Færsluflokkur: Menning og listir

Sunnudagskaffi með skapandi fólki, Hlynur Hallsson

2

Myndlist og myndlist, Hlynur Hallsson

Sunnudaginn 5. nóv. kl. 15.00 – 16.00 mun Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri frá Akureyri vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Þar mun hann segja frá skapandi starfi í Listasafninu á Akureyri og skrefunum frá því að vera myndlistarmaður, sjálfstæður sýningarstóri og til þess að vera safnstjóri Listasafns. Frá samþættingu kennslu, sýningarstjórnunar og myndlistar á vettvangi grasrótar og stofnunar.
Að erindi loknu verða kaffiveitingar og allir velkomnir.


Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968, kvæntur og á fimm börn.

Myndlistarnám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-90 og í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990-93. Erasmus-styrkur til náms í Þýskalandi. 1993-96 framhaldsnám í myndlist við listaháskólana í Hannover, Hamborg og Düsseldorf. Mastersgráða frá FH í Hannover 1997.

Hlynur hlaut tveggja ára starfslaun Kunstverein Hannover 1997-99, viðurkenningu Listasjóðs Pennans (Dungal sjóðurinn) árið 2000. Árs starfslaun listamanna í Neðra-Saxlandi árið 2000 og verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra saxlandi árið 2001. Sex mánaða starfslaun Menntamálaráðuneytisins 1997, 2003, 2004, 2011 og 2013 og tveggja ára starfslaun listamanna árið 2006. Hann hlaut Barkenhoffstyrkinn í Worpswede árið 2002 og vinnustofudvöl hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Hann var bæjarlistamaður Akureyrar 2005 og hlaut sama ár Sparda-Bank verðlaunin í Hannover. Hlynur hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1999 og Listaháskóla Íslands frá 2001. Hlynur hefur einnig tekið að sér stundakennslu við Háskólann á Akureyri.

Hlynur rak sýningarrýmið Kunstraum Wohnraum ásamt konu sinni Kristínu Kjartansdóttur heima hjá þeim í stofu 1994-2010. Hefur gefið út tímaritið Blatt Blað frá 1994. Hefur einnig skipulagt fjölda sýninga og uppákoma ásamt öðrum myndlistarmönnum eins og GUK+ 1999-2005 og sýninguna "aldrei-nie-never" í Gallerí +, Nýlistasafninu og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín árið 2004.  Hlynur var sýningarstjóri sýningarinnar "A4" hjá Galleri Otto Plonk í Bergen 1997 og "Eitthvað-Etwas-Something" í Kunstverein Hannover 1999. Hann starfrækti sýningarrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-1999 og skipulagði einnig sýngarnar "bingur-haufen-pile" í Barkenhof í Worpswede 2002 og "Don" hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Einnig "Big in Japan" hjá Sojo Gallery í Kumamoto árið 2005 og sýninguna "TEXT" hjá Kuckie+Kuckei í Berlín í 2011. Hann var listrænn ráðgjafi hjá Flóru 2011-2014. Er einn þeirra listamanna sem stofnuðu Verksmiðjuna á Hjalteyri 2008 og hefur staðið fyrir fjölda sýninga þar. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES með textum og myndröð árið 2011 og fyrr á þessu ári kom út bókin Þúsund dagar í Pastel ritröðinni frá Flóru.

Hlynur er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og situr í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Hann hefur setið í stjórn Listskreytingasjóðs. Hann var formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010 og formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009. Sat í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 2007-2010. Tók fjórum sinnum sæti á Alþingi sem varaþingmaður VG 2003-2007. Hlynur var í safnstjórn Kunstverein Hannover 1997-2001 og í stjórn Gilfélagsins 1989-1990 og formaður Leikklúbbsins Sögu 1988-1990.

Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 60 einkasýningum og tekið þátt í yfir 80 samsýningum á síðustu 20 árum. Hann hefur meðal annars sett upp einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kuckei + Kuckei, Galerie Robert Drees, Chinati Foundation og Overgaden.

Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, texta, skilning, landamæri, stjórnmál, hversdagslag hluti og hvað við lesum úr hlutunum.

Nánari upplýsingar á: hallsson.de og á hlynur.is og myndir af nýlegum verkum á kuckei-kuckei.de
Heimasíða Listasafnsins á Akureyri er listak.is


Uppbyggingarsjóður/menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Eyrarrósin, Menningarsjóður Siglufjarðar og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Steinþór Kári Kárason arkitekt með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_steinthor-kari-vefur

Þriðjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur arkitektinn Steinþór Kári Kárason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Endurmótun. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um endurmótun Listasafnsins á Akureyri, þær hugmyndir sem þar liggja að baki, markmið og arkitektóníska sýn. Steinþór Kári mun sýna myndir og teikningar af breytingunum ásamt öðrum verkum sem hann hefur unnið. 

Steinþór Kári Kárason útskrifaðist sem arkitekt úr École Polytechnique Féderale de Lausanne í Sviss 1998. Eftir að hafa starfað hjá Studio Granda 1998-2003 og hjá Tony Fretton Architects í London 2003-2004 stofnaði hann ásamt Ásmundi Hrafni Sturlusyni Kurtogpi 2004 og hefur starfað þar síðan. Hann hefur kennt arkitektúr við Listaháskóla Íslands frá 2002 og verið prófessor við skólann frá 2010 auk þess að sitja í ýmsum ráðum, nefndum og stjórnum á vegum hins opinbera, félagasamtaka og stofnana. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Næstu fyrirlesarar eru Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

listak.is


Georg Óskar með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_georg-oskar-vefur

Þriðjudaginn 24. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Georg Óskar Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Sögur og annar skáldskapur. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hvernig málverkið hefur nýst honum til að rýna í heiminn og tjá sig um atburði líðandi stundar. Aðgangur er ókeypis.

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Steinþór Kári Kárason, Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

listak.is


Hrönn Einarsdóttir opnar málverkasýningu á Læknastofum Akureyrar

22519774_10208065929086624_7545762654722857381_o

Hrönn Einarsdóttir, opnar málverkasýningu á Læknastofum Akureyrar.
Glerártorgi – 2. hæð fimmtudaginn 19. október 2017.
Hrönn er fædd 1962 á Akureyri þar sem hún er búsett. Hún lauk prófi frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2010. Hrönn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum síðan þá.
Sýningin er opin virka daga kl. 9-16.


Jónína Björg Helgadóttir opnar sýningu í Menningarhúsinu Bergi

22291312_717291768461491_4573715259471810721_o

Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Úr mínum höndum í Menningarhúsinu Bergi.

Jónína Björg útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2015, og er þetta hennar fjórða einkasýning síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, unnið sem verkefnastjóri og er partur af listahóp sem bæði sýnir saman og rekur lista- og menningarrýmið Kaktus á Akureyri.
Verk hennar eru að megninu til málverk og grafíkverk, sem oft eiga uppruna sinn í draumum og draumkenndri hugsun. Þau eiga það til að vera femínísk og sjálfsævisöguleg.

,,Verkin á þessa sýningu vann ég út frá atburðum og tilfinningum í eigin lífi, eins og oft vill gerast. Ég vann sýninguna ansi hratt og naut þess að grandskoða ekki allar ákvarðanir heldur leyfa hugmyndunum að verða að verkum án þess að leggja skýrar línur fyrirfram. Þegar á leið, og ég stóð á miðri vinnustofunni umkringd verkum, uppgötvaði ég svo meininguna og samhengið.”

Sýningin er opin frá 3. nóv. - 28. nóv. en formleg opnun verður laugardaginn 11. nóv. frá kl. 13-16. Þangað eru allir velkomnir og léttar veitingar verða í boði.

Menningarhúsið Berg er við Goðabraut, Dalvík og er opið mánudaga til föstudaga kl. 10-17 og laugardaga 13-17.

https://www.facebook.com/events/399818457103416


Opið fyrir umsóknir í Gestavinnustofu Gilfélagsins

gilfelaglogo-2

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvalir á tímabilinu júlí til desember 2018. Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi.

Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á menningarlífið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember.

Nánari upplýsingar hér

///

The Gil Artist Residency is open for applications for one month stays in July to December 2018.

Gil Artist Residency is an Artist in Residence Program located in Akureyri, North Iceland. We are located in the town center, in the Art Street where the Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located. At the end of the street is the shore of Eyjafjörður, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.

We can accommodate one or two artists, in a private apartment with a studio, fully equipped kitchen & bathroom and a gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door and has an internal access from the studio.

The application deadline is November 1st.

More Infos here


Fjölskylduleiðsögn og hægt að búa til sitt eigið listaverk

22256596_1623058247716011_628749468817944002_o

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Rúrí: “Jafnvægi - Úr jafnvægi” og sýningu Friðgeirs Helgasonar: "Stemning - Mood”. Að lokinni leiðsögn er gestum, stórum og smáum, boðið að búa til sitt eigið listaverk. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku en tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is

https://www.facebook.com/events/735178006671727

listak.is


Jellyme, Anna Richards og Karlakór Akureyrar Geysir í Kaktus

22289677_1287382954717958_8742061063129769108_o

Jellyme

Forvitnilegur gjörningur með og eftir Önnu Richards
Karlakór Akureyrar Geysir tekur þátt.

Fjöldi valinkunnra norðlenskra listamanna lagði hönd á plóginn til að verkið gæti orðið að veruleika.

Fluttur í EITT skipti í Kaktus, Hafnarstræti 73 (gömlu Dynheimar) á Akureyri laugardaginn 14. Október kl. 16:00

Hugdettan að verkinu tengist foreldrum Önnu og þeirri staðreynd að Anna erfði kynstrin öll af sultu eftir þau. “Svo er ég soddan sulta” segir Anna og hlær! (Hvað sem það nú táknar)

Sóknaráætlun Norðurlands og Akureyrarstofa styrkja verkið.

Kaktus hýsir verkið.

Enginn aðgangseyrir, það er stefnan hjá Kaktus :)

VELKOMIN öll

https://www.facebook.com/events/131438097582638


Textíllistakonan Päivi Vaarula með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_talvi16_17-1-

Þriðjudaginn 10. október kl. 17-17.40 heldur finnska textíllistakonan Päivi Vaarula Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Being a textile artist. Þar mun hún fjalla um list sína og starfsferil. Aðgangur er ókeypis. 

Päivi Kristiina Vaarula hefur sýnt víða á Norðurlöndum sem og í Evrópu og Japan, haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í 20 samsýningum. Hún starfar um þessar mundir við kennslu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Vaarula er með mastersgráðu í textílhönnun og hefur kennt fagið og haldið fyrirlestra víða um lönd síðastliðin 30 ár. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Verkmenntaskólans á Akureyri.

listak.is


Cindy Small sýnir í Deiglunni

21586663_585297154927370_56513268300425286_o
 
Þér er boðið á opnun sýningarinnar "Voyager / Ferðalangur" í Deiglunni á laugardag, 23. september kl. 14 - 17. Einnig opið 14 - 17 á sunnudag.
Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
 
"Ferðalangur"
Stuttu eftir að ég kom til Akureyrar heimsótti ég safnið sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt við kortin gripu mig - fallegu landfræðiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sæskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.
Eftir því sem ég verð öruggari á þessu "ættleidda heimili" breytist skilningur minn á landi og þjóð. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóði og lykt. 
Ég hef búið til ný kort með uppgötvunum mínum, með áherslu á sjálfsmynda, "skrímsla" sem Ferðalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til staðar, tákna ferðina sem hefur prentast í hjarta mitt.
Takk, Akureyri.
Takk, Ísland.
 
Deiglan,  Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu
 
///
 
You are invited to the opening of the exhibition "Voyager" by Cindy Small, artist in residence, in Deiglan on Saturday, September 23rd at 2 - 5 pm. Also open on Sunday 2 - 5 pm. 
 
"Voyager"
Shortly after I arrived in Akureyri, I visited the museum which currently has on display a collection of ancient maps of Iceland. Many things about the maps struck me-the beautiful topographical illustrations and use of color, the fantastical sea monsters, and the ever-changing shape of the island as new discoveries were learned. 
As I became more comfortable in this "adopted home", I noticed my changing insights of this land and culture. Each day brings a different awareness of the climate, the landscape, the sounds and smells of this place.
My work speaks to creating new maps of my discoveries, highlighting the self-portrait "monsters" as the Voyager. The boats that are often times present, symbolize the journey, which is absolutely leaving an imprint on my heart. 
Thank you, Akureyri. 
Thank you, Iceland.
 
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband