Færsluflokkur: Menning og listir

Gestavinnustofa í Barcelona laus til umsóknar

8844117


RESIDENCIA HALFHOUSE: DEADLINE 30th JULY

Halfhouse Residency
Halfhouse is half house half exhibition space located in Barcelona.  We have been running a program of talks and exhibitions since we started in 2009.  As part of the annual program we have an artists residency , the motive for which is to offer a visual artist  a space to live and work.  The residency will culminate in a solo exhibition in Halfhouse on September 30th.  We welcome new and surprising proposals!


Application Deadline: 30 July 2011
Discipline: Visual Arts
Duration: 15 August-2 October 2011
Exhibition Date:  30 September
Location: Barcelona

The artist selected will be invited to live and work in Halfhouse . The residency will end with a solo exhibition on the 30th of September in Halfhouse.

Provided by Halfhouse:
€1200  production / artist fee.
Internet (wifi), electricity, gas etc.
Exposure and Promotion.
International artists will recieve financial aid for airplane ticket.

Paid by Artist:
€600 rent which covers the full stay.
Halfhouse does not cover insurance of any kind.

Eligibility:
Open to one artist of any nationality
or age.

Application Procedure:
E-mail info@halfhouse.org with RESIDENCY as the subject. Include:
CV
Artist Statement
Portfolio: PDF maximum 6mb
Video: attach a link to Vimeo or You Tube.
We welcome ideas or proposals conceived of for the and exhibition.
Photcopy of Passport or ID card
 
For more information e-mail:
info@halfhouse.org

http://www.halfhouse.org


Bókin MYNDIR - BILDER - PICTURES komin út

fors_myndir.jpg



MYNDIR - BILDER - PICTURES er 33 mynda röð þar sem Hlynur Hallsson setti saman ljósmyndir og stutta texta á íslensku, þýsku og ensku. Hér eru þær allar samankomnar í einni bók ásamt textum eftir þrjá höfunda auk viðtals, ritaskrá og lista yfir þær sýningar þar sem verk úr myndröðinni hafa verið sýnd.

Claudia Rahn listfræðingur í Zürich skrifar um frásagnir og myndir Hlyns. Friðrik Haukur Hallsson félags- og menningarfræðingur í Bielefeld skrifar um tengsl listamannsins og heimspekingsins út frá kenningum franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty. Raimar Stange sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og gagnrýnandi í (Austur-) Berlín skrifar um textaverk Hlyns og Kristín Þóra Kjartansdóttir tekur viðtal við Hlyn.


Úr texta Claudiu Rahn: Hlynur Hallsson – On the road

"Hér er um að ræða ljósmyndir ásamt textum á þremur tungumálum. Ljósmyndirnar og textarnir mynda "vegamyndir", sem eru samsettar úr reynslu og minningum Hlyns. Í heild virkar þetta eins og eins konar dagbók. Myndum úr fjölskyldulífinu er stillt upp ásamt myndum af vinum sem og ókunnugu fólki, af landslagi, myndum úr fjölþjóðlegum listaheiminum. Ljósmyndirnar skapa saman skrautlega heild sem gefur einnig innsýn inn í líf Hlyns. Þessi heild virðist í fyrstu litlaus og þýðingarlítil en í samhengi við textanna verður áhrifamáttur þeirra ótrúlegur."


Úr texta Raimars Stange: Make words not war!

"Það var á seinni hluta tíunda áratugarins sem Hlynur Hallsson sendi mér póstkort frá ýmsum heimshornum. Þar skrifaði hann á íslensku þótt hann vissi mætavel að ég hef alls engan skilning á því tungumáli, en á þeim tíma var skilningsleysið - það að skilja eitthvað ekki – og fagurfræðileg gæði þess aðalmálið í hinni fagurfræðilegu heildarsýn. Slíkt er jú alveg í anda Jóhanns Heinrich Pestallozi, svissneska menntafrömuðarins. Pestallozi kom einmitt með þá hugmynd að börn ættu að umgangast framandi tungumál til þess að þeim yrði ljóst að maður getur ekki skilið allt, að skilningur manns er takmarkaður."


Úr texta Friðriks Hauks Hallssonar: Heimspekingurinn og listamaðurinn

"Við fyrstu sýn virðast skynsvið okkar skarast á tilviljunarkenndan hátt. Strangt tekið eru hreyfingar á milli skynheimanna skýrar, þannig að úr myndefni verður til listaverk. Skynjunarleg tilurð fullgerðs listaverks krefst augljóslega allra þriggja skynheimanna. Er auðveldast að lýsa tengsl þeirra og skilgreina feril skynjunarinnar þeirra á milli með viðeigandi sýni- eða myndefni. Ljósmynda-texta-verk Hlyns Hallssonar bjóða hér uppá sérstaklega góðan möguleika til að skilja þennan feril frá myndefni til listaverks. Hlynur notast við margmiðlunartækni (ljósmyndir, myndbönd o.s.frv.), sem hefur í auknum mæli haslað sér völl innan myndlistarinnar, en hann innlimar ávallt texta í myndverk sín með ákveðnum hætti, þannig að textinn verður að órjúfanlegum hluta hvers verks um sig."


Úr viðtali Kristínar Þóru Kjartansdóttur

"Smáir hlutir, minningabrot og jafnvel eitthvað jafn ómerkilegt og rykhringur í grasi felast í myndefni þínu. Mér finnst margt af þessu virka brothætt, viðkvæmt og forgengilegt.

Já, þannig er lífið og við og úr því þú segir það þá er náttúran einnig brothætt, viðkvæm og forgengileg. Og smáu hlutirnir í lífinu eru einmitt það sem gerir það þess virði. Það sem er sem gefið og svo sjálfsagt, það er einmitt svo mikilvægt. Maður áttar sig bara oft ekki á því fyrr en svo löngu seinna eða þegar einhver annar bendir manni á það. Og stundum er það þá of seint en sem betur fer ekki alltaf. Þetta er kryddið sem er svo mikilvlægt og nauðsynlegt. Þannig er einhver stund sem maður upplifir ef til vill daglega samt einstök en einnig hlutir sem manni finnst ekkert merkilegir þegar þeir eiga sér stað en eru ómetanlegir í minningunni og það er galdurinn að geta bent á þessa hluti og þessar upplifanir sem allir upplifa einhvertímann og miklu oftar en við áttum okkur á. Og þetta hefur eitthvað með okkur sjálf að gera og þjóðfélagið og hraðann og það að gefa sér tíma til að uppgötva svona hluti. Ef það tekst þá er mikið áunnið."

Allir textar í bókinni eru á íslensku, þýsku og ensku.

Forlag höfundanna gefur bókina út og Uppheimar sjá um dreifingu á Íslandi og fæst bókin í öllum helstu bókaverslunum og einnig á Kjarvalsstöðum, í Hafnarhúsinu, hjá Útúrdúr og hjá Flóru á Akureyri.


HLYNUR HALLSSON
MYNDIR - BILDER - PICTURES

68 bls.
162 x 246 mm
Bókarhönnun: Ólafur Númason og Hlynur Hallsson
Þýðingar á íslensku, þýsku og ensku: Lois Feurle, Kristín Kjartansdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Wolfgang Sahr og Ómar Kristinsson
Prófarkarlestur: Pétur Halldórsson, Inga Lín Hallsson og James Carl
Styrktaraðilar: Myndstef og Akureyrarstofa
Útgefandi: forlag höfundanna
Dreifing: Uppheimar
Prentað hjá Odda
ISBN 978-9979-9672-1-7

Einnig á https://www.facebook.com/pages/Myndir-Bilder-Pictures/201008189949681

cover_myndir.jpg


Listvísindamiðja barna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

kedjuverkun.jpg

Keðjuverkun  - Verksmiðjunni á Hjalteyri

Helgina 9. og 10. júlí stendur Verksmiðjan á Hjalteyri fyrir vísinda/listasmiðju fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 - 17, báða dagana.  Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Úr tilfallandi efnivið á staðnum og öðru verða byggðar risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðjuverkun annarra hluta.  
Markmiðið er að börn og foreldrar læri saman á skemmtilegan hátt um orsök og afleiðingu,  tengsl hraða, halla og stærðar á skemmtilegan og skapandi hátt.  Um hönnun, jafnvægi, fagurfræði og fleira.  Keðjuverkun er viðfangsefni fjölda listamanna. Hjá sumum rekast orð á orð, örðum hlutur á hlut.  Meðal merkra listamanna sem skoðað hafa keðjuverkun í verkum sínum eru þeir Peter Fischli og David Weiss.  Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni,  en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Síðasta verkefni hennar snýr að því að vinna með kúlurennibrautir í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Tengill námskeiðsins og starfsmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, er Arna Valsdóttir, myndlistarkona, þær Arna og Kristín hafa unnið lengi saman að vísindasmiðjuverkefnum. Með þeim verður Sandra  Lilja Parvainen sem er í myndlistarnámi í Finnlandi.

Nánari upplýsingar eru hægt að fá hjá Örnu Valsdóttur, í síma 8659755 og hjá Kristínu Dýrfjörð í síma 8974246 og á feisbókarsíðu viðburðarins http://www.facebook.com/event.php?eid=159930537413278

Nánari upplýsingar
Hér má sjá  börn í Aðalþingi gera fyrstu tilraun með útikúlurennibauti   http://www.youtube.com/user/adalthing1
Og hér má sjá fyrstu tilraunir með innibrautir. http://www.youtube.com/user/adalthing1#p/u/7/ohPtt8YLWCs
Á síðu Aðalþings má finna umfjöllun um tengsl lista og leikskólastarfs. http://www.adalthing.is/index.php/stefna/tengsl-lista-og-leiksk-lastarfs/

verksmi_jan.jpg


Lárus H List sýnir í Þekkingasetrinu á Húsavík

_la_769_rus_h_list_vinnustofu.jpg

Sunnudaginn 17. Júlí kl. 14 opnar Lárus H List frá Akureyri
myndlistasýningu sem hann kallar -Sail Húsavík- í Þekkingasetrinu Húsavík.
Listsýningin er hluti af Sail Húsavík Strandmenningarhátíðinni 16.-23. júlí.
Lárus H List hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendir og erlendis og í
tilefni sýningarinnar gefur Lárus út eftir sig hljðverk sem hann kallar
Listmálara Sinfóníu, (The Painter´s Symphony). Myndmál í verkunum á
sýningunni er tengt bátum sjónum, en Lárus er áhugamaður um strandmenningu
og sérstaklega báta og á hann ættir sínar að rekja til Húsavíkur en amma
hans Guðný Hjálmarsdóttir sem hann tileinkar sýninguna var fædd og uppalin
á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og er sýningin opin frá 9-18
virka daga og 14-18 um helgar. Sýningunni líkur 24. júlí. Dagskrá
hátíðarinnar er á: http://www.sailhusavik.is/dagskra/
Heimasíða Lárusar er: larushlist.com og á facebook.com


Eva G. Sigurðardóttir sýnir í Deiglunni

187774_244237898925155_1671280_n

Myndlistarsýning - Rauðir gúmmískór og John.
Art exhibition - Red rubber shoes and john.

Sýning Evu G. Sigurðardóttur, Rauðir gúmmískór og John,
opnar laugardaginn 2. júlí. Kl 15:00
í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.

Eva sýnir málverk, teikningar og innsetningu.
Eva útskrifaðist úr Mynd- og Handíðaskóla Íslands 1989, var við nám í École des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-91. Hún lauk kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands 2005.
Eva hefur haldið einka- og samsýningar bæði hér- og erlendis frá árinu 1991.

Á þessari sýningu vinnur Eva með setningu Johns Lennons "all you need is love" og rauða gúmmískó. John Lennon og rauðir gúmmiskór tengjast í raun ekki á neinn hátt en tengjast í vinnuferlinu sjálfu. Eru hluti af ferli þannig að það sem tengist ekki tengist þó.
Verkin eru auk hugmynda eða hugleiðinga einnig sjálfskönnun á eigin vinnuferli, áherslum og leiðum í útfærslu. Hugmyndaleg útfærsla verður ferli þar sem eigin líkami, tilfinning og sál, í verkinu sjálfu umbreyta vinnuferli verksins.
Eva vinnur á margræðan hátt, kannar margbreytileikann, í fortíð, nútíð og framtíð, mannlífið, eigin tilfinningar, raunveruleika, drauma, hugmyndaflug, hugleiðingar og spurningar sem vakna upp.
Hún vinnur bæði hlutbundið og óhlutbundið, notar myndmál jafnt sem bókstafi og orð sem verða hluti myndmálsins sjálfs. Bæði hinn hlutbundni og hinn óhlutbundni veruleiki er kannaður án þess þó að leita lausna eða svara.

Sýningin stendur til 17. júlí.


Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Listasafninu á Akureyri

voss_small

Hringheimar

Í sumar taka Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listasafnið á Akureyri saman höndum í verkefninu „safn í safni“ en það byggist á því að sýna hluti úr safneign eins safns í öðru safni og varpa þannig ljósi á menningarsöguleg tengsl safnanna.

Safnasafnið sýnir nú verk Katrínar Jósefsdóttur (Kötu saumakonu) sem eru eigu Akureyrarbæjar og laugardaginn 2. júlí opnar Listasafnið á Akureyri sýningu sem ber heitið Hringheimar og samanstendur meðal annars af fjölmörgum verkum úr safneign Safnasafnsins sem skipt hefur verið upp í fimm smærri sýningar. Sýningarstjórar eru Harpa Björnsdóttir og Níels Hafstein

Sýningarnar búa yfir vitneskju um margs konar hringferla sem hverfast um íslenska myndlist, afmarkaða kima jafnt sem fjölfarin svæði, og birta mismunandi viðhorf, staðhætti og skoðanir. Í gömlu handritunum er heimssýnin ýmist víðtæk eða þröng og sérviskuleg, jafnvel bernsk; í grafíkverkunum og teikningunum kallast markviss vinnubrögð og öguð framsetning hugmynda og val á efni á við tilviljun stundarinnar og hrifnæmi augnabliksins. Í skúlptúrunum er sótt til eldri reynslu og þeir lagaðir að samtímanum, og í einni sérsýningunni er leitast við að gefa myndhugsuninni áþreifanlegan blæ og farið fram á ystu nöf í miðlun áhrifa sem verða til við nýjar lausnir í leikföngum, vísindum og tækni. Svo breitt tjáningarsvið fellur vel að stefnu Safnasafnsins, sem leitast við að eignast verk eftir alþýðulistamenn, börn, hagleiksmenn og einfara, sem og framsækna listamenn sem gera tilraunir sem skara alþýðulist eða eru unnin með þjóðleg minni í huga.

Safnasafnið – Alþýðulist Íslands

Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, í gamla Þinghúsinu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, en síðan hefur það stækkað umtalsvert og starfsemin orðið viðameiri.

Sýningar Safnasafnsins hafa byggt á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil, og einstök tengsl heimilis, safns og garðs hafa opnað augu fólks fyrir fegurð mismunandi hluta og innbyrðis samhengis allrar sköpunarþrár.                

Í Safnasafninu má sjá verk eftir sjálflærða alþýðulistamenn jafnt og framsækna nútímalistamenn, börn sem fullorðna – þar má finna málverk, skúlptúra, útsaum, teikningar, líkön, minjagripi, brúður, verkfæri og leikföng, auk áhugaverðs bókasafns. Árlega eru settar upp nýjar sýningar sem hafa það að markmiði að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins og þar er varpað birtu á hina ýmsu kima og hringferli sköpunar.

Nánari upplýsingar hjá Listasafninu á Akureyri í síma 4612610 eða með tölvupósti art@art.is 


Textílfélag Íslands í Mjólkurbúðinni og Listagili

a-osp_bakgr.jpg

Listamenn í Textílfélagi Íslands opna í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 2.júlí kl. 14 í tengslum við Listasumar. Einnig verða opnanir hjá félögum Textílfélagsins á sama tíma í Ketilhúsi menningarmiðstöð Listagilsins og í Menningarhúsinu Hofi.

Þeir listamenn sem opna í Mjólkurbúðinni eru:

Auður Vésteinsdóttir
Bryndís Bolladóttir
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Kristveig Halldórsdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir

Sýningin stendur til 17. Júlí og er opið í Mjólkurbúðinni laugardaga-sunnudaga kl. 14-17 eða eftir frekara samkomulagi.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar veita:

Mjólkurbúðin – Dagrún Matthíasdóttir s.8957173 dagrunm@snerpa.is
Ragnheiður Þórsdóttir ragga@vma.is fyrir hönd textílfélags Íslands

Björg Eiríksdóttir sýnir í Boxinu og Adam Geczy í Sal Myndlistarfélagsins

kakadu_3.jpg

Duet- Duet

Föstudagskvöldið 1. júlí kl. 21 opnar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Duet-Duet í Boxinu, Gilinu á Akureyri.

Adam Geczy hefur nýlega lokið vinnustofudvöl í Hrísey. Á sýningunni verða tvö myndbandsverk frumsýnd. Þau eru unnin í samvinnu við tvö ólík tónskáld sem starfað hafa með Adam síðasta áratuginn. Í verkunum sést hvað samvinna með ólíkum listamönnum færir mann á ólíka staði. Eitt verkanna Kakadu (2009) er unnið út frá hljóða-ljóði (tone-poem) með sama nafni eftir einn af virtustu tónskáldum ástrala, Peter Sculthorpe. Kakadu er verndað svæði í norður Ástralíu, þekkt fyrir fegurð og stórbrotið landslag.

Verkið  AreaContraPunctus 7 (2011) sem er unnið með Thomas Gerwin er án tilvísana út á við nema í óhlutbundin form.

Sýningin stendur til 17. júlí og eru allir velkomnir.

Á sama tíma verður kynnt í Boxinu myndlistarkonan Björg Eiríksdóttir sem sýnir eftirfarandi verk:
Málverk, olía á striga, Horfir í spegil, 2011
Textílverk, þrykk og útsaumur á ull út frá handverki ömmu, 2011
Teikning, undirbúningur fyrir málverk 2001

ALLIR VELKOMNIR!


Textílfélag Íslands opnar sýningar á þremur stöðum á Akureyri

texti_769_lfe_769_lagi_bo_skort_web.jpg

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Textílfélags Íslands á þremur sýningarstöðum á Akureyri. Guðrún Marinósdóttir opnar sýninguna formlega kl 14:00 í Ketihúsinu og boðið verður upp á léttar veitingar. Mjólkurbúðin í Gilinu opnar einnig kl 14:00.
Klukkan 16:00 verður tónlistaratriði í Hofi þar sem Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartason leika og syngja.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl 13 til 17.
Með sumarkveðju TEXTÍLFÉLAGIÐ

2. júlí -17. júlí 2011


Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri

verksmidjan.jpg

Laugardaginn 2. júlí kl. 15.00 opnar sýningin Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hefur valið fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni verða skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Sýningin er styrkt af Eyþingi.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00.
Síðasti sýningardagurinn er 24. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Joris Rademaker í síma 462 7818 og Guðrún Pálína í gudrunpalina(hjá)hotmail.com


Innsýn

Eygló Harðardóttir

Guðjón Ketilsson
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Joris Rademaker
Jón Laxdal

2. - 24. júlí 2011



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Verksmiðjan á facebook


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband