Færsluflokkur: Menning og listir
26.10.2016 | 16:10
Joan Jonas og Ásdís Sif Gunnarsdóttir opna í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 29. október kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri; sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og sýning bandarísku listakonunnar Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 / Volcano Saga, 1985.
Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborginni New York í Bandaríkjunum. Jonas hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.
Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga, frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggðum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum.
Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri. Sýningarnar eru unnar í samstarfi Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri. Sérstakir styrktaraðilar eru Safnráð og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.
Listamannaspjall með Joan Jonas:
Þriðjudaginn 25. október kl. 12.30 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listaháskóla Íslands Laugarnesi. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 30. október kl. 15 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir (1976) hefur vakið athygli fyrir vídeó innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Það er því engin tilviljun að hún setji upp sýningu á nýjum verkum í Listasafninu á Akureyri á sama tíma og Joan Jonas. Líkt og í verkum Jonas er sterkur kvenlegur undirtónn í verkum Ásdísar Sifjar sem oft er settur fram á ljóðrænan hátt og af tilfinninganæmi. Frásagnir, lífsreynsla og ferðalög konu eru í forgrunni.
Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún heldur Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40, undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Ókeypis aðgangur.
Sýningarstjóri sýninganna tveggja í Listasafninu á Akureyri er Hlynur Hallsson og þær standa báðar til 8. janúar 2017. Opnunartími er þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Ókeypis aðgangur.
https://www.facebook.com/events/322471614794623
https://www.facebook.com/events/1797318790551368
25.10.2016 | 10:12
Ásdís Sif Gunnarsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri
Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nýlegar vídeó innsetningar sínar, hugmyndafræðina sem býr að baki og hvaða vinnuaðferðum hún beitir. Aðgangur er ókeypis.
Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún hefur vakið athygli fyrir vídeó-innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Ásdís Sif opnar sýninguna Sýn í þokunni í Listasafninu laugardaginn 29. október kl. 15.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.
19.10.2016 | 13:38
HAM-MAN í Kaktus
Loksins! Loksins! Á laugardaginn verður frumsýnt tónlistarmyndbandi HAM-MAN í Kaktus kl. 21:15! HAM-MAN varð til á síðasta degi RóTar 2016. Myndbandið verður sýnt á heila tímanum til miðnættis - svo verður öllum hent út. Dans og glaumur.
Fyrir myndir af ferlinu:
http://www.rot-project.com/d.-7--2016
///
Finally!! This saturday we will premier the infamous HAM-MAN music video in Kaktus, Akureyri. HAM-MAN was created on the last day of RóT 2016. The video will be showed every hour on the hour untill midnight - then you have to leave ok bæ. Dancing and joy..
Photos and info:
http://www.rot-project.com/d.-7--2016
https://www.facebook.com/events/1118056381580911
17.10.2016 | 09:19
ART AK, gallerý og vinnustofur myndlistarmanna opnar með sýningunni KAOS
OPNUN-OPNUN-OPNUN-NÝTT-NÝTT-NÝTT-FRÉTTIR!
ART AK, gallerý og vinnustofur myndlistarmanna.
Opnar með myndlistarsýningunni "KAOS"
kl. 13:00 laugardaginn 22. okt.
Léttar veitingar í boði.
Allir hjartanlega velkomnir
ART AK, Strandgata 53, 600 Akureyri
https://www.facebook.com/art.akureyri.iceland/
Myndlistamennirnir sem sýna eru:
Aðalsteinn Þórsson
Ásta Bára Pétursdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Dagrún Matthíasdóttir
Elísabet Ásgrímsdóttir
Guðbjörg Ringsted
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Heiðdís Hólm
Hrefna Harðardóttir
Hrönn Einarsdóttir
James Earl
Jónborg Sigurðardóttir
Jónína Björg Helgadóttir
Magnús Helgason
Ólafur Sveinsson
Thora Karlsdottir
https://www.facebook.com/events/984495751676722
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2016 | 21:34
Þórgunnur Oddsdóttir sýnir Fundin fjöll í Mjólkurbúðinni
Fundin fjöll tilraunastofa í landslagsmálun
Laugardaginn 15. október kl. 14:00 opnar Þórgunnur Oddsdóttir myndlistarsýninguna Fundin fjöll tilraunastofa í landslagsmálun í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
Þórgunnur vinnur oft með fundna hluti í verkum sínum og leikur sér að því að setja þá í nýtt samhengi. Á sýningunni í Mjólkurbúðinni eru gamlar og flagnaðar málningaflyksur útgangspunkturinn en Þórgunnur notar liti þeirra og form sem innblástur að landslagsmálverkum.
Opnunin á laugardaginn markar í raun upphaf vikulangs gjörnings því Þórgunnur hefur sett upp vinnustofu í galleríinu og hyggst vinna að verkunum á staðnum. Afrakstur vinnunnar verður sýndur dagana 22. og 23. október.
Þórgunnur lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á Akureyri.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Þórgunnur í síma: 820 8188.
www.thorgunnur.info
https://www.facebook.com/events/340692342948460
11.10.2016 | 20:20
Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýna í Kaktus
Fimmtudaginn 27. október kl. 20:00 opna listakvendin Þórgunnur Þórsdóttir og Sara Sigurðardóttir sýninguna: Órói, í Kaktus, Akureyri. Opnunin stendur yfir í fjóra tíma, með tilheyrandi veigum og fatamarkaði. Plötusnúðurinn Vélarnar - hirðsnúður Eyjafjarðar - tryllir lýðinn.
Sýningin verður opin sem hér segir :
[fim] 27. okt: 20:00 - 24:00
[fös] 28. okt: 14:00 - 22:00
[lau] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (f. 1991) og Sara Sigurðardóttir (f. 1993) útskrifuðust báðar með Diplómu frá Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og síðar meir með BA í Myndlist frá University of Cumbria, Institude of the Arts. Órói er þeirra önnur samsýning, en hér gefst fólki færi á að sjá - í fyrsta sinn á Íslandi - brot af þeim verkum sem unnin voru í Englandi á árunum 2014-16.
Til sýnis verða ljósmyndir, teikningar, málverk og skúlptúrverk. Þó að framsetningin sé formföst einkennir þyngdarleysi og leikgleði verkin. Tvær ólíkar raddir leitast við að finna sína tíðni í heimi sem er álíka súr og límónudjús. Í nær barnslegu sakleysi varpa þær fram hugmyndum um stöðu mannverunnar, og tvískiptingu tilverunnar á landamærum draums og vöku.
Glaumur, gleði, undrun og útúrsnúningar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
[English]
You are cordially invited to the opening of the exhibition Órói, in Kaktus art space, on the 27th og October. The Opening starts at 8 pm and continues until midnight. There will be some free drinks, a pop up market, and music played by the one and only: DJ Vélarnar.
The opening hours are as follows:
[Thu] 27. okt: 20:00 - 24:00
[Fri] 28. okt: 14:00 - 22:00
[Sat] 29. okt: 14:00 - 22:00
Þórgunnur Þórsdóttir (born 1991) and Sara Sigurðardóttir (born 1993) both studied drawing at Reykjavík School of the Arts before graduating with BA (hons) in Fine Art from the University of Cumbria, Institute of the Arts. Órói is their second collaborative exhibition, showcasing, -for the first time in Iceland-, a selection of works made during their time in the UK 2014 - 16.
On display are photographs, drawings, paintings and sculpture. The work is playful and vibrant. Two different minds seek to find meaning and boundaries in a world that seems abstract and sometimes absurd. The focal point is the figure that tries to deal with her reality.
We look forward to seeing you!
https://www.facebook.com/events/282521825474675
9.10.2016 | 10:25
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu
Þriðjudaginn 11. október kl. 17-17.40 heldur Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, sviðshöfundur, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Þetta er allt eins og klukknahljómur úr djúpinu. Í fyrirlestrinum fjallar hún um tilurð verka sinna og veitir innsýn í starfsaðferðir sínar sem sviðshöfundur og lýsir hugmyndafræðinni að baki þeim. Einnig mun hún ræða um sína áhrifavalda og það sem henni þykir nauðsynlegt í sköpun. Aðgangur er ókeypis.
Ragnheiður Harpa lauk B.A. námi úr Listaháskóla Íslands 2011 og lagði stund á sambærilegt nám í University of Dartington 2010. Hún hefur starfað á ýmsum sviðum leikhúss og myndlistar, samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga bæði á Íslandi og erlendis. Af verkum hennar má nefna Söng kranans, sem tilnefnt var til Grímunnar 2016, Skínöldu, samstöðugjörning með ljósi fyrir UN Women, og Flugrákir:
og veröldin var sungin fram, lokaverk Listahátíðar 2014. Ragnheiður Harpa stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, gefið út smásögur og vinnur nú að ljóðahandriti sem verður frumflutt á ljóðahátíð í Istanbúl í haust.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.
7.10.2016 | 09:39
Ljósmyndabók um Kjólagjörninginn
Í tilefni af sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljósmyndabók hennar og Björns Jónssonar gefin út 12. nóvember. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015 þar sem hún klæddi sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæddist kjól til allra verka. Á meðan á gjörningnum stóð tók Björn daglega ljósmyndir af Thoru. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna.
Á vefsíðu Karolina Fund stendur yfir hópfjármögnun þar sem hægt er að kaupa bókina fyrirfram. HÉR má sjá frekari upplýsingar: https://www.karolinafund.com/project/view/1516
7.10.2016 | 09:34
Cistam sýnir á Bókasafni Háskólans á Akureyri
Cistam er listamannsnafn James Earl Ero Cisneros Tamidles, sem er 25 ára gamall listamaður og parkourþjálfari á Akureyri. Hann er fæddur á Filippseyjum en flutti hingað til lands með móður sinni þegar hann var 6 ára og hefur búið hér síðan. Hann gekk fyrst í Hrafnagilsskóla, síðan í Oddeyrarskóla og lauk svo stúdentsprófi frá MA 2011. Hann stundaði jafnframt nám í Myndlistaskólanum á Akureyri og brautskráðist úr fagurlistadeild 2015.
Cistam hefur vinnustofu á þriðju hæð í Rósenborg, var áður á efstu hæð Listasafnsins. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum og átt verk víða. Hann gerði spreylistaverk í Gilinu á Akureyrarvöku 2014 og hélt þá líka einkasýningu í MA. Hann hefur einnig átt vegglistaverk á Hjalteyri og sýndi ásamt Jónínu Björgu Helgadóttur í MA 2015. Þá tók hann þátt í samsýningunni Sköpun bernskunnar 2016. Þá er ótalið að hann hefur leyft teikniáráttunni að blómstra við að gera skopmyndir í útskriftarbækur framhaldsskólanna, Carminu og Minervu, á árunum 2010-2016.
Samhliða listinni hefur James lagt mikla áherslu á hreyfingu á borð við parkour og segir þá íþróttaiðkun hafa verið sér mikill innblástur ásamt tölvuleikjum, teiknimyndum og myndasögum.
Í þessari sýningu er hann að prófa sig áfram með olíumálningu og viðfangið hans eru norðurljósin. Hann málar landslag eftir ljósmynd og norðurljósin sjálf eftir upplifun, þar sem þau eru síbreytileg á næturhimninum.
Sýningin stendur til 31. október 2016 og er opin á opnunartímum bókasafnsins, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 18:00. Lokað um helgar.
4.10.2016 | 20:58
Ljósmyndamessa í Deiglunni
Helgina 8. - 9. október fer fram ljósmyndamessa í Deiglunni.
Þar verða til sýnis ljósmyndir eftir norðlenskt listafólk, bæði sem stundar iðju sína af áhuga og eldmóði eða starfar við ljósmyndun á einn eða annan hátt.
Sýningarstjóri er Daníel Starrason
Sýningin er opin kl 14 - 17 á laugardag og sunnudag
Allir eru velkomnir.
Þátttakendur:
Daníel Starrason
Eyþór Ingi Jónsson
Linda Ólafsdóttir
Völundur Jónsson
Margrét Elfa Jónsdóttir
Agnes Heiða Skúladóttir
Rolf Birgir Hannén
Elver Freyr Pálsson
Ljósmyndamessan er á vegum Gilfélagsins og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Akureyrarstofu.
https://www.facebook.com/events/1201630156561972