Færsluflokkur: Menning og listir
25.1.2018 | 11:55
Jhuwan Yeh sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun Between Simplicity and Reduction, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Jhuwan Yeh í Deiglunni föstudaginn 26 janúar kl. 17 - 20. Einnig opið laugardag og sunnudag kl. 14 - 17 og mánudag kl. 17 - 20. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Sýningin er hluti af langtímaseríunni Fjallamálverk (e. Mountain Painting Series) og sýnir nýleg verk. Sýningarnar ferðast en hvert verk í hverri seríu skrásetur hverja einstöku upplifun af hverju landssvæði.
Jhuwan Yeh segir um dvöl sína:
Á meðan dvölinni stóð var ég stanslaust að. Ef ég var ekki að skrifa eða skrásetja hugsanir mínar var ég að teikna Akureyri eins og ég hef séð hana; Akureyri í hvítum vetrarbúning eða gráa í hlýindum. Með því að lesa dagblöðin, í gegnum myndir og liti reyndi ég að afkóða skilaboðin og kunna að meta íslenska fagurfræði. Þannig verða fjöll, myndir og sjónræn tungumál tækin mín til að hafa samskipti við náttúruna. Samræður og könnunarmálverk verða eins og samskiptin á milli erlendrar menningar og staðbundnar menningar:
"Erlend menning": Ég - Jhuwan Yeh, listamaður frá Taiwan.
"Staðbundin menning": Svæðisbundið og náttúrulegt far Akureyrar.
Flest verka minna eru unnin út frá ákveðnum stað. Fyrst umlyk ég sjálfa mig náttúrunni til þess að finna andrúmsloft svæðisins og tenginguna við landið sem ég síðan reyni að bregðast við í verkunum. Ég vinn sjaldan með fólk því ég elska einfaldleika og ró náttúrunnar. Á meðan ég skoða náttúruna finn ég hvernig allir einstaklingar tengjast og reiða á hvort annað. Og enn gerum við það ekki þegar mannfólkið og mannvirkin valda skaða og óreglu á land og náttúru. Þessir óöruggu þættir sem móta samskeytin á milli mannabústaða og náttúrunnar. Sambandið þarna á milli byggir upp einkenni Akureyrar. Þegar ég reyni að horfa framhjá mannvirkjunum get ég ekki annað en íhugað hvar fjarlægðin á milli náttúrunnar og okkar er? Er það í huganum? Er fjarlægðin birtingarmynd ótta og yfirbugunar? Þannig vel ég að finna náttúruna og kjarna landsins innan fjarlægðarinnar.
Ég nota nota náttúrulegan efnivið við gerð landslagsverka minna, bómullarpappír, lím, lín og bómullarefni, blek og duft úr skeljum og steinum. Mín leið til þess að sína jörðinni virðingu er að nota umhverfisvænan efnivið.
Að mínu mati er listamaður aðeins boðberi. Verk mín og framsetning þeirra eru aðeins notuð til að segja þeirra sögu.
Á sýningunni:
Þessi litlu box/hús voru búin til með dagblaðinu út frá litum. Ég vil biðja þig að velja hús og íhuga fjarlægðina á milli þín og landsins. Veldu það málverk sem lýsir helst þínu innra landslagi, mældu þína fjarlægð frá náttúrunni og settu húsið þar. Og ef þú vilt getur þú merkt húsið þitt. Síðasta klukkutíma sýningarinnar getur þú tekið húsið með þér heim í húsið þitt.
Nánari upplýsingar:
https://jhuwan.blogspot/
https://jhuwan.wixsite.com/jhuwan-yeh
www.listagil.is
https://www.facebook.com/events/2041778399435592
Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu
//
You are invited to the opening of Between Simplicity and Reduction by artist in residence Jhuwan Yeh in Deiglan on Friday January 26th at 5 - 8 pm. Also open on Sat and Sun 2 - 5 pm and Mon 5 - 8 pm. Light refreshments available and the artist will be present.
This exhibition, a continual project of the Mountain Painting Series, illustrates my recent ongoing artworks. Each exhibition is a movement while each artwork in each series documents the individual moment of each certain region.
Gil Artist Residence
During the residence, I was constantly on the action. If I wasnt writing or documenting my mind states, I was sketching Akureyri from Ive observed; Akureyri in pure white snow or gray melted snow. Reading the foreign Icelandic newspaper, via pictures and colors, I tried to decode the messages and appreciate the local aesthetics via direct view. Consequently, mountains, images and visual languages are my tools to communicate with nature. This dialogue versus observing painting poses itself as an exchange as foreign culture versus local culture.
Foreign Culture: Me Jhuwan Yeh, a Taiwanese artist.
Local Culture: Akureyris regional and natural outlook.
Most of my artworks are created with direct view. First, I immerse myself with nature to feel the vibes of the region and its connection to the land and then I try to respond to them in my artworks. People are rarely my topics because I love the simplicity and tranquility of nature. While observing the nature, I obtain the enlightenment that each individual being is interconnected and interdependent. And yet, we dont when it started that human beings and their development have continued to impose a great deal of insecure elements on nature and our land. These insecure elements highlight the distance between the human living environment and nature. The relationship between them shapes the regional characteristic of Akureyri. When I switch off the direct view and try to see the nature beyond its apparent outlook, I cant stop contemplating where the distance between nature and us exists? Is it in space or in our minds? Is the distance a manifestation of fear or conquering? Thus, I choose to feel the nature and essence of our land within the distance.
The materials utilized in my artworks are cotton paper, glue made of flour and water, linen, calicoes, ink, white powder made of shells and minerals found in rocks. I paint nature and I hope my artworks are created with natural organic ingredients. To me, this is my way to show my respect to earth and nature.
An art creator, in my opinion, is merely a messenger. My artworks and how they are presented are all media utilized to tell their stories.
More Information:
https://jhuwan.blogspot/
https://jhuwan.wixsite.com/jhuwan-yeh
www.listagil.is
Participating in the Exhibition:
These small blocks/houses were made with the local newspaper according to the various colors. Id like you to choose a house and contemplate the distance between you and the land. Please also select the painting that best describe your inner landscape, then measure your distance to nature and finally place the house there. And if youre willing to, please sign your name on the small house. At the last hour of the exhibition, you can take your house with you.
Translated by Sho Huang
24.1.2018 | 21:14
Félgasfundur SÍM í samstarfi við Listasafnið á Akureyri
/// Verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur
Þann 12. október 2017 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur nýjar verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur og samþykkti viðbótarframlag til safnsins upp á 8,5 milljónir króna. Greiðslur til listamanna fyrir sýningar árið 2018 eru 12,5 milljónir króna. Viðaukinn sem fylgir Verklagsreglunum verður endurskoðaður á hverju ári í samræmi við breyttar forsendur, t.d. hækkun starfslauna listamanna.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, kynnir verklagsreglur Listasafns Reykjavíkur.
/// Drög að verklagsreglum Listasafnsins á Akureyri.
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, kynnir drög að verklagsreglum fyrir Listasafnið á Akureyri.
/// Kynning á BHM Bandalagi Háskólamanna
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, fer yfir það helsta sem felst í því að vera innan vébanda BHM.
/// Önnur mál
Félagsmönnum og öðrum gestum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál sín og spyrja spurninga.
Kaffi og kleinur í boði
17.1.2018 | 19:11
Jhuwan Yeh sýnir verk sín hjá Gilfélaginu
Verið velkomin á opna vinnustofu
Jhuwan Yeh sýnir verk sín
Gestalistamaður Gilfélagsins í janúar, Jhuwan Yeh, býður gestum og gangandi velkomin á vinnustofu sína að Kaupvangsstræti 23 laugardaginn 20. janúar kl. 14 - 17. Jhuwan er að vinna að sýningu sinni, Between Simplicity and Reduction sem haldin verður næstu helgi í Deiglunni.
Sýningin er hluti af langtímaseríunni Fjallamálverk (e. Mountain Painting Series) og sýnir nýleg verk. Sýningarnar ferðast en hvert verk í hverri seríu skrásetur hverja einstöku upplifun af hverju landssvæði.
Jhuwan Yeh notar náttúrulegan efnivið við gerð landslagsverka sinna, bómullarpappír, lím, lín og bómullarefni, blek og duft úr skeljum og steinum.
Hér er tækifæri til þess að sjá og fræðast um ferli listamannsins og virða fyrir sér gestavinnustofuna. Gestavinnustofan er staðsett að Kaupvangsstræti 23, gengið inn að vestan við bílastæðin.
///
Open studio in Gil Artist Residency
Artist in residence, Jhuwan Yeh, hosts an open studio on Saturday, jan. 20th hr. 2 - 7pm. Jhuwan Yeh is working on her solo exhibition Between Simplicity and Reduction that opens next weekend in Deiglan.
The exhibition, a continual project of the Mountain Painting Series, illustrates my recent ongoing artworks. Each exhibition is a movement while each artwork in each series documents the individual moment of each certain region.
The materials utilized in my artworks are cotton paper, glue made of flour and water, linen, calicoes, ink, white powder made of shells and minerals found in rocks. I paint nature and I hope my artworks are created with natural organic ingredients. To me, this is my way to show my respect to earth and nature.
The studio is in Kaupvangsstræti 23, west entrance by the parking lot.
https://www.facebook.com/events/2041778399435592
18.12.2017 | 09:49
Julia DePinto sýnir í Deiglunni
Disembodied Sketch
Julia DePinto sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun Disembodied Sketch, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Julia DePinto í Deiglunni föstudaginn 22. desember kl. 17 20. Einnig opið laugardaginn 23. desember kl. 14 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Á sýningunni, Disembodied Sketch, kannar myndlistarmaðurinn Julia DePinto hvernig kyngervi og kynverund hennar skarast við þverfaglega stúdíóvinnu og miðlanotkun. Disembodied, að svipta líkamlegum veruleika og sketch eða skissa, frumrannsókn, gróf teikning af ólokinni hugmynd. Sýndar verða teikningar og ljósmyndir af óhlutbundnum uppbyggingum af líkama listamannsins, unnið í margvísleg efni, þ.á.m. grafítteikningar, sprey, prentverk og stafræna ljósmyndun. Sjálfsmyndirnar hjálpa DePinto að finna samhengi á milli einstakrar og sameiginlegrar reynslu af félagslegu óréttlæti og pólitískum atburðum í Bandaríkjunum. Myndræna lagskiptingin vísar í verk þeirra myndlistarmanna sem hafa notað líkama sinn sem miðil til að bjóða eignun líkama og kynverund kvenna byrgin með því að nýta sér afbyggingu.
Um listamanninn:
Julia DePinto er bandarískur myndlistarmaður og prófessor í Háskólanum við Dayton. Hún lauk MFA í Studio Myndlist við Háskólann í Connecticut og hlaut BFA í grafíkprentun við Wright State Háskólann. Þverfagleg vinna hennar kannar samtal sjálfsmyndar nútímans með því að sameina hefðbundnar og tilraunakenndar aðferðir til prentunar og ljósmyndunar með tölvutækni og hönnun.
Hún notar tilfinningaríkar sjálfsmyndir sem leið til að finna samhengi félagslegra og pólitískra hlutverka kvenna í Bandaríkjunum. Verk DePinto hafa verið sýnd víða um heim, á bæði einka- og hópsýningum, þar á meðal Douro Museum, Czong Institute for Contemporary Art, Boston University, og Los Angeles Center for Digital Art. Verk hennar hafa einnig verið birt í tímaritunum Art New England Online, Fresh Paint og Creativ Paper ásamt því að vera hluti af söfnum víðsvegar í Bandaríkjunum. Julia DePinto er gestalistamaður Gilfélagsins í desembermánuði.
|
You are invited to the opening of Disembodied Sketch by artist in residence Julia DePInto in Deiglan on Friday 22nd December at 5 8pm. Also open on Saturday 23rd December 2 5pm.
In the exhibition, Disembodied Sketch, artist Julia DePinto explores ways in which her gender and sexuality intersect with her interdisciplinary studio practice and use of materiality. Disembodied, meaning to divest in a bodily reality, and sketch something that is a preliminary study, a rough drawing or an idea that isnt finished. Drawings and photographs portray compositions of the artists abstracted body through an exploration of different materials, including drawings with graphite and spray paint to prints and digital photographs. The self-portraits are used to help DePinto contextualize individual and collective experiences of social injustices and political happenings in the United States. The layering of imagery is a paradigm for the unfolding and deconstructing work of artists who have used their bodies as a confrontational medium to release frustrations involving the ownership of discussion about female sexuality.
Biography:
Julia DePinto is an American contemporary artist and Professor at the University of Dayton. She completed her MFA in Studio Arts at the University of Connecticut and received a BFA in Printmaking from Wright State University. Her interdisciplinary studio practice explores the discourse of contemporary self-portraiture by combining traditional and experimental approaches to printmaking and photography with the tools of smart technology and design. Highly emotive self-portraits are used as a conduit for contextualizing social and political structures placed on women in the United States. DePintos work has been shown internationally in solo and group exhibitions, including the Douro Museum, Czong Institute for Contemporary Art, Boston University, and the Los Angeles Center for Digital Art. Her work has been featured in Art New England Online, Fresh Paint and Creativ Paper magazines, and is also held in collections nation-wide. DePinto is currently a resident artist at the Gilfelag institution in Akureyri, Iceland.
https://www.facebook.com/events/917977448377301
12.12.2017 | 21:04
Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu
Laugardaginn 16. desember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.
Verið velkomin.
Aðgangur er ókeypis.
12.12.2017 | 20:58
Amanda Marsh sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Styrkleiki í Deiglunni, föstudaginn 15. desember kl. 17. Þar sýnir hin ástralska Amanda Marsh ný olíumálverk unnin á NES vinnustofunum á Skagaströnd.
Sýningin er opin kl. 14 - 17 föstudaginn 15. des. til sunnudagsins 17. des.
Styrkleiki is an attempt at recording pre-reflective phenomenal experience of momentary awe, knowing all the while, that such attempts are doomed to failure. No event experienced in real time can be adequately passed on to another who can experience it in the exact same way. In a way, the viewers own pre-reflective experience is key to the process. Do I as artist, recognise in their responses, something of my own? How well have I failed at generating in others, a response akin to my own? Is there a universality in the me-ness of experiences of place and moment?
this year of experiencing successive waves of awe and wonder has I believe, been the key to my own transformation and perception of time slowing down, of ditching my time deficit. It is born out by research done by academics in psychology and neurophilosophy.
https://www.facebook.com/events/1746060982356756
4.12.2017 | 22:39
Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur opnuð í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) var einn af framsæknustu listamönnum sinnar kynslóðar. Heilir og skýrir myndfletir og tærir og einfaldir litir einkenna verk hennar. Louisa stundaði nám í Evrópu og Bandaríkjunum og var búsett í New York frá árinu 1942. Hún hélt þó sambandi við Ísland og í verkum hennar má glöggt sjá áhrif íslensks landslags og birtu. Louisa málaði einnig uppstillingar, samferðafólk og sjálfsmyndir sem sjá má á þessari sýningu.
Stúlka með hjól er byggð á sýningunni Kyrrð sem Listasafn Reykjavíkur setti upp á Kjarvalsstöðum í apríl síðastliðnum. Með henni er framhaldið röð sýninga á verkum merkra íslenskra myndlistarkvenna í Listasafninu á Akureyri en áður hafa verið settar upp yfirlitssýningar á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.
Fjölskylduleiðsögn verður um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 16. desember og 20. janúar kl. 11-12. Þriðjudaginn 23. janúar kl. 17-17.40 heldur Jón Proppé Þriðjudagsfyrirlestur um Louisu Matthíasdóttur.
Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.
Meðfylgjandi mynd tók Einar Falur af Louisu árið 1992 á vinnustofu hennar í New York.
4.12.2017 | 22:32
Gellur sem mála í Deiglunni
AMMA - Myndlistarsýning
Gellur sem mála
Listaklúbburinn Gellur sem mála heldur samsýninguna AMMA í Deiglunni á Akureyri 9.-10. des. 2017. Klúbburinn hefur starfað síðan í janúar 2016 en að honum standa ólíkir einstaklingar sem koma úr öllum áttum og styðja hvert annað í listsköpuninni.
Þema þessarar sýningar er einfaldlega AMMA þar sem hver og einn nálgast viðfangsefnið með sínum hætti. Klúbburinn kynnir sig og sýninguna á fésbókarsíðunni Gellur sem mála í bílskúr. Sýningin verður opin kl. 14:00-18:00 báða dagana.
Þörfin fyrir að skapa sameinar okkur. Hópurinn sem að sýningunni stendur kynntist á námskeiði hjá Listfræðslunni veturinn 2015 2016 þar öndvegiskennararnir Billa og Guðmundur Ármann tóku okkur í fangið og kenndu okkur og fæddu, segir í tilkynningu á fésbókarsíðunni.
Meðlimir hópsins koma úr öllum áttum en sameinast í listsköpuninni:
Anna María Hjálmarsdóttir
Barbara Hjálmarsdóttir
Björgvin Kolbeinsson
Harpa Halldórsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Jónína Sigurðardóttir
Kristín Hólm
Líney Helgadóttir
Soffía Vagnsdóttir
https://www.facebook.com/events/297541277419904
2.12.2017 | 08:31
Sushifundur í Listagilinu í hádeginu á þriðjudag 5. desember
Það styttist í sushifundi í Listagilinu. Við hittumst næst þriðjudaginn 5. desember 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan eða það sem er afstaðið.
Það er sushihlaðborð fyrir 1.890 kr. en svo getur hver og einn fengið sér það sem hentar.
Við verðum eins og alltaf í salnum til vinstri þegar inn er komið.
Verið velkomin.
https://www.facebook.com/events/744961972362896
2.12.2017 | 08:23
Opinn fundur: Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni
Opinn fundur
Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni
Gilfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri auglýsa opinn fund um hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni í Listagili. Þriðjudaginn 5. desember kl. 17 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.
Stjórn Gilfélagsins hefur sett fram hugmynd um að auka nýtingu Deiglunnar, sem hafa verið kynntar á tveimur aðalfundum Gilfélagsins, en nú viljum við efna til opins fundar þar sem öllum sem hafa áhuga á málinu, að mæta og leggja sínar hugmyndir fram. Við hvetjum alla áhugasama um efnið og eru búsettir á Eyjafjarðarsvæðinu að mæta og taka til máls.
Á fundinum verða hugmyndir Gilfélagsins um breytingar á Deiglunni kynntar í máli og myndum.
Stjórn Gilfélagsins og Listasafnið á Akureyri.
https://www.facebook.com/events/143053489593325