Jhuwan Yeh sýnir í Deiglunni

26850621_764608573722533_7008978601521466746_o

Verið velkomin á opnun Between Simplicity and Reduction, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Jhuwan Yeh í Deiglunni föstudaginn 26 janúar kl. 17 - 20. Einnig opið laugardag og sunnudag kl. 14 - 17 og mánudag kl. 17 - 20. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Sýningin er hluti af langtímaseríunni Fjallamálverk (e. “Mountain Painting Series”) og sýnir nýleg verk. Sýningarnar ferðast en hvert verk í hverri seríu skrásetur hverja einstöku upplifun af hverju landssvæði.

Jhuwan Yeh segir um dvöl sína:
Á meðan dvölinni stóð var ég stanslaust að. Ef ég var ekki að skrifa eða skrásetja hugsanir mínar var ég að teikna Akureyri eins og ég hef séð hana; Akureyri í hvítum vetrarbúning eða gráa í hlýindum. Með því að lesa dagblöðin, í gegnum myndir og liti reyndi ég að afkóða skilaboðin og kunna að meta íslenska fagurfræði. Þannig verða fjöll, myndir og sjónræn tungumál tækin mín til að hafa samskipti við náttúruna. Samræður og könnunarmálverk verða eins og samskiptin á milli “erlendrar menningar” og “staðbundnar menningar”:
"Erlend menning": Ég - Jhuwan Yeh, listamaður frá Taiwan.
"Staðbundin menning": Svæðisbundið og náttúrulegt far Akureyrar.

Flest verka minna eru unnin út frá ákveðnum stað. Fyrst umlyk ég sjálfa mig náttúrunni til þess að finna andrúmsloft svæðisins og tenginguna við landið sem ég síðan reyni að bregðast við í verkunum. Ég vinn sjaldan með fólk því ég elska einfaldleika og ró náttúrunnar. Á meðan ég skoða náttúruna finn ég hvernig allir einstaklingar tengjast og reiða á hvort annað. Og enn gerum við það ekki þegar mannfólkið og mannvirkin valda skaða og óreglu á land og náttúru. Þessir óöruggu þættir sem móta samskeytin á milli mannabústaða og náttúrunnar. Sambandið þarna á milli byggir upp einkenni Akureyrar. Þegar ég reyni að horfa framhjá mannvirkjunum get ég ekki annað en íhugað hvar fjarlægðin á milli náttúrunnar og okkar er? Er það í huganum? Er fjarlægðin birtingarmynd ótta og yfirbugunar? Þannig vel ég að finna náttúruna og kjarna landsins innan fjarlægðarinnar.

Ég nota nota náttúrulegan efnivið við gerð landslagsverka minna, bómullarpappír, lím, lín og bómullarefni, blek og duft úr skeljum og steinum. Mín leið til þess að sína jörðinni virðingu er að nota umhverfisvænan efnivið.

Að mínu mati er listamaður aðeins boðberi. Verk mín og framsetning þeirra eru aðeins notuð til að segja þeirra sögu.

Á sýningunni:
Þessi litlu box/hús voru búin til með dagblaðinu út frá litum. Ég vil biðja þig að velja hús og íhuga fjarlægðina á milli þín og landsins. Veldu það málverk sem lýsir helst þínu innra landslagi, mældu þína fjarlægð frá náttúrunni og settu húsið þar. Og ef þú vilt getur þú merkt húsið þitt. Síðasta klukkutíma sýningarinnar getur þú tekið húsið með þér heim í húsið þitt.

Nánari upplýsingar:
https://jhuwan.blogspot/
https://jhuwan.wixsite.com/jhuwan-yeh
www.listagil.is

https://www.facebook.com/events/2041778399435592

Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu

//

You are invited to the opening of Between Simplicity and Reduction by artist in residence Jhuwan Yeh in Deiglan on Friday January 26th at 5 - 8 pm. Also open on Sat and Sun 2 - 5 pm and Mon 5 - 8 pm. Light refreshments available and the artist will be present.

This exhibition, a continual project of the “Mountain Painting Series”, illustrates my recent ongoing artworks. Each exhibition is a movement while each artwork in each series documents the individual moment of each certain region.

Gil Artist Residence
During the residence, I was constantly on the action. If I wasn’t writing or documenting my mind states, I was sketching Akureyri from I’ve observed; Akureyri in pure white snow or gray melted snow. Reading the foreign Icelandic newspaper, via pictures and colors, I tried to decode the messages and appreciate the local aesthetics via direct view. Consequently, mountains, images and visual languages are my tools to communicate with nature. This “dialogue versus observing painting” poses itself as an exchange as “foreign culture” versus “local culture”.
“Foreign Culture”: Me – Jhuwan Yeh, a Taiwanese artist.
“Local Culture”: Akureyri’s regional and natural outlook.

Most of my artworks are created with direct view. First, I immerse myself with nature to feel the vibes of the region and its connection to the land and then I try to respond to them in my artworks. People are rarely my topics because I love the simplicity and tranquility of nature. While observing the nature, I obtain the enlightenment that each individual being is interconnected and interdependent. And yet, we don’t when it started that human beings and their development have continued to impose a great deal of insecure elements on nature and our land. These insecure elements highlight the “distance” between the human living environment and nature. The relationship between them shapes the “regional characteristic” of Akureyri. When I switch off the direct view and try to see the nature beyond its apparent outlook, I can’t stop contemplating where the “distance” between nature and us exists? Is it in space or in our minds? Is the “distance” a manifestation of fear or conquering? Thus, I choose to feel the nature and essence of our land within the “distance”.

The materials utilized in my artworks are cotton paper, glue made of flour and water, linen, calicoes, ink, white powder made of shells and minerals found in rocks. I paint nature and I hope my artworks are created with natural organic ingredients. To me, this is my way to show my respect to earth and nature.

An art creator, in my opinion, is merely a messenger. My artworks and how they are presented are all media utilized to tell their stories.

More Information:
https://jhuwan.blogspot/
https://jhuwan.wixsite.com/jhuwan-yeh
www.listagil.is

Participating in the Exhibition:
These small blocks/houses were made with the local newspaper according to the various colors. I’d like you to choose a house and contemplate the distance between you and the land. Please also select the painting that best describe your inner landscape, then measure your “distance” to nature and finally place the house there. And if you’re willing to, please sign your name on the small house. At the last hour of the exhibition, you can take your house with you.

Translated by Sho Huang


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband