Færsluflokkur: Menning og listir

Hrefna Harðardóttir opnar sýningu á Café LOKA

hdisveggspj.jpg

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona, opnar sýninguna DÍSIR, myndverk um 13 nútímadísir,
á Café LOKA við Skólavörðuholt, þriðjudaginn 1.október 2013.

Dísir eiga langa sögu í heimi kvenmenningar, goðvera sem var ætíð nálæg og tengd frjósemi, barnsfæðingum, vernd ættarinnar, eða átökum í goðheimum. En myndirnar af þessum nútímakonum sýna styrk, friðsæld og fegurð.

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA, leirlistardeild MHÍ og kennaradeild LHÍ.
Hún hefur sótt mörg námskeið og vinnustofur í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í um 70 samsýningum víða um land og erlendis.
Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands.

Dísirnar eru : Anna Richardsdóttir, Erika Lind Isaksen, Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helena Huld Isaksen, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Katrín Jónsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, Valgerður Hjördís Bjarnadóttir og Valdís Viðarsdóttir.

Sýningin stendur út október og er opnunartími frá kl. 9-21 alla daga, nema sunnudaga frá kl. 11-21.

Hrefna Harðardóttir
hrefnah@simnet.is
sími 862-5640
http://simnet.is/hrefnah


Café Loki
Lokastíg 28
101 Reykjavík
sími 466-2828
loki@loki.is
http://www.loki.is


Sýningu Sigrúnar Guðmundsdóttur í Flóru að ljúka

sigru_769_n_bo_769_k.jpg

Sigrún Guðmundsdóttir
Nætur(b)rölt
10. ágúst - 28. september 2013
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1405164826365683

Laugardaginn 28. september lýkur sýningu Sigrúnar Guðmundsdóttur sem nefnist „Nætur(b)rölt” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.

Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Rooterdam í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.

Í tengslum við sýninguna gaf Sigrún út bók sem ber sama titil og sýningin, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.
Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.

Upplýsingar um Sigrúnu og verk hennar má finna á heimasíðunni www.sigrungudmundsdottir.com

Sýningunni lýkur laugardaginn 28. september og er öllum opin á opnunartíma Flóru daglega kl. 12-16.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


ÞRÆÐIR/THREADS opnar í Boxinu, Sal Myndlistarfélagsins

threads.jpg

Þræðir geta verið margskonar og haft ólíka þýðingu fyrir ólíkt fólk. Þeir eru viðfangsefni samsýningar tveggja mæðgna sem hver um sig túlkar þræði á sinn hátt.
Samsýning myndlistakvenna og vöruhönnuðs í Boxinu, Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu.
Sýningin stendur yfir helgarnar 28.-29. sept. og 5.-7. okt. frá klukkan 15-17.

Aðalbjörg María Ólafsdóttir
Heiða Sigrún Pálsdóttir
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Ásdís Jörundsdóttir

https://www.facebook.com/events/404418879657892


Simon Rivett sýnir í Populus tremula

Simon-Rivett-web

Laugardaginn 28. september kl. 14.00 opnar breski landslagsmálarinn Simon Rivett myndlistarsýningu í Populus tremula. Simon, sem kemur frá Newcastle, dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir. sjá nánar hér: www.simonrivett.co.uk

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 29. september kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Please Wait to be Seated í Listhúsi, Ólafsfirði

1309_openhouse.jpg

Please Wait to be Seated

flutt af Tilviljunar Systralag

Fimmtudag 26. 09. 2013 | kl.18 til 21

Listhús, Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði

Listamennirnir:          

Catriona Meighan (Bretland): http://www.catrionameighan.com
Danijel Damian Nenadić (Króatía)
Eva M. Alysse Bowd  (Kanada): http://alyssebowd.wordpress.com
Gina R. Furnari  (Bandaríkin): http://www.ginafurnari.com
Lee wansool  (Suður Kórea): http://around-uranus.tumblr.com

 


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í SÍM Galleríinu, Berlín

gpg.jpg

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir verður með myndlistarsýningu í SÍM Galleríinu Neue Bahnhofstrasse 27, Friedrichshain í Berlín.

Fimmtudaginn 26. september, kl. 16:00 – 19:00. Sýningin verður aðeins þennan eina dag.
Guðrún Pálína hefur dvalið í gestavinnustofu SÍM í Berlín 1. – 15. september og fékk úthlutað úr sjóði Muggs til dvalarinnar.

Hún vinnur með ættfræðirannsóknir og ýmsar spurningar tengdum því. Sýningin samanstendur af vatnslitaportrettmyndum.


Opnun í Ketilhúsinu

septpromweb.jpg


SEPTEMBER & ELSKA ÉG MIG SAMT?
Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Ragnheiður Guðmundsdóttir
Laugardaginn 21. september kl. 15 munu þrír listamenn opna sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta eru þau Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Þeir Bjarni og Jón Óskar taka hér aftur upp þráðinn með því að vinna saman stór og voldug málverk fyrir sýninguna September, en hún er að mestu leyti unnin á staðnum vikuna fyrir opnun og vísar titillinn til þess. Ólíkir hugarheimar og efnistök mætast í myndrænum áflogum og leiftrandi sköpunargleði sem einkennir verk þeirra beggja – annars vegar fígúratífur gauragangur Jóns Óskars og hins vegar abstrakt beljandi Bjarna – svo úr læðingi leysast þverstæðukenndir kraftar.

Á efri hæð Ketilhúss sýnir Ragnheiður Guðmundsdóttir undir yfirskriftinni
Elska ég mig samt? þar sem konur, sár þeirra og saga eru viðfangsefnið. Líta má á verkin sem heilunarferli líkamssára sem tilkomin eru vegna tilfinningalegs sársauka og höfnunar á eigin löngunum. Líkaminn verður sjúkur og líkamskvillar ágerast við ófullnægt og bælt tilfinningalíf. Við því er ,,aðeins ein leið til heilunar, [en] það er fyrirgefning og ást... allt annað er blekking.“ (Guðni Gunnarsson)
 
Sýningin stendur til 27. október og er opin kl. 13-17 alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.


Síðasta sýningarhelgi í Ketilhúsinu

stolnarfjadrirpromo.jpg

STOLNAR FJAÐRIR
Þórdís Alda Sigurðardóttir
Nú er komið að síðustu sýningarhelgi á hinni glæsilegu og áhugaverðu sýningu Þórdísar Öldu Stolnar fjaðrir  í Ketilhúsinu á Akureyri. Þórdís sækir efnivið sinn og hugmyndir  í ,,dótakassa samtímans” með öllum þeim efnum, hlutum, tækjum, tólum og klæðum sem er hið raunverulega, daglega sjónarspil stórs hluta mannkyns.

Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Ketilhúsið um helgina og sjá þessa stórbrotnu sýningu.


Sjónlistamiðstöðin er opin ALLA DAGA NEMA MÁNUDAGA OG ÞRIÐJUDAGA frá kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis.

Meira á www.sjonlist.is

Starfslaun listamanna 2014

mynd_logo_1036390

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2014 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 25. september 2013, kl. 17.00.

Sækja skal um listamannalaun á vef Rannís, vefslóðin er: rannis.is
 
Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:
1.   launasjóður hönnuða
2.   launasjóður myndlistarmanna
3.   launasjóður rithöfunda
4.   launasjóður sviðslistafólks
5.   launasjóður tónlistarflytjenda
6.   launasjóður tónskálda
 
Hægt er að sækja um starfslaun fyrir listamann í einn launasjóð eða fleiri, sé verkefni þess eðlis að það falli undir fleiri sjóði en einn. Ennfremur er unnt að sækja um starfslaun fyrir skilgreint samstarfsverkefni listamanna/hópa í einn launasjóð eða fleiri, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn.

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Sjá nánari upplýsingar um ferli og fylgigögn á: www.listamannalaun.is og www.rannis.is


Jóhannes Dagsson sýnir í Mjólkurbúðinni

img_0599_1215059.jpg

Jóhannes Dagsson opnar myndlistasýningu sína „Aftur“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 14.september kl. 15.
 
Verkin á sýningunni eru afrakstur ljóðrænnar könnunar/rannsóknar Jóhannesar á eiginleikum sem yfirleitt eru eignaðir óhlutbundnum myndverkum, svo sem merkingarbæru formi, litum og endurtekningu sem myndrænt stef. Sem slíkir eru þessi eiginleikar vitanlega hluti af hvaða mynd sem vera skal, en hér veltir hann þeim fyrir sér sem hluta af arfleið myndlistar, og þá sérstaklega málverksins. Hér er stutt í skrautið og merkingarleysið (eins og Kandinsky óttaðist svo mjög) og jafnvel enn styttra í verk annarra og betur þekktra höfunda.
               
Efniviðurinn í verkin kemur úr náttúruupplifunum listamannsins, en í stað þess að vinna meira eða minna beint uppúr þeim er frekar unnið með upprifjanir, afbakanir og tilfinningalega uppspenntar útgáfur, eins og til þess að einangra betur þau einkenni sem hann hefur áhuga á. Í grunninn snýst þetta um hvað við sjáum og hvað við sjáum ekki.
               
 „Aftur“ vísar því ekki aðeins til þess að efnið er gamalt og endurunnið heldur einnig til endurtekningarinnar (eins og í aftur og aftur) og í að viðfangsefnið hefur verið unnið aftur og aftur.
 
Jóhannes Dagsson lauk námi frá Edinburgh College of Art 2003, og frá University of Calgary 2012. Jóhannes hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nærri því jafn mörgum samsýningum.
 
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga meðan sýningin stendur kl. 14-17 og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook - Vertu vinur!
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband