Sýning á nýjum verkum í Safnasafninu

safnasafn

Í Safnasafninu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð stendur yfir sýning á nýjum verkum eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur.

Á sýningunni eru ljósmyndir, teikningar og fundnir hlutir.

Verk þeirra þriggja eiga það sameiginlegt að endurspegla nánd stundarinnar og staðarins – um leið og þau skírskota á sinn hátt til annars tíma og rýmis.

Allar listakonurnar hafa sýnt reglulega hér heima og erlendis frá því er þær luku formlegu myndlistanámi og eru verk þeirra í eigu opinberra listasafna og einkasafna hér heima og erlendis. Allar hafa þær einnig sinnt kennslu í listaskólum meðfram sinni vinnu með myndlist.

Sýningin stendur til og með 4. september 2011 og er opin á opnunartíma Safnasafnsins kl. 10:00 – 18:00 alla daga. http://www.safnasafnid.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband