Færsluflokkur: Menning og listir
11.8.2011 | 10:35
Sýningin „Bábiljur – hégiljur – þjóðtrú“ opnar í Deiglunni
SÝNINGIN Bábiljur hégiljur þjóðtrú opnar í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 13. Ágúst kl. 15
Mörk þjóðtrúar og raunveruleika hafa oft á tíðum verið mjög óljós og eru jafnvel enn á upplýsingaöld, hver kannast ekki við að banka í tré og segja sjö, níu, þrettán sér til varnar og það að brjóta spegil boðar sjö ára ógæfu. Hjátrú er leið til að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni og koma í veg fyrir að farið sé út fyrir vanann, það sem er eðlilegt. Meðan allt er í föstum skorðum þá gengur allt vel...
Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins Höfuðverk þeir sem sýna að þessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir, Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir, Ragney Guðbjartsdóttir.
Höfuðverk er hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, öll hafa þau haldið einkasýningar en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir saman.
Þema sýningarinnar er bábiljur hégiljur og þjóðtrú og nálgast myndlistamennirnir viðfangsefnið hver á sinn hátt. Á sýningunni verða málverk, skúlptúrar og innsetningar.
Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin alla dagana kl. 13-17.
Menning og listir | Breytt 12.8.2011 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 09:57
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna Static í Mjólkurbúðinni
Georg Óskar Manúelsson
Mjólkurbúðin
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri
Laugardaginn 13. ágúst kl. 14-17
Sunnudaginn 14. ágúst kl. 14-17
"Verkin á sýningunni lýsa óskýrleikanum og truflun sem er í gangi í nútímalífi, þar sem er enginn fókus, og allir er að gera fullt af hlutum á sama tíma.
Undirliggjandi myndin er trufluð og óskýr af einhverjum öðrum öflum, eins og skýrleiki sé ekki möguleiki lengur."
Jóhann Helgi Heiðdal
BIO
Nám
2007- 2009 Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008 Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006 Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut
Samsýningar
2007 Florence Biennale
2007 Rósenborg - Akureyri
2009 GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurðsson - Dalí gallerý, Akureyri
2009 Eiðar art center- GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurðsson
Einkasýningar
2007 Cafe Valny - Egilstaðir
2008 Untitled - Deiglan, Akureyri
2008 Cafe Valny - Egilstaðir
2009 Lollipopp - Karólína, Akureyri
2010 Eiðar art center
2010 populus tremula
2011 Mjólkurbúðin 13.08.11 - 15.08.11
https://www.facebook.com/event.php?eid=257706924240219
31.7.2011 | 14:32
Sýningarlok og listamannsspjall hjá Örnu Valsdóttur í Flóru
Staðreynd 4 -
frá rótum
Fimmtudaginn 4. ágúst lýkur sýningu Örnu G. Valsdóttur, myndlistakonu, í Flóru í Listagilinu á Akureyri með listamannsspjalli. Spjallið hefst klukkan 20, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kvöldið er gott tækifæri fyrir þau sem eiga eftir að sjá sýninguna og einnig þau sem langar að upplifa og vita meira um verk Örnu. Í Flóru fást einnig áritaðar ljósmyndir af verki Örnu.
Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck Academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi 1989. Arna hefur þennan tíma unnið verk þar sem hún nýtir eigin rödd í margvísleg rýmisverk og gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar og um tíma vann hún raddteikningar fyrir útvarp.
Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er hluti af sýningaröðinni Staðreynd og er þetta fjórða staðreyndin sem hún safnar.
Um verk sitt segir Arna:
Heiti sýningarinnar vísar í það að ég vinn inn í tiltekið rými og reyni að hlusta vel eftir eiginleikum þess, bæði í nútíð, fortíð og kannski framtíð og þannig reyni ég að fanga ,,reynd staðarins. Ég vinn gjarnan með eigin rödd og framkvæmi einhverskonar gjörning í rýminu sem ég tek þá upp á myndband og sýni á staðnum. Yfirleitt fæ ég snemma óljósa mynd af því sem ég vil kalla fram í hverju rými fyrir og svo reyni ég að skerpa þessa mynd, framkalla hana og draga fram í dagsljósið. Ég næ oft ekki að sjá myndina í heild fyrr en á síðustu stundu og veit því sjaldnast hver staðreyndin er fyrr en þegar verkið er farið að vinna sjálft í rýminu.
Í Flóru varð ég strax mjög meðvituð um það að kjallarinn liggur að kirkjubrekkunni sem þýðir að bak við vegginn er endalaus mold. Verkið Staðreynd 4 - frá rótum þróaðist svo út frá þessu.
Merking hugtaksins staðreynd hefur löngum þvælst fyrir mér.
Það sem er handan staðreyndanna, yfir þeim og allt um kring vekur frekar áhuga minn en þær sjálfar og kveikir ákveðna sannleikstilfinningu.
Ég upplifi einhverskonar traust þegar ég skynja hið óræða, óáþreifanlega og afstæða en verð frekar óörugg þegar eitthvað er sett fram sem endanleg staðreynd. Sennilega trúi ég því að afstæðan sé hin eiginlega staðreynd.
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistamaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu.
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
fésbók flóra https://www.facebook.com/pages/Fl%C3%B3ra/114530685244702
29.7.2011 | 21:37
Sýning á nýjum verkum í Safnasafninu
Í Safnasafninu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð stendur yfir sýning á nýjum verkum eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur.
Á sýningunni eru ljósmyndir, teikningar og fundnir hlutir.
Verk þeirra þriggja eiga það sameiginlegt að endurspegla nánd stundarinnar og staðarins um leið og þau skírskota á sinn hátt til annars tíma og rýmis.
Allar listakonurnar hafa sýnt reglulega hér heima og erlendis frá því er þær luku formlegu myndlistanámi og eru verk þeirra í eigu opinberra listasafna og einkasafna hér heima og erlendis. Allar hafa þær einnig sinnt kennslu í listaskólum meðfram sinni vinnu með myndlist.
Sýningin stendur til og með 4. september 2011 og er opin á opnunartíma Safnasafnsins kl. 10:00 18:00 alla daga. http://www.safnasafnid.is/
28.7.2011 | 10:19
Þórey Eyþórsdóttir sýnir í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins
Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 30.júlí kl.15:00.
Þórey Eyþórsdóttir Stofnaði félagið Nytjalist á Akureyri. Hún rak Gallerí AllraHanda í Listagilinu á Akureyri og stóð fyrir fjölda af minni sýningum eftir samtímalistamenn. Hún rak "Heklusalinn" á Akureyri með sýningum á stærri verkum eftir íslenska og erlenda myndlistamenn auk þess sem hún gerði upp "Hótel Hjalteyri" Þar voru haldnar sýningar á verkum norðlenskra listamanna.
Á sama tíma er í Boxinu kynning á verkum Bjargar Eiríksdóttur.
Allir Velkomnir!
26.7.2011 | 21:40
KVELDÚLFUR – sjónsuða í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri fyllist af lífi næstkomandi laugardag, þann 30. júlí, þegar sýningin Kveldúlfur - sjónsuða verður opnuð. Þetta er samsýning nokkurra ungra myndlistarmanna og hönnuða sem flest eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlokið listnámi sínu.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Baldvin Einarsson, Bergur Anderson, Bryndís Björnsdóttir, Darri Úlfsson, Elísabet Brynhildardóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Katla Rós, Klængur Gunnarsson, Lilja Birgisdóttir, Loji Höskuldsson, Ragnar Már Nikulásson, Selma Hreggviðsdóttir, Sindri Snær S. Leifsson og Þórgunnur Oddsdóttir.
Sýningin verður opnuð kl. 15 á laugardaginn. Svo kemur kveldúlfur í mannskapinn og kl. 21 hefst dagskrá með tónlist og gjörningum í Verksmiðjunni. Meðal listamanna sem þar koma fram eru Unnur Andrea Einarsdóttir og hljómsveitin Indigo. Og sviðið verður opið fyrir þá sem vilja troða upp.
Sýningin Kveldúlfur sjónsuða stendur yfir frá 30. júlí til 21. ágúst 2011.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Selma Hreggviðsdóttir í síma 868 9720
Verksmiðjan á Hjalteyri er opin um helgar milli klukkan 14 og 17.
Um sýninguna:
Það er Verslunarmannahelgi og við leggjum land undir fót, nokkrir myndlistarmenn og hönnuðir með svefnpoka, dýnur og fullan haus af hugmyndum.
Þó ekki svo fullan að það sé ekki pláss fyrir eins og eina Hjalteyri þar.
Hún þarf að komast inn í höfuðið líka. Það er mikilvægt.
Við mætum á staðinn, grúskum og sjóðum. Hver og einn með sína verksmiðju í höfðinu. Og við vinnum líka saman. Samskipti verða efniviður.
Svo kemur í okkur kveldúlfur. Við bjóðum fleirum að taka þátt. Sláum upp hátíð þegar kvöldar með tónlist og guð má vita hverju.
Uppi á palli, inn í tjaldi, vonandi skemmtiði ykkur vel.
Menningarráð Eyþings, Hörgársveit, Ásprent, Tengir, Norðurorka og Kaldi styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2011 | 17:40
Erna G.S. opnar sýningu í Deiglunni
Erna G.S. opnar sýningu í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri, 23. júlí kl 15.00, sýningin stendur til 7. ágúst.
Erna sýnir málverk, ljósmyndir og innsetningu, verk unnin 2009-2011.
Viðfangsefni sýningarinnar er andartakið, þjóðfélagsástand og samtíminn, persónulegt líf og skynjanir. Þar sem um ákveðna endurspeglun er oft að ræða eða alls ekki og öðlast verkin við það bæði margræðni og mystík.
Erna hefur verið að vinna að tilraunum sínum með samþættingu ólíkra listmiðla og viðfangsefnis frá árinu 2004 þar sem hún vinnur út frá augnablikinu og með andartakið sem er það vinnuferli sem skapar verkin. Þau umbreytast í vinnslunni þar sem Erna vinnur aftur og aftur með sömu verk og hugmyndir.
Erna stundaði myndlistanám við Myndlista og Handíðaskóla íslands 1985-1989, framhaldsnám við Slade School of Fine Art í London 1990-1992, auk náms í kennsluréttindum við Listaháskóla Íslands 2003-2005.
Þetta er 11 einkasýning hennar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og víða erlendis frá árinu 1990.
Erna G.S.
http://www.simnet.is/egs62
egs62@simnet.is
Tónleikar með íslenskum einsöngslögum fyrir sópran og píanó í
Föstudagshádegi Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 22. júlí kl. 12.
Íslenska náttúran er sterkt afl sem er ekki einungis megnugt að stöðva
flugumferð í heiminum heldur hefur í gegnum aldirnar verið ljóð- og
tónskáldum innblástur og getið af sér óumræðanlega dýrmætar perlur.
Hvert lag á efnisskránni er tileinkað ákveðnum hlut eða fyrirbæri sem finnst
í eða tengist íslenskri náttúru. Til að auka áhrif tónlistarinnar verða
flytjendur umkringdir ljósmyndum af náttúru Íslands. Samspil orða, tónlistar
og mynda munu skapa andrúmsloft sem verður einstök upplifun fyrir
tónleikagestinn.
Textar laganna samanstanda af nokkrum gömlum þjóðvísum og ljóðum eftir mörg
af okkar ástsælustu skáldum: Einar Benediktsson, Tómas Guðmundsson, Jónas
Hallgrímsson, Huldu, Höllu Eyjólfsdóttur og Halldór Laxness og fleiri.
Lögin eru eftir Inga T. Lárusson Steingrím Thorsteinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar,
Karl O. Runólfsson og fleiri. Miðaverð 1500 kr. og 1000 fyrir eldri borgara.
Flytjendur:
Rannveig Káradóttir, sópransöngkona.
Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari.
Ljósmyndir eftir Michaël Pankar
20.7.2011 | 14:09
Búkolla og Stolen Speed í Mjólkurbúðinni Listagili


Systkinin Guðrún Ólafsdóttir og Brandur Ólafsson opna samsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri undir heitinu Nostalgia Tourist laugardaginn 23.júlí kl.14.
Guðrún og Brandur eru bæði búsett í Toronto í Kanada og tengja þau sýninguna við heimalandið Ísland.
Guðrún Ólafsdóttir sýnir leirverk sín sem bera heitið Búkolla í fréttum en þau tengir hún æskuárum sínum á Íslandi og skoðar áhrif efnahagshrunsins á íslendinga; ,,Í verkinu "Búkolla í fréttunum" tengir hún ófarir útrásarinnar við Búkollusöguna og sýnir myndir af helstu útrásarvíkingum og öðrum áhrifavöldum hrunsins. Jafnvel Búkolla, með sinn einstaka mátt, undrast töfrana í hugsun bankamanna og fjármálamanna fyrir hrunið. Vatnsberanum, sem nú á að flytja í Bakarabrekkuna, bregður fyrir og heldur ekki lengur á vatnsfötum, heldur Bónuspokum
Brandur Ólafsson sýnir tvö ljósmyndaverk, Gluggarnir í Kaldbaksvík og Stolen Speed Juxtapositions. Nature, Beauty and Their Opposites. Í verkinu Gluggunum í Kaldbaksvík fangar Brandur fegurð staðarins og drunga í senn: ,,Ef forynjur og trröll gangi umí mannheimum sé það vissulega á Kaldbak og Kaldbakshorni. En í verkinu stolen Speed er hann að fást við mótsagnakennda fegurð, sem er að finna í trjám, steinsteypu malbiki, vatni, regni, snjó og fáránlegum byggingum, en það verk var tvö ár í vinnslu.
Sýningin Nostalgia Tourist í Mjólkurbúðinni stendur 23.- 31.júlí
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 eða eftir frekara samkomulagi
Með bestu kveðju úr Mjólkurbúðinni
Dagrún Matthíasdóttir s.8957173
dagrunm@snerpa.is
19.7.2011 | 10:33
Kristján Pétur með tónleika og sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri


Uppáhaldslög
Kristján Pétur Sigurðsson verður með tónleika í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardagskvöldið 23. júlí og hefjast þeir kl. 20:30.
Flutt verða nokkur uppáhaldslög eftir bæði Kristján Pétur og aðra. Húsið mun sjá um hljóðmögnun. Sérlegir aðstoðarmenn eru Guðmundur Egill Erlendsson og Birgir Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/event.php?eid=222566907785635
Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 og í strandkp(hjá)simnet.is
Síðustu forvöð eru svo að sjá sýninguna Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hann valdi fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Verksmiðjan er styrkt af Eyþingi.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00 og einnig á meðan tónleikar Kristjáns Péturs standa yfir.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)