Færsluflokkur: Menning og listir
23.6.2011 | 11:03
Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri, leiðsögn og fræðsla
Núna um helgina er að renna upp síðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur Inní rós Á Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur fengið mikla og jákvæða umræðu í fjölmiðlum og er meðal best sóttu sýninga Listasafnsins. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júní kl. 17, en á laugardaginn kl. 15 mun Kristín Gunnlaugsdóttir leiðsegja um sýninguna og fjalla um verk sín. Aðgangseyrir á viðburðinn er 500 krónur.
Þetta er fyrsta yfirlitssýning sem haldin hefur verið á verkum Kristínar en undanfarið hefur Kristín leitað nýrra leiða til að opna myndheim sinn og í myndlist hennar hafa orðið róttækar breytingar. Hún hefur lagt olíumálverkið á hilluna, í bili að minnsta kosti, og snúið sér að útsaum á striga.
Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í klaustri í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2009. Hún hefur verið valin bæjarlistamaður Akureyrar og einnig bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.
Eftir Kristínu má finna verk í eigu helstu listasafna landsins, opinberra stofnana, kirkna, m.a. sem altaristöflur og fjölda einstaklinga. Verk hennar hafa gegnum tíðina verið aðallega stór málverk á striga, eggtemperur á tré, íkonar og teikningar. Námsárin voru lituð af áherslum samtímalistar og minimalisminn var allsráðandi. Sunnar í álfunni kynntist Kristín ólíkum stefnum og hugmyndaheimur miðevrópskrar miðaldahefðar varð sá skóli sem hafði einna mest mótunaráhrif á hana. Djúpstæður áhugi á dýpt vitundarinnar hefur verið undirliggjandi tónn í verkum hennar, aðskilnaður mannsins við Guð, einsemd hans og leit.
Kristín var bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997. Hún hefur haldið fjölda sýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína. Kristín fæddist á Akureyri árið 1963 en býr nú og starfar á Seltjarnanesi.
22.6.2011 | 11:53
Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2011

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.
Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Lilja Jónsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.
Stjórn Myndstefs
17.6.2011 | 08:49
ÁLFkonur sýning á Fólkvanginum og Listasumri og Goya/Tapasbar
F
élagsskapurinn er eins árs og hafa konurnar
hist á miðvikudagskvöldum 1-2svar í mánuði
og rætt áhugamál sitt,
auk þess að skreppa
í styttri og lengri ljósmyndaferðir.
Markmiðið er að
fræðast og betrumbæta færni og ljósmyndatækni.
Sýningin -SAMTAL UM RÆTUR- er þriðja sýning ÁLFkvenna.
Linda Ólafsdóttir
Helga Gunnlaugsdóttir
Helga Heimisdóttir
Guðný Pálína Sæmundsdóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Agnes H. Skúladóttir
Hugmyndir lifna og ljósmyndir verða til. Fyrst sem agnarsmá mynd í hugaskoti hverrar og einnar sem síðan vex og dafnar og verður að ljósmynd á vegg. Listaverki sem skapast vegna minninga sem hver okkar á og geymir með sér.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2011 | 15:48
Listasumar á Akureyri sett í Ketilhúsinu og fjöldi sýninga
Tónlist, leiklist, málþing, myndlist og margt fleira verður í boði á 19. Listasumri Akureyrar sem sett verður klukkan 14:00 í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 17. júní.
Sex listsýningar opna í bænum þennan dag sem allar tengjast Fólkvanginum Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur. Þar er á ferð fólkvangur og alþjóðleg ráðstefna um menningararf kvenna þar sem í boði verða fjölmargar uppákomur víðsvegar um bæinn á bilinu 17. 21. júní. Sjá nánar á www.mardoll.is
Klukkan 15:00 föstudaginn 17. júní fara fimm konur á öllum aldri með orð, eftir sjálfa sig eða aðra, sem þeim finnst að flytja eigi á þjóðhátíðardaginn. Klukkan 14:00 opnar Arna Valsdóttir vídeóinnsetninu í Flóru. Mardallarkonur sýna í Mjólkurbúðinni og opna klukkan 15:00. Hópur ungs listafólks lætur ljós sitt skína í Populus tremula kl: 15:00 og Gallerí + opnar sýningu Pálínu Guðmundsdóttur. Auk alls þessa er sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Listasafninu og í Boxinu sýna 25 ára stúdentar verk sín.
16.6.2011 | 09:26
AÐALLEGA KONUR í Populus Tremula
Þann 17. júní kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Aðallega konur í Populus Tremula. Egill, Eydís, Gunný, Gunna, Dóra og Inga, aðallega konur og einn strákur, sýna listir sínar.
Sýningin er til komin vegna fólkvangsins Vitið þér enn eða hvað? samtal um rætur 19. - 21. júní.
Með þessari sýningu lýkur sjötta starfsári Populus tremula, sem nú tekur sér hlé fram að Akureyrarvöku í lok ágúst.
Sýningin verður opin daglega til 26. júní kl. 14:00-17:00.
Populus Tremula
Listagili
Akureyri
15.6.2011 | 23:23
25 ára MA stúdentar sýna saman í BOXinu, Sal Myndlistarfélagsins
Yfirskrift myndlistarsýningar sem opnar í Boxi, sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, Akureyri, þann 16. júní kl 17.00 er: 25 ára MA stúdentar. Listamennirnir sem sýna eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Brynhildur Kristinsdóttir, Gústav Geir Bollason, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Þessir listamenn sem allir eru samstúdentar úr MA, sýndu saman ásamt fleirum, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fyrir 20 árum síðan, en hafa nú ákveðið að leiða saman hesta sína aftur á þessum tímamótum. Sigurður Ingólfsson mun lesa upp ljóð við opnunina, rétt eins og hann gerði fyrir 20 árum síðan. Sýningin stendur til sunnudagsins 26 júní, og er opin laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17.
(af vef Vikudags)
15.6.2011 | 17:05
Yst sýnir innsetninguna Jóreyk í Bragganum í Öxarfirði
Yst sýnir innsetninguna Jóreyk í Bragganum í Öxarfirði
Þegar stóðið hefur geysast hjá ... hvaþá? Í grískum þjóðsögum er Pegasus stoltur stóðhestur með silfurlitað tagl og vængi. Nafnið er dregið af gríska orðinu pegos, sem þýðir sterkur. Pegasus er líka til sem stjörnumerki, sem sjá má á stjörnubjörtum skammdegishimninum.. Pegasus er óhemju erfiður í tamningu, en takist að temja hann, þá hefurðu eignast trúnaðarvin til æviloka...
Hefur sýningin Jóreykur eitthvað með fjárglæfrafola að gera? Ber afbygging íslensku hrossalitanna uppi þessa abstrakt innsetningu eða eru austurlensku áhrifin límið sem gerir gæfumuninn?
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Kristveig Sigurðardóttir taka nokkur létt sönglög kl. 14 á opnunardaginn laugardaginn 18. júní.
Níunda sýning Braggans Yst í Öxarfirði verður opin alla daga frá 18. júní til 4. júlí kl. 11-18.
Ókeypis aðgangur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 13:59
Guðrún Pálína opnar sýningu í Gallerí+

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Rætur-arfur í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri þann 17. júní kl. 15-17. Sýningin verður opin 18. júní k. 15-17 og aðra daga eftir samkomulagi við Pálínu í síma 462 7818.
Sýningin er hluti af fólkvangi Mardallar Vitið þér enn eða hvað?
Sýningin Rætur-arfur fjallar um hvernig nota megi ættfræði sem leið til að skilja erfðir og stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar G. Pálína ættfræði föður síns og föðurafa og býr til sjónræna framsetningu andlita til og með 8. ættliðar.
Er það von G. Pálínu að áhorfandinn geti aukið eigin vitund um mikilvægi þess að þekkja sögu formæðra/feðra sinna og þá samfélagsins í heild ásamt menningu þess.
Þetta er önnur sýningin af fjórum í sýningarröð þar sem G. Pálína notar ættfræði sem efnivið fyrir myndlistarsýningar.
14.6.2011 | 13:49
Arna Valsdóttir opnar sýningu í Flóru í Listagilinu á Akureyri
Staðreynd 4 -
frá rótum
Opnun á innsetningu Örnu Valsdóttur
í Flóru föstudaginn og þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 15
Arna Valsdóttir
Staðreynd 4 -
frá rótum
17. júní - 4. ágúst 2011
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi 1989. Arna hefur þennan tíma unnið verk þar sem hún nýtir eigin rödd í margvísleg rýmisverk og gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar og um tíma vann hún raddteikningar fyrir útvarp.
Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er hluti af sýningaröðinni Staðreynd og er þetta fjórða staðreyndin sem hún safnar.
Um verk sitt segir Arna:
Heiti sýningarinnar vísar í það að ég vinn inn í tiltekið rými og reyni að hlusta vel eftir eiginleikum þess, bæði í nútíð, fortíð og kannski framtíð og þannig reyni ég að fanga ,,reynd staðarins. Ég vinn gjarnan með eigin rödd og framkvæmi einhverskonar gjörning í rýminu sem ég tek þá upp á myndband og sýni á staðnum. Að þessu sinni er komin óljós mynd í hugann sem ég reyni svo að draga fram í dagsljósið en veit oft ekki fyrr en á síðustu stundu hver staðreynd sýningarinnar verður og get því engu lofað öðru en að reyna að hlusta af athygli.
Merking hugtaksins staðreynd hefur löngum þvælst fyrir mér.
Það sem er handan staðreyndanna, yfir þeim og allt um kring vekur frekar áhuga minn en þær sjálfar og kveikir ákveðna sannleikstilfinningu.
Ég upplifi einhverskonar traust þegar ég skynja hið óræða, óáþreifanlega og afstæða en verð frekar óörugg þegar eitthvað er sett fram sem endanleg staðreynd. Sennilega trúi ég því að afstæðan sé hin eiginlega staðreynd.
Sýningin er hluti af ráðstefnunni Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur sem fer fram í Listagilinu á Akureyri 19.-21. júní nk.
Sýning Örnu stendur til fimmtudagsins 4. ágúst.
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu. Sýningarrýmið á sér auk þess merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar.
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
fésbók flóra
7.6.2011 | 20:27
Ástarsetningar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
8:45 að bandarískum tíma ...
12:45 að íslenskum tíma ...
þúsundir létu lífið
við skulum biðja um betri heim
biðja
nógu
nógu
heitt
máttur bæna hefur verið sannaður
Ástarsetningar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Laugardaginn 11. júní kl. 20.00 flytja Margrét Lóa Jónsdóttir skáldkona og Páll B. Szabo tónlistarmaður frumsamið tónverk Páls við ljóð Margrétar úr bókinni Tímasetningar.
Þetta er fyrsti viðburðurinn í Verksmiðjunni þetta sumarið en dagskrána í heild sinni má sjá á bloggsíðunni: www.verksmidjan.blogspot.com
Verksmiðjan er opin um helgar frá kl. 14 til 17.
Hægt er að skoða Ljóðainnsetninguna Ástarsetningar á þeim tíma, hún stendur til 26 júní.
Verksmiðjan á facebook
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)