Færsluflokkur: Menning og listir

Lista- og handverksmessa í Deiglunni

24172773_744412239075500_4180900301655428429_o

Hin árlega Lista- og handverksmessa Gilfélagsins fer fram í Deiglunni nú um helgina. 

Opnunartímar eru:
Föstudagur   1. desember: 19 -  22
Laugardagur 2. desember: 13 - 17

Á markaðnum kennir ýmissa grasa og upplagt er að koma og njóta lista og handverks og kannski versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Hadda
Jóna Bergdal
Edda Aspar
Fanney Rafnsdóttir
Kristín Bjarnadóttir
Guðrún Steingrímsdóttir
Guðríður Steindórsdóttir
Sigurlín Stefánsdóttir
Agnes Arnardóttir
Hans Miniar Jónsson
Adam Óskarsson
Ragney og Ásta Bára
Hjördís Frímann
Hildur Marinósdóttir

https://www.facebook.com/events/144418426206920


Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, opnuð í Listasafninu

23593475_1659688700719632_4952737854224568042_o

Laugardaginn 25. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kul, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð. 

Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er þriðja árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Útskriftarsýningin stendur til 3. desember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

Nemendurnir eru Agnes Ísól Friðriksdóttir, Axel Frans Gústavsson, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Indíana Líf Ingvadóttir, Kári Ármannsson, Líf Sigurðardóttir, Magnús Amadeus Guðmundsson, Margrét Brá Jónasdóttir, Marian Rivera Hreinsdóttir, Viktor Jort Hollanders, Össur Hafþórsson, Andrea Ósk Margrétardóttir, Elísa Ýrr Erlendsdóttir, Hugrún Eir Aðalgeirsdóttir og Victoria Rachel Zamora.

Mynd: Kári Ármannsson

https://www.facebook.com/events/2004823486400864


Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

23658870_740559766127414_5596204300105756034_n

Rhizome

Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

Þér er boðið á opnun Rhizome, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Jessicu Tawczynski í Deiglunni laugardaginn 25. nóvember kl. 14 – 17. Einnig opið sunnudag kl. 14 – 17. Léttar veitingar og listamaðurinn verður á staðnum.

Sýningin Rhizome (e. Jarðstöngull) undirstikar áhuga myndlistarmannsins Jessicu Tawczynski á eðli jarðstöngulsins eins og hann er kynntur af heimspekingunum Deleuze og Guittari. Jarðstöglinum er lýst sem rótarkerfi eða korti, eitthvað sem getur ekki fjölgað sér án þess að umbreytast, veruleiki sem er síbreytilegur en fastur í hringrás líðandi stundar.

Jessica skapar sér sjónrænt tungumál með því að daðra við vísinda- og heimspekikenningar ásamt því að samtvinna akademíska þekkingu og reynslu. Verkin sem verða til sýnis samanstanda af fjölda prenta sem eru klippt saman og nýta sér samtal teikningar, málverksins og grafík. Tungumálið er byggt upp af þessu samspili á yfirborðinu og gefa til kynna einhverskonar hreyfingu lífveru sem umbreytir landslaginu, eða kerfisbundinni formgerð þar sem hlutir fara út og inn úr tilverunni.

Um listamanninn:
Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. Boston Young Contemporaries 2017, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael. 
Jessica Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

///

Rhizome

Jessica Tawczynski shows new work in Deiglan

You are invited to the opening of Rhizome by artist in residence Jessica Tawczynski in Deiglan on Saturday November 25th at 2 – 5 pm. Also open on Sunday 2 – 5 pm. Light refreshments and the artist will be present.

The exhibition, Rhizome, highlights, artist Jessica Tawczynski’s interest in the philosophy of the Rhizome, presented by Deleuze and Guittari. The Rhizome is identified to be something like a root system or a map; something that cannot increase in number without changing in nature, a reality that is always transforming, stuck in a cycling present moment.

Tinkering with scientific and philosophical theory, and demonstrating the collaboration between academic and experiential knowledge, Tawczynski creates a visual language that implies an intuitive, transforming kind of logic.

Tawczynski’s exhibited work is made of multiple prints. Collaged together, they create and utilize the dialogue of drawing, painting, and print culture. This language is built of interactions across the surface, echoing the movement of a kind of organism, transforming landscape, or systematic structure in which things pop in and out of existence.

Rhizome, creates a performative reality, invoking a method of looking that intensifies periods of uncertainty. Ultimately, the work unfolds as an experimental investigation of the nature of things.

About the Artist:
Jessica Tawczynski graduated with her Master’s Degree in 2D Fine Art from MassArt, and received her BFA from UMass Lowell. She is a recipient of the Becker Scholarship at MassArt and received an Award of Excellence from UMass Lowell presented by the Vice Provost in 2014. Tawczynski has been in a number of group shows including Boston Young Contemporaries 2017, at Boston University, High Rock Tower, in Brooklyn, NY, Wareham Street Studios in Boston, MA, and Shenkar College in Tel-Aviv, Israel. Tawczynski is currently the Artist in Residence at the Gilfelag Artist Residency in Akureyri, Iceland for the month of November, 2017. She lives and works in Boston, Massachusetts, USA.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

https://www.facebook.com/events/351891395276089


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu í Hofi

20171020-fm2q2070-22860

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Endurtekningar í Hofi þann 18.nóvember kl.16.00. 

"Endurtekningar eru oft uppstaðan í handverki. Sama sporið er saumað út aftur og aftur. Munsturbekkur er endurtekinn sextán sinnum.

Endurtaktu. Sama lykkjan er prjónuð aftur og aftur. Endurtaktu. Úr því verður til stykki. Í blúndu er sama mynstrið endurtekið nokkrum sinnum og svo rammað inn með kanti. Endurtekið mynstur skapar heilt stykki, heild.

Endurtekningar eru gjarnan inntak í verkum Helgu Sigríðar.

Helga miðlar handverki í formi heklaðra blúndustykkja áfram í málverki. Mynstrið í blúndunni endurvarpast á strigaflöt í málverki. Með því móti miðlast orka úr handverki einhverrar óþekktrar konu inní nýtt verk Helgu. Stykki sem kona gerði hér áður er endurnýtt og hennar handverki er endurvarpað inn í okkar samtíma. Þannig eru eru líka hlutar úr því varðveittir. Með endurtekningu á þessu endurvarpi verður til nýtt mynstur. Litir og áferð varpa nýju ljósi á mynstrið og úr verður önnur heild.

Endursköpun á sér stað, nýjar heildir verða til."

Kristín Þóra Kjartansdóttir

https://www.mak.is/is/vidburdir/opnun-endurtekningar


Jessica Tawczynski með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

23467420_1655888494432986_7521828443239797121_o

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu, Ketilhúsi. Í fyrirlestrinum mun Jessica fjalla um nálgun sína í listinni og hvernig hún hefur skapað sitt eigið sjónræna tungumál.

Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. Boston Young Contemporaries 2017, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael. Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Fyrirlestraröðin hefst að nýju um miðjan janúar 2018.


listak.is


Ragnar Hólm sýnir í Deiglunni

RHR-Deiglan2-768x504

B I R T U S K I L

Ragnar Hólm sýnir í Deiglunni

Laugardaginn 18. nóvember kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson einkasýningu á nýjum vatnslitamyndum og fáeinum olíumálverkum í Deiglunni.

„Ég er einkum að glíma við impressjóníska túlkun á landslagi í myndunum mínum og reyni að fanga hina íslensku birtu, samspil ljóss og skugga, innrammaða í form náttúrunnar. Það má segja að síðasta árið hafi orðið ákveðin vatnaskil í myndlistinni hjá mér, það hefur eitthvað breyst og e.t.v. eru að koma betur og betur í ljós áhrifin frá hinni norrænu vatnslitahefð sem er ansi kraftmikil og á sér djúpar rætur í norrænni menningu. Vatnslitir njóta mun meiri virðingar á hinum Norðurlöndunum og raunar annars staðar í Evrópu en hér heima. Stundum hefur mér fundist eins og Íslendingar líti á vatnsliti sem eitthvert dúllerí en þeir eru þegar öllu er á botninn hvolft erfiðasti miðillinn þegar fengist er við málverk,“ segir Ragnar Hólm um sýninguna í Deiglunni.

Sýningin er opin frá kl. 14-17 laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.

Deiglan er staðsett í Kaupvangsstræti 23, Listagilinu, Akureyri.

http://listagil.is


Maureen Patricia Clark sýnir í Deiglunni

23244336_734712466712144_5181330741900201642_n

Verið velkomin á opnun Color Me Happy eftir Maureen Patricia Clark í Deiglunni, laugardaginn 11. nóv.  kl. 14 – 17.  Einnig opið sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 – 17, aðeins þessa einu helgi!  

Deiglan er staðsett í Kaupvangsstræti 23, Listagilinu, Akureyri.

You are invited to the opening of Color Me Happy,  art exhibition by Maureen Patricia Clark in Deiglan, Saturday Nov. 11 at 14 - 17. Also open on Sunday at 14 - 17.

 

Hvað er á döfinni?

11. - 12. nóvember, kl. 14 - 17
Color Me Happy - Myndlistasýning - Maureen Patricia Clark

14. nóvember, kl. 17
Jessica Tawczynski, gestalistamaður Gilfélagsins, heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu

18. - 19. nóvember, kl. 14 - 17
Birtuskil - Myndlistasýning  - Ragnar Hólm

25. - 26. nóvember
Jessica Tawczynski sýnir afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins

28. nóvember kl. 19:30
Skyggnilýsingarfundur með Sue Carrol, aðgangseyrir.

1. - 2. desember
Lista- og Handverksmessa Gilfélagsins

9. - 10. desember
Gellur sem mála - Myndlistasýning

15. - 17. desember
Amanda Marsh - Myndlistasýning

21. - 23. desmeber
Julia DePinto sýnir afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins

http://listagil.is


Ýmir Grönvold opnar sýningu í Kaktus

23316825_2495176490706995_3068145555204743812_n

The Fool // Flónið. Ýmir Grönvold

https://www.facebook.com/events/1956235177997409

Opnun laugardaginn 11. nóvember 2017 kl. 19:00

Just an idea – as you said yesterday, that you see similarities in tarot cards/interpretations of each card vs. art pieces/interpretation of it, so the essence in both of them is - there is no wrong card, and obviously, there is no wrong art, right? So, my point is, that in both situations, there are no wrong answers (in the interpretations, or the process itself).

So maybe, just maybe, that somehow could be the title? Like – “There are no wrong answers”. Like, you know, when you look at an art piece, no matter the artist idea, you still wonder - What is that? Why and how etc. But, at the end, there are no wrong guesses, no wrong thoughts, because everybody is allowed to interpret a piece their own way, and I kind of always loved it about contemporary art, that signs may be taken out far from their initial meaning and used in a different way, but still, there are no wrong ways of doing that.

I dont know, if you are getting into all this, or is my mind just drifting in the wrong direction.


Hugleikur Dagsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_hugleikur-dagsson

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Hugleikur Dagsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugleikir. Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um 15 ára feril sinn sem sjálfstætt starfandi höfundur myndasagna, leikrita, sjónvarpsþátta og uppistands. Hugleikur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2002. Aðgangur er ókeypis.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Síðasti fyrirlestur ársins heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski, þriðjudaginn 14. nóvember. Fyrirlestraröðin hefst að nýju um miðjan janúar 2018.

listak.is


Laugardagsleiðsögn í Listasafninu á Akureyri

large_nh2a0563

Laugardaginn 4. nóvember kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningar Rúrí, Jafnvægi-Úr Jafnvægi, og Friðgeirs Helgasonar, Stemning. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.

Á sýningu sinni leggur Rúrí listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda. Verkið er innsetning og er samsett úr fjölda eininga.

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnað skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar að gerð en byggja allar á jafnvægi. Vogir og ýmis önnur mælitæki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af þeim heimi sem við þekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki við ójafnvæga afstöðu milli t.d. hagkerfa og vatnsforða jarðar, stríðs og friðar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016)

Rúrí hefur starfað að myndlist frá 1974. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og þau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk þess sem útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp bæði á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verkið Archive – Endangered Waters vakti mikla athygli. Frekari upplýsingar má finna á ruri.is.

Stemning þjóðveganna fönguð

Friðgeir Helgason (f. 1966) flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann lagði stund á kvikmyndagerð í Los Angeles City College í Hollywood 2005-2006, þar sem ljósmyndun fangaði huga hans. Hann stundaði ljósmyndanám við sama skóla frá 2006 til 2009 og hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ljósmyndirnar á þessari sýningu voru teknar á árunum 2008-2013 þegar ég þvældist um þau svæði sem mér þykir vænst um: annars vegar á Íslandi og hins vegar í Louisiana í Suðurríkjum Bandaríkjanna,“ segir Friðgeir. „Myndirnar voru allar teknar á Kodakfilmu sem ég prentaði í stækkara upp á gamla mátann. Það jafnast fátt á við að keyra stefnulaust um þjóðvegi með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmu í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla við innfædda. Skynja andrúmsloftið og taka ljósmynd þegar tækifæri gefst. Þessi sýning á að fanga þá stemningu.“

listak.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband