíbúð) á Akureyri og rekið Listakaffihús á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hún stofnaði félagið Nytjalist með starfsemi á Akureyri.
Þórey hefur starfað sem sálfræðingur og talmeinafræðingur hér á landi, í Bandaríkjunum og Noregi.
Á sýningunni sýnir hún ólíka listmiðla og beitir blandaðri tækni í verk sín.
Sýningin stendur til 25. september og er opin alla virka daga kl. 10 - 16.
31.8.2013 | 09:15
Verk Jónasar Viðars í Mjólkurbúðinni
Í dag, laugardag, verður opið í Mjólkurbúðinni kl. 14-17 og kl. 20-22 og er sýning á verkum Jónasar Viðars listamanns og fyrrum bæjarlistamanns Akureyrar. Tvö listaverkanna eru í eigu Akureyrarbæjar, stóra mosamálverkið og Hraunsvatn. Allir velkomnir!
29.8.2013 | 22:39
Jón Laxdal sýnir í 002 Gallerí
Jón Laxdal og 002 Gallerí í Reykjavík
Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Laxdal opnar á heimili myndlistarmannana Jóhanns Ludwig Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns að Sundlaugavegi 10, 105 Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst kl. 16.00.
Jón hefur um árabil verið virkur í menningarstarfi á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við Hí og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
002 Gallerí hefur verið starfrækt síðast liðin þrjú ár á heimili Birgis Sigurðssonar í Hafnarfirði og þar hafa yfir fimmtíu listamenn víðs vegar að sýnt verk sín. Galleríið nýtur mikillar sérstöðu í listflóru landsins, þar sem það er í raun íbúð og vistaverur galleristans sem gengur svo langt í að hreinsa út úr íbúðinni fyrir hverja sýningu að ekkert er eftir nema hylkið.
Í þetta sinn gengur 002 Gallerí skrefinu lengra með einskonar yfirtöku á annari íbúð til sýningarhalds. Þó er skrefið sínu styttra því leitast er við halda í heimilið en hleypa myndlistinni upp á veggina. Þannig verður til n.k. heimasýning sem kallast á við hinn forna húslestur.
Letur grípur augað og stafformin leiða það áfram eftir línunum. Við þekkjum texta og lesum hann hvar sem hann kemur fyrir. Letur kallar á lestur og við lestur opnast textinn og með honum öll sú menning og saga sem hann er sprottinn úr. Þetta er auðvitað lykillinn að því af hverju myndverk Jóns Laxdals eru svona grípandi. Jón notar settan texta og umhverfi hans síður, spássíur og dálka en list hans felst í því að grípa inn í lestur okkar og snúa uppá ferlið sem leiðir okkur frá letri til texta og skilnings. Öll áferð verkanna spilar þar með og natnin við gerð þeirra, gulnuð blöðin og skýr hlutföll síðu og dálka. Verkin eru þannig eins konar afstraksjón þar sem framsetning og formreglur týpógrafíunnar eru virtar en textinn sjálfur hverfur í bakgrunninn eða umbreytist með samhengi sínu í eitthvað annað. (Jón Proppé, Dans bókstafanna, 2005)
Opnun sýningarinnar er á laugardaginn 31. ágúst frá 16.00-19.00 að listamanninum viðstöddum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. september frá 14.00 til 17.00 og helgina 7. og 8. september frá 14.00 til 17.00.
29.8.2013 | 22:16
Daníel Starrason sýnir í Hofi
Föstudaginn 30. ágúst verður opnun ljósmyndasýningarinnar Norðlenskt tónlistarfólk eftir Daníel Starrason í Hofi. Þar verða sýndar svarthvítar portrettmyndir af tónlistarfólki sem á rætur að rekja norður eða starfar á svæðinu.
Opnunin er kl. 18:00 á föstudaginn í Hofi.
Allir velkomnir.
www.danielstarrason.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2013 | 11:26
Opið hús í Listhúsi Fjallabyggð
Opið Hús
Miðvikudag 28. ágúst 2013
Kl. 16:30-19:00
Kíkið í kaffi og spjall við listamennina okkar:
Estela Sanchis (Spánn): http://www.estelasanchis.es
Joie Hryggur So (Bretland/Hong Kong): http://www.joiehryggur.com
Kyung Park (Suður Kórea): http://bkliume1986.blogspot.com
Milena Buckel (Sviss/Þýska): http://www.milenabuckel.ch
Shen Xin (Kína): http://www.shenxin.info
Allir velkomnir.
Visit us at www.listhus.com or follow us at facebook: https://www.facebook.com/events/648869221797390/
26.8.2013 | 12:01
Guðný Kristmannsdóttir opnar sýningu í Populus tremula
Laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00 opnar listmálarinn Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Populus tremula. Opið til kl. 23.00 á laugardag.
Guðný, sem býr og starfar á Akureyri, sýnir ný og nýleg málverk og teikningar.
Um verk hennar segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur m.a.: Þótt málverk Guðnýjar virðist uppfull með skapandi óreiðu, eru þau langt í frá óhlutbundin, því í þeim er fjöldi tilvísana, beinna og óbeinna, í frumkrafta náttúrunnar og frumhvatir mannsins ...Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. september kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.
26.8.2013 | 10:57
ÁLFkonur með Ljósmyndasýningu á Akureyrarvöku
Í tilefni Akureyrarvöku setja ÁLFkonur upp ljósmyndasýningu í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorg, Hafnarstræti 107 á Akureyri. Sýningin stendur bara um helgina, fer upp á föstudaginn 30. ágúst og verður tekin niður sunnudaginn 1. september 2013.
Myndirnar sýna fjölbreytta flóru daglegra athafna og viðburða á Akureyri. Menningin er litrík og það kennir ýmissa grasa frá öllum árstímum, enda af nógu að taka þegar kemur að skemmtilegum uppákomum og mismunandi sjónarhornum.
Njótum samverunnar og guðum á glugga mannlífsins!
ÁLF-konur eru:
Agnes Heiða Skúladóttir
Berglind H. Helgadóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Freydís Heiðarsdóttir
Guðrún Kristín Valgeirsdóttir
Gunnlaug E. Friðriksdóttir
Halla S. Gunnlaugsdóttir
Helga H. Gunnlaugsdóttir
Helga Haraldsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Kristjana Agnarsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir
Linda Ólafsdóttir
Margrét Elfa Jónsdóttir
http://ja.is/kort/?q=index_id%3A55806&x=541756&y=576354&z=9&type=aerial
Nánari upplýsingar gefur sýningarstýran:
Linda Ólafsdóttir sími 867-8000 og á fotolind@gmail.com
og einnig er hægt að sjá meira um ÁLFkonur á www.facebook.com/alfkonur
20.8.2013 | 12:09
Harpa Árnadóttir og Ragna Róbertsdóttir sýna á Bæ
20.8.2013 | 09:55
Zoe Chan sýnir í Populus tremula
Laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00 opnar Zoe Chan myndlistarsýningu í Populus tremula.