Færsluflokkur: Dægurmál

Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka

“Sé þig” á  Mokka á Skólavörðustígnum

Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
 : - 17 þrennur og einni betur.  Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)

Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar  og  spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle   University á Bretlandi í september síðastliðnum.

Nánari upplýsingar á:  yst.is


Finnur Arnar sýnir "Húsgögn" í Laxdalshúsi

finnur.jpg
Föstudaginn 16. janúar opnaði myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi.
Sýningin stendur til 28. febrúar.

Ásamt þeirri sýningu sem opnaði þessa helgi er sýning á vegum Leikminjasafnsins um leiklist á Akureyri og Norðurlandi.
Á efra lofti hússins er svo lítið sýnishorn af leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar, merkasta frumherja íslenskrar brúðuleiklistar á síðustu öld.  Einnig má sjá þar hana Grýlu í öllu sínu veldi.  


Laxdalshús er opið alla sunnudaga milli 13:00 til 17:00

Laxdalshús, Hafnarstræti 11, sími 899-6768

Opinn vinnudagur í GalleríBOXi í dag

galleribox_772526.jpgLaugardaginn 17. janúar kl. 14:00-16:00 verður opinn vinnudagur í BOXinu.

Sýningarnefndin mun einnig kynna sýningardagskrána 2009.   

Allir velkomnir!

Bestu kveðjur,
Stjórn Myndlistarfélagsins


Finnur Arnar sýnir í Laxdalshúsi

finnur_portrett Föstudaginn 16. janúar opnar myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi á Akureyri.
Opnunin hefst kl: 16:00 og verða léttar veitingar í boði.

Samsýning 12 listamanna frá Íslandi og Noregi opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

egs0

Kaldar strendur – heitir straumar
 
Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu 12 listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á sl. ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.
 
Hugmyndin að sýningunni kviknaði í  samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á  Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og  Vesterålen  hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að.
Listamennirnir sem sýna eru:  Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.

Kaldar strendur – heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni.  Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
 
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi  12. september síðast liðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
 
Sýningin "Heitir straumar - kaldar strendur" opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum,  laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, og Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu, Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
 
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og vídeóverk.
 
Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 -18.  Henni lýkur 8. febrúar.
 
Allir velkomnir

Mynd af Egilsstöðum: Skarphéðinn G. Þórisson.


Kristin G. Jóhannsson opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

 

Laugardaginn 17. janúar kl.15.00 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir
Kristin G. Jóhannsson, listmálara, í Jónas Viðar Gallery ,
Kaupvangsstræti á Akureyri.

Sýningin ber titilinn "Haustbrekkur" og er hluti myndraðar, sem
listamaðurinn hefur unnið að undanfarin ár.
Hann sýndi fyrsta hluta þessa bálks í Ketilhúsi fyrir tveimur árum og hét
"Búðargil og brekkurnar" og eru verkin á þessari sýningu í beinu framhaldi
af þeim.

Kristinn leitar fanga í nánasta umhverfi sitt og segist efna til þessara
verka í brekkunum upp af Fjörunni eða eins og segir í sýningarskrá:"Verkin
á þessari sýningu eru sem sagt hluti af stærri heild og sækja blæbrigði í
litskrúð brekknanna og minnir á haustið eða gróður sem er að syngja sitt
síðasta með trega, flúri eða fagurgala. Líf í lækkandi sól."

Sýningin veður opin til 8. febrúar og er gallerýið opið föstudaga og
laugardaga  kl 14.00-18.00.

Allir eru velkomnir á opnun sem er sem fyrr sagði kl. 15.00 n.k. laugardag.


Dagskrá VeggVerks 2009

 

Dagskráin hjá VeggVerki fyrir 2009:

17.01.2009 Myndlistarskólinn á Akureyri

14.03.2009 Margeir Sigurðarson

16.05.2009 Ingirafn Steinarsson

04.07.2009 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

29.08.2009 Hugleikur Dagsson

30.10.2009 Joris Rademaker

Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir www.jonahlif.com


Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15

hb_syning.jpg


Herdís Björk Þórðardóttir

Rok

03.01.09 - 06.02.09
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15.

Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.

Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri.

Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Björk í síma 862 1770 og herdisbjork(hjá)simnet.is og á síðunni www.herdisbjork.wordpress.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


HALLGRÍMUR INGÓLFSSON sýnir í Populus tremula 13.-14. desember

hallgrimur-web_748042.jpg

Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Þetta er fimmta einkasýning Hallgríms. Verkin á sýningunni eru ný af nálinni, máluð með akríllitum og tengjast öll Vestfjörðum.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 14. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Minnum á JÓLABÚÐ BEATE OG HELGA sem verður opin um helgina kl. 13:00-18:00.


Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd

asaola

Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd til 7. desember í DaLí Gallery, Brekkugötu 9.

DaLí vinnustofa verður opin helgina 13.-14. desember kl.14-17 og verða dalíurnar á staðnum.
Á vinnustofunni má sjá verk eftir Dagrúnu Matthíasdóttur, Sigurlín M. Grétarsdóttur-Línu, Ingu Björk Harðardóttur og Hrafnhildi Ýr Vilbertsdóttur - Krummu.
Svo má líta við í kreppuhillunni svokölluðu þar sem hægt er að fá myndlist á sanngjörnu verði.

Heitt á könnunni og allir velkomnir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband