Eva G. Sigurðardóttir sýnir í Deiglunni

187774_244237898925155_1671280_n

Myndlistarsýning - Rauðir gúmmískór og John.
Art exhibition - Red rubber shoes and john.

Sýning Evu G. Sigurðardóttur, Rauðir gúmmískór og John,
opnar laugardaginn 2. júlí. Kl 15:00
í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.

Eva sýnir málverk, teikningar og innsetningu.
Eva útskrifaðist úr Mynd- og Handíðaskóla Íslands 1989, var við nám í École des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-91. Hún lauk kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands 2005.
Eva hefur haldið einka- og samsýningar bæði hér- og erlendis frá árinu 1991.

Á þessari sýningu vinnur Eva með setningu Johns Lennons "all you need is love" og rauða gúmmískó. John Lennon og rauðir gúmmiskór tengjast í raun ekki á neinn hátt en tengjast í vinnuferlinu sjálfu. Eru hluti af ferli þannig að það sem tengist ekki tengist þó.
Verkin eru auk hugmynda eða hugleiðinga einnig sjálfskönnun á eigin vinnuferli, áherslum og leiðum í útfærslu. Hugmyndaleg útfærsla verður ferli þar sem eigin líkami, tilfinning og sál, í verkinu sjálfu umbreyta vinnuferli verksins.
Eva vinnur á margræðan hátt, kannar margbreytileikann, í fortíð, nútíð og framtíð, mannlífið, eigin tilfinningar, raunveruleika, drauma, hugmyndaflug, hugleiðingar og spurningar sem vakna upp.
Hún vinnur bæði hlutbundið og óhlutbundið, notar myndmál jafnt sem bókstafi og orð sem verða hluti myndmálsins sjálfs. Bæði hinn hlutbundni og hinn óhlutbundni veruleiki er kannaður án þess þó að leita lausna eða svara.

Sýningin stendur til 17. júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband