Færsluflokkur: Dægurmál

UMSÓKNARFRESTUR UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 2009 RENNUR ÚT 15. DESEMBER NÆSTKOMANDI



Menningarmiðstöðin í Listagili á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í Listasumri á Akureyri 2009.

Listasumar stendur yfir frá Jónsmessu í júní til Akureyrarvöku í lok ágúst.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmála fyrir þátttakendur á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2008.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is

Nánari upplýsingar á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili í síma 466-2609 eða í netpósti listagil@listagil.is og/eða ketilhusid@listagil.is

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir 15. desember 2008:


Menningarmiðstöðin í Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri

Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14

jona_bergdal.jpg

Jóna Bergdal Jakobsdóttir

Vatnslitaflæði

06.12.08 - 02.01.09    

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14.

Sýnd verða fimmtán verk sem unnin eru með vatnslitum og ýmis konar tækni.  Sýningin er í anda aðventunnar þar sem hún samanstendur af alheimsenglum og aðventulitadans.  Þetta er tíunda einkasýning Jónu en einnig stendur nú yfir sýning á verkum hennar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar.

Jóna er fædd á Syðri Tjörnum í Eyjafirði 1953. Ólst upp á Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Jóna fluttist til Akureyrar árið 1970. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á myndlist. Jóna hefur mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og endurspeglast það í verkum hennar þar sem íslensk náttúra er oft sýnileg.

Menntun:
2003            Myndlistarskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, diploma
2000            Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1996-1998    Myndlistarskólinn á Akureyri, ýmis námskeið
1993-1995    Myndlistarskóli Arnar Inga

Sýningin stendur til 2. janúar 2009.


Nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 862 1053 og jbergdal@simnet.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum


Skilafrestur hönnuða til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöðvar hefur verið framlengdur til föstudagsins 19. desember nk.

Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni. Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Búið er að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti. Þau eru Villimey, Fossadalur, Glófi, J&S Gull, Flúrlampar, Saga Medica og Intelscan. Hver hönnuður eða hönnunarteymi getur sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefni til tveggja fyrirtækja. Óskað er eftir grófum tillögum þar sem stuðst er við verklýsingar fyrirtækjanna. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu dulnefni til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, föstudaginn 19. desember 2008.   

Nánar hér


Sýning um Grýlu í Laxdalshúsi

gryla.jpg GRÝLA!

Næstkomandi laugardag (29. nóv.) kl. 14:30 mun opna í Laxdalshúsi á Akureyri sýning um Grýlu.  Það er Þórarinn Blöndal sem hefur unnið sýninguna í samstarfi við Oddeyrarskóla.  Hafa nemendur 2. 3. 4. og 5. bekkjar (smíðahópar) smíðað Grýlu og hennar hyski undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttur smíðakennara og myndlistarkonu.  Afraksturinn verður hluti af sýningu um Grýlu sem verður í jólamánuðinum í Laxdalshúsi.  Ýmiskonar fróðleikur og myndir af henni verða til sýnis og hver veit nema hún verði þarna einhversstaðar í eigin persónu!


LISTAMANNASPJALL HLYNS HALLSSONAR Í HAFNARHÚSINU

karinsander_160_edited-1


SUNNUDAG 30. NÓVEMBER KL. 15:00
Sýning Hlyns Hallssonar hefur vakið óskipta athygli fjölmiðla og almennings en næstkomandi sunnudag mun Hlynur skoða sýninguna með gestum, segja frá tilurð hennar og fyrri verkum sínum. Stefnumótið við Hlyn hefst í Hafnarhúsinu kl. 15:00 en síðan verður gengið í verslanir og þjónustufyrirtæki sem taka þátt í sýningarverkefninu. Sýningin ber yfirskriftina ÚT / INN og er unnin í samstarfi við tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum.


ÚT / INN
Sýning Hlyns felur í sér að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur í nýju og óhefðbundnu umhverfi og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti allt í kringum okkur og stilla þeim upp sem safngripum innan veggja safnsins. Þannig færist safnið út til samfélagsins og samfélagið inn í safnið. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru fjölbreytt; allt frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Sýningin.

Hafnarhúsið er opið daglega 10 - 17, fimmtudaga til 22.

http://hallsson.de
www.kuckei-kuckei.de
www.galerie-robert-drees.de

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT


Heimkoman – málverkasýning Hjördísar Frímann

festarkl08_019_vef.jpg

Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl.15 laugardaginn 29. nóvember. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ýtrasta.

Hjördís Frímann, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir fígúratívar ævintýramyndir, hefur nú söðlað um og sýnir málverk þar sem persónurnar hafa brugðið sér af bæ. Í „tilraunaeldhúsi“ sínu kokkar Hjördís af innlifun upp nýja og spennandi rétti. Leik- og litagleði er meginuppistaðan og möguleikarnir virðast ótæmandi.

Sýningin er opin tvær helgar og lýkur því sunnudaginn 7. desember. Opnunartími um helgar frá 13 til 18 og virka daga frá 16 til 18 eða eftir samkomulagi.


Opið hús í Freyjulundi aðventuhelgarnar og á Þorláksmessu

Listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson opna vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi 601 Akureyri kl. 14.00 – 18.00  aðventuhelgarnar, og kl. 16.00 – 22.00 á Þorláksmessu.
Heitt á könnunni og notaleg stemning í sveitinni.

Ath. ekki tekið við greiðslukortum, allar upplýsingar á freyjulundur.is eða í síma 865-5091.

 

cats.jpg

Jólakötturinn er til sölu í Freyjulundi, Frúnni í Hamborg á Akureyri og á vinnustofu Abbýar á Siglufirði. Verð 5000 kr.              Ljósmynd. Örlygur Hnefill.


List án landamæra 2009

Nú er undirbúningur hafinn fyrir List án landamæra 2009.  Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru sem áður: Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp.

 
Vilt þú vera með?

Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur síðasta vetrardag 22.apríl 2009 og mun standa fram í byrjun maí. Dagskráin er enn í mótun en meðal stærri atburða eru sýning í Listasal Mosfellsbæjar, sýningar og uppákomur í Norræna Húsinu, Handverksmarkaður og Geðveikt kaffihús, Gjörningur á vegum Átaks, Opnunarhátíð og samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá verður jafnframt á Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og fleiri stöðum á landsbyggðinni.

 

Ef að þú hefur áhuga á þátttöku eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga þá máttu gjarnan setja þig í samband við okkur. Bæði er hægt að taka þátt í einhverjum af þeim atburðum sem við erum með á dagskrá eða að koma með nýjan atburð inn í dagskrána.

Hátíðin er hugsuð sem samstarfsverkefni og því ræðst dagskráin af þátttakendum.

 

Hugmyndir að atburðum eru: Opin hús, litlar listasýningar, tónleikar og tónlistaflutningur, upplestur á eigin efni, þátttaka í samsýningum ,leiklistarviðburðum og svo mætti áfram telja. Við getum aðstoðað eftir þörfum við skipulag og að finna aðstöðu fyrir atburði.

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Bestu kveðjur,

stjórn Listar án landamæra.

 

Sími: 691-8756

Netfang: listanlandamaera@gmail.com

Netsíða: www.listanlandamaera.blog.is

 

P.s. Mikið af nýjum myndum á heimasíðunni okkar frá síðustu hátíðum.


Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýningu og gefur út bókina TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA

finnskur_tango.jpg

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14, mun Kristján Pétur Sigurðsson opna myndlistasýningu í Populus Tremula á Akureyri.

Sýningin ber yfirskriftina “ TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA “  og samanstendur af tré-og dúkþrykkum þar sem leikið er á, við og með nokkur tákn klassískrar tónfræði.

Sama dag gefur Populus Tremula út bók Kristjáns Péturs “ TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA “.

 

Við opnun sýningarinnar mun Haraldur Davíðsson flytja nokkur tóndæmi.

 

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. nóvember frá 14-17.

Ath. aðeins þessi eina sýningarhelgi.

http://poptrem.blogspot.com


Jónas Viðar opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

hekla2_365.jpg

Laugardaginn 22 nóvember kl 15.00 opnar Jónas Viðar sýningu á
nýjum málverkum í Jónas Viðar Gallery listagilinu á Akureyri.
Þér og þínum er boðið á opnun.

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is/
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband