Færsluflokkur: Menning og listir

"Jón Stefánsson og listaskóli Matisse", Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_1478874548_margre-t-eli-sabet-o-lafsdo-ttir-vefur

Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Jón Stefánsson og listaskóli Matisse. Í fyrirlestrinum fjallar hún um dvöl Jóns Stefánssonar í listaskóla Henri Matisse í París og þau áhrif sem Jón hafði í kjölfarið á íslenska myndlistarmenn. Margrét Elísabet er doktor í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla og leggur stund á rannsóknir á íslenskri myndlist. Hún hefur starfað sem sýningarstjóri, gagnrýnandi, háskólakennari og blaðamaður. Aðgangur er ókeypis.

Jón Stefánsson er einn af frumherjum íslenskrar myndlistar. Hann hafði mikil áhrif á aðra myndlistarmenn sem voru honum samtíða, s.s. Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Þorvald Skúlason. Jón hóf myndlistarnám í Kaupmannahöfn en fór síðan til Parísar og sótti listaskóla Henri Matisse. Matisse stofnaði skólann árið 1908 og starfrækti hann í þrjú ár. Ætlun hans var að miðla hugmyndum sínum um málaralist til nemenda sem flestir komu frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Þremur árum síðar komst hann að þeirri niðurstöðu að þau áform hefðu mistekist.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Bókarkynning í Listasafninu á Akureyri: 280 kjólar

large_1478791666_large_thora-gul

Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora Karlsdottir kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna Kjólagjörningur, sem lýkur næstkomandi sunnudag. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu. Léttar veitingar verða í boði og allir áhugasamir velkomnir.

listak.is


Birgir Sigurðsson sýnir Í TÚNINU HEIMA í Mjólkurbúðinni

14955923_10153942358872231_2341241684782289039_n

Birgir Sigurðsson opnar sýninguna Í TÚNINU HEIMA í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 11.nóvember kl. 20:30.

Birgir Sigurðsson um sýninguna:
,,Sýningarnar Í túninu heima – fyrri hluti eru óður minn til bernskunnar. Til foreldranna, til bræðra minna og til allra þeirra sem voru mér samferða á Akureyri á uppvaxtarárum mínum.

Að gefa sér þetta tækifæri til að skoða og tengjast þessu æviskeiði er í senn mjög krefjandi og mjög gefandi. Núna, sem fullorðinn einstaklingur, gef ég myndlistarmanninum í mér leyfi að eiga sitt eigið samtal við mótunarár mín. Í Gallerí Forstofu verður hálftímalangur gjörningur með ljóðum, söng og hreyfingum. Síðan verður farið yfir götuna og í Mjólkurbúðinni tekur á móti okkur ljós- og videoinnsetning".

Sýningin Í TÚNINU HEIMA stendur til yfir dagana 11.-13. nóvember.


Leiðsögn, sýningarlok og bókarkynning í Listasafninu á Akureyri

large_1478618826_thora2

Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu, Ketilhúsi en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Thora og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu.

Á sýningunni Kjólagjörningur má sjá afrakstur níu mánaða gjörnings Thoru Karlsdottur sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Í daglegri skapandi skuldbindingu getur allt gerst! Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar. Björn Jónsson tók daglega ljósmyndir af Thoru í kjól. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna. Í sameiningu gefa þau út bók um Kjólagjörninginn. Thora Karlsdottir útskrifaðist úr Europäische Kunstakademie í Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið níu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og víða erlendis. 

listak.is


Magnús Helgason sýnir á Bókasafni HA

bokasafn-syning123

Málverk og ljósmyndir á Bókasafni HA
Útmáð fortíð því fólk er fífl – Magnús Helgason

Opnun verður þann 10. nóvember 2016 kl. 16:00-18:00 á Bókasafni Háskólans á Akureyri með verk eftir Magnús Helgason, fæddur 1977. Hann lærði myndlist í AKI Hollandi, útskrifaðist 2001. Sýningin varir til 15. desember og allir eru hjartanlega velkomnir.

Eftir útskrift lagði Magnús stund á hreyfimyndagerð og tilraunakvikmyndun ásamt málaralistinni. Undanfarin ár hafa málverkin þó verið helsta viðfangsefnið.

Málverkin eru unnin úr fundnum efniviði sem verður á vegi listamannsins og eru þar af leiðandi nokkurskonar úthugsaðar tilviljanir.
Málverkin sem hér eru sýnd eru allt frá því að vera fimm ára gömul til þess að vera splunkuný. Einnig eru til sýnis hversdagslegar ljósmyndatilraunir, en þetta er fyrsta ljósmyndasýning Magnúsar.

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.


Pamela Swainson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

14955961_1272380039450502_8296800038713948149_n

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Pamela Swainson, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Familiar Strangers. Aðgangur er ókeypis.

Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Fyrirlesturinn er kynning á sjónrænum könnunarleiðangri Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Almar Alfreðsson, vöruhönnuður með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

14632853_1265299146825258_2487779065830237000_n

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17-17.40 heldur Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hvað liggur að baki? Í fyrirlestrinum fjallar hann um af hverju vöruhönnun varð fyrir valinu, Jón í lit ævintýrið, Sjoppulífið og hvernig sögur og tilfinningar veita honum innblástur við hönnun.

Almar útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2011. Hann hefur frá 2012 eingöngu unnið sem vöruhönnuður og rekur ásamt eiginkonu sinni hönnunarfyrirtækið Almar vöruhönnun, en það framleiðir meðal annars Jón í lit. Einnig eiga þau hjónin minnstu og einu hönnunarsjoppu landsins, Sjoppuna vöruhús, sem staðsett er í Listagilinu.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri

14516488_1259774974044342_3517151491702264020_n

Sunnudaginn 30. október kl. 15 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri í tilefni sýninga hennar í Listasafninu á Akureyri og í Listasafni Íslands. Samtalið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Joan Jonas: Artist talk, Sunday October 30th at 3 pm. Scroll down for english.

Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðafólk sitt, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor emmeritus við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.

Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga, 1985, frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Verk hennar Reanimation, sem sýnt er í Listasafni Íslands, er sprottið af lestri hennar áKristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, örstuttri tilvísun skáldsins í Eyrbyggju , lagðri í munn sögumanni og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína.

Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún kynntist hinni nýju tækni í Japan árið 1970, þegar fyrstu handhægu upptökuvélarnar voru nýkomnar á markað. Hún hafði þá stundað höggmyndalist í nokkur ár, danslist hjá danshöfundunum Trishu Brown og Yvonne Reiner auk gjörninga, sem hún sviðsetti með margháttaðri notkun spegla sem brjóta upp einhliða skynheim áhorfandans og beina athygli hans í margar áttir samtímis. Grundvöllur Jonas hefur ætíð verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttarbrestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið.

Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri.

Sýningarstjórar eru Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Sýningarnar eru samstarfsverkefni safnanna beggja og eru styrktar af sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi og Safnaráði.
---
Joan Jonas (b. 1936) is a pioneer of video and performance art and one of the most acclaimed working artists. She has had a profound impact on her contemporaries and her award-winning work has been the subject of several retrospectives at major art museums. Additionally, she is professor emerita at MIT (Massachussets Institute of Technology).
Joan Jonas represented the US at the Venice Biennale in 2015.

Joan Jonas came to Iceland in the 1980s. Her impressions of the visit inspired Volcano Saga, 1985 - a video made with actress Tilda Swinton in the role of Guðrún Ósvífursdóttir. This close reference to Laxdaela Saga was a prelude to further works by Jonas based on Icelandic literature, both ancient and recent. Reanimation is rooted in her interpretation of Halldór Laxness’ novel Under the Glacier.

Joan Jonas is among the first artists to use the video camera in her works. She discovered the new device on a journey to Japan in 1970 when the Portapak was in its prime. Prior to this, Jonas’ worked in sculpture, took workshops in dance (with such choreographers as Trisha Brown and Yvonne Rainer) and created performances, which she staged with various kind of mirrors, used to divert and splinter the spectator‘s sense of perception. Despite the diversity of her work and variety of mediums, Jonas‘ core remains consistent. During a performance, the audience watches Jonas continuously activate the stage. She interacts with figures in her video projections or intermixes the projections with live drawings made on an overhead projector. She creates noise with bells, rustling paper or percussive instruments. The spectator stays busy, following the scenes as they intuitively flow into each other.

Joan Jonas´s works Reanimation Detail, 2010 / 2012 and Volcano Saga, 1985 are now shown for the first time in Iceland, at the National Gallery of Iceland and the Akureyri Art Museum and are a collaboration of the two art museums. Curators are Birta Guðjónsdóttir and Hlynur Hallsson.

www.listak.is

https://www.facebook.com/events/708747305948923


Norðanvindur 2016

nv-final-s_1_orig

Norðanvindur 2016 (Music + sound art festival)

Friday 28.10
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
19:00 Girilal Baars (Voice, hurdy-gurdy) 19:30 Gail Priest (voice, electronics)

Saturday 29.10
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
Installations
14:00 Songmapping: Olafsfjordur by Gail Priest 2016-10-29 by Sebastian Franzén
Ketilhúsið, Listagili (Kaupvangstræti 8, Akureyri)
17:00 Girilal Baars + Arna Guðný Valsdóttir (voice)
Salur Myndlistarfélagsins (Kaupvangstræti 10, Akureyri)
17:30 Sebastian Franzén (Voice, video, electronics)

20:00 Michael Terren (electronics) 20:30 Lárus H List (electronics)

Sunday 30.10
Verksmiðjan á Hjalteyri
15:00 Thomas Watkiss, Kate Carr, Gail Priest, Michael Terren & Sebastian Franzén
Free admission

Follow on Facebook event: https://www.facebook.com/events/164274887366229/
Presented by Listhus ses. (www.listhus.com) Collaboration with Myndlistarfélagið.

Supported by Menningarráð Eyþings, Tónskóli Fjallabyggðar, Listasafnið á Akureyri (Akureyri Art Museum), Verksmiðjan á Hjalteyri


Joris Rademaker sýnir í Mjólkurbúðinni

14633292_10153901829037231_5255326498239028213_o

Joris Rademaker opnar sýninguna Skuggaverk, laugardaginn 29. október kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Joris Rademaker sýnir nýtt verk sem hann vann 2015. Verkið er úr 60 trékubbum, lágmynd, og byggð á grunnformunum þremur og leika skuggarnir stórt hlutverk.

Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og lýkur sunnudaginn 6. nóvember. Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband