Þórey Eyþórsdóttir sýnir í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna

bjjgfcge.jpg

Sýning í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16

Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu í sal Samband íslenskra myndlistarmanna þann 5. september kl. 17.

Sýninguna nefnir hún „Frá einu til annars“.

Þórey hóf ung nám við Myndlistar- og handíðaskólann og hefur áhugi hennar á listsköpun fylgt henni æ síðan. Hún hefur haldið margar myndlistarsýningar í gegnum tíðina, bæði hér heima, í Noregi og Danmörku og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Þórey hefur fengist við listmiðlun og starfrækti Gallerí AllraHanda í Listagilinu á Akureyri auk þess að reka glæsilegan sýningarsal „Heklusal“ (einnig stúdíóíbúð) á Akureyri og rekið Listakaffihús á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hún stofnaði félagið Nytjalist með starfsemi á Akureyri.

Þórey hefur starfað sem sálfræðingur og talmeinafræðingur hér á landi, í Bandaríkjunum og Noregi.

Á sýningunni sýnir hún ólíka listmiðla og beitir blandaðri tækni í verk sín.

Sýningin stendur til 25. september og er opin alla virka daga kl. 10 - 16.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband