Aðventa í menningu á Akureyri og nágrenni

gil-vetur

Aðventa í Populus tremula: Hinn árlegi jólabasar Helga og Beate verður allar helgar fram að jólum og auk þess síðustu dagana fyrir jól. Allskonar drasl og druslur, meira og minna heimasmíðað og yfirþyrmandi þjóðleg hönnun. Þá verða þrælíslensk jólatré og greinar til sölu frá 11. desember til jóla. Auk þess munu gestir bjóða varning sinn. Opið frá kl. 14:00-18:00.

 Aðventa í Freyjulundi: Listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson opna vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi aðventuhelgarnar í desember. Opið frá kl. 14:00-18:00.

 Keramikgallerí Margrétar Jónsdóttur, Gránufélagsgötu 48: Opið verður í desember alla virka daga frá 15:00-18:00 og laugardaga frá 13:00-16:00.

Aðventa í Minjasafninu á Akureyri: "Hvað var í pakkanum", örsýning í tilefni aðventunnar. Opið alla daga frá kl. 13:00-16:00. Kíkið líka í jólaglugga Minjasafnsins í versluninni Víking, Hafnarstræti.
 

Laugardagur 18. desember.
 Ketilhús kl. 14:00: Jólatónleikar tónskóla Roars Kvam. Nemendur skólans munu leika hugljúfa tónlist og jólalögin okkar vinsælu. Tónlistarflutningur sem gleður og léttir lund. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
 
 Populus tremula kl. 14:00: Georg Óskar Manúelsson opnar myndlistarsýninguna “This moment is nothing special about nothing - only me and Claude Debussy”. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um að festa niður vangaveltur líðandi stundar - líkt og að halda dagbók. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl. 14:00-17:00.

 
Græni hatturinn kl: 22:00: Jólastjörnur, útgáfutónleikar. Fram koma Hvanndalsbræður, Jana María Guðmundsdóttir, Rúnar eff, Bryndís Ásmundsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Margot Kiis, Katrín Arna og Thelma Hrönn Sigurðardóttir ásamt hljómsveit. Miðasala kr. 2.000. Forsala í Eymundsson.
 

Yfirstandandi sýningar, námskeið og annað:

 Café Karólína: Sýning Huga Hlynssonar og Júlíu Runólfsdóttur, “It's like living in your own world” Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Sýningin stendur til 8. janúar 2011. Café Karólína er opin frá kl. 17:00 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15:00 Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.

 Gallerí BOX: Sýning Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttur í sal Myndlistarfélagsins. Sýningin stendur til 19. desember og er opin um helgar frá kl. 14:00-17:00.

 Jónas Viðar Gallery: Sýning Kristjáns Eldjárns "Við pollinn".

 Gallerí Ráðhús - Bæjarstjórnarsalur, 4. hæð: Sýningin "Óskir til handa akureyringum". Stendur fram að áramótum. Nánar á www.visitakureyri.is

 Hof - menningarhús: Jólasýning á verkum Hugrúnar Ívarsdóttur en hún sækir innblástur í laufabrauðið, hátíðarbrauð okkar Íslendinga. Á sýningunni eru skúlptúrverk unnin í plexigler ásamt kynningu á vörulínu sem Hugrún hefur verið að hanna og þróa undanfarin ár.Hugrún stofnaði Laufabrauðssetrið árið 2009 en þar er leitast við að halda á lofti þessu fallega handverki og einstöku hefð. Vörulína sem Hugrún hefur verið að hanna og þróa undanfarin ár er fáanleg þar, auk þess sem fagurlega skreyttar laufabrauðskökur eru til sýnis.

 Milli Ketilhúss og Listasafns: Ljósmyndasýningin "Sjáðu" úr samnefndri bók eftir Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnsson.

 Gallerí VeggVerk á horni Strandgötu og Glerárgötu: Sýning Jorisar Rademaker.  

 ATHUGIÐ!
Umsókn um þátttöku á Listasumri 2011 rennur út 20. desember 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband