Færsluflokkur: Dægurmál
19.1.2009 | 12:42
Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka
Sé þig á Mokka á Skólavörðustígnum
Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
: - 17 þrennur og einni betur. Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)
Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar og spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle University á Bretlandi í september síðastliðnum.
Nánari upplýsingar á: yst.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 23:40
Finnur Arnar sýnir "Húsgögn" í Laxdalshúsi

Föstudaginn 16. janúar opnaði myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi.
Sýningin stendur til 28. febrúar.
Ásamt þeirri sýningu sem opnaði þessa helgi er sýning á vegum Leikminjasafnsins um leiklist á Akureyri og Norðurlandi.
Á efra lofti hússins er svo lítið sýnishorn af leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar, merkasta frumherja íslenskrar brúðuleiklistar á síðustu öld. Einnig má sjá þar hana Grýlu í öllu sínu veldi.
Laxdalshús er opið alla sunnudaga milli 13:00 til 17:00
Laxdalshús, Hafnarstræti 11, sími 899-6768
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 11:54
Opinn vinnudagur í GalleríBOXi í dag
Laugardaginn 17. janúar kl. 14:00-16:00 verður opinn vinnudagur í BOXinu.
Sýningarnefndin mun einnig kynna sýningardagskrána 2009.
Allir velkomnir!
Bestu kveðjur,
Stjórn Myndlistarfélagsins
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 22:03
Finnur Arnar sýnir í Laxdalshúsi

Opnunin hefst kl: 16:00 og verða léttar veitingar í boði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaldar strendur heitir straumar
Kaldar strendur - heitir straumar er nafn á samsýningu 12 listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á sl. ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.
Hugmyndin að sýningunni kviknaði í samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og Vesterålen hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að.
Listamennirnir sem sýna eru: Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.
Kaldar strendur heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni. Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi 12. september síðast liðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
Sýningin "Heitir straumar - kaldar strendur" opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum, laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, og Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu, Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og vídeóverk.
Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 -18. Henni lýkur 8. febrúar.
Allir velkomnir
Mynd af Egilsstöðum: Skarphéðinn G. Þórisson.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 23:12
Kristin G. Jóhannsson opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 17. janúar kl.15.00 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir
Kristin G. Jóhannsson, listmálara, í Jónas Viðar Gallery ,
Kaupvangsstræti á Akureyri.
Sýningin ber titilinn "Haustbrekkur" og er hluti myndraðar, sem
listamaðurinn hefur unnið að undanfarin ár.
Hann sýndi fyrsta hluta þessa bálks í Ketilhúsi fyrir tveimur árum og hét
"Búðargil og brekkurnar" og eru verkin á þessari sýningu í beinu framhaldi
af þeim.
Kristinn leitar fanga í nánasta umhverfi sitt og segist efna til þessara
verka í brekkunum upp af Fjörunni eða eins og segir í sýningarskrá:"Verkin
á þessari sýningu eru sem sagt hluti af stærri heild og sækja blæbrigði í
litskrúð brekknanna og minnir á haustið eða gróður sem er að syngja sitt
síðasta með trega, flúri eða fagurgala. Líf í lækkandi sól."
Sýningin veður opin til 8. febrúar og er gallerýið opið föstudaga og
laugardaga kl 14.00-18.00.
Allir eru velkomnir á opnun sem er sem fyrr sagði kl. 15.00 n.k. laugardag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 19:54
Dagskrá VeggVerks 2009
Dagskráin hjá VeggVerki fyrir 2009:
17.01.2009 Myndlistarskólinn á Akureyri
14.03.2009 Margeir Sigurðarson
16.05.2009 Ingirafn Steinarsson
04.07.2009 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
29.08.2009 Hugleikur Dagsson
30.10.2009 Joris Rademaker
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir www.jonahlif.com
Dægurmál | Breytt 5.1.2009 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 21:33
Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15
Herdís Björk Þórðardóttir
Rok
03.01.09 - 06.02.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna Rok á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15.
Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.
Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri.
Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Björk í síma 862 1770 og herdisbjork(hjá)simnet.is og á síðunni www.herdisbjork.wordpress.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.02.09 - 06.03.09 Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 08:29
HALLGRÍMUR INGÓLFSSON sýnir í Populus tremula 13.-14. desember
Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Þetta er fimmta einkasýning Hallgríms. Verkin á sýningunni eru ný af nálinni, máluð með akríllitum og tengjast öll Vestfjörðum.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 14. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Minnum á JÓLABÚÐ BEATE OG HELGA sem verður opin um helgina kl. 13:00-18:00.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 10:58
Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd
Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd til 7. desember í DaLí Gallery, Brekkugötu 9.
DaLí vinnustofa verður opin helgina 13.-14. desember kl.14-17 og verða dalíurnar á staðnum.
Á vinnustofunni má sjá verk eftir Dagrúnu Matthíasdóttur, Sigurlín M. Grétarsdóttur-Línu, Ingu Björk Harðardóttur og Hrafnhildi Ýr Vilbertsdóttur - Krummu.
Svo má líta við í kreppuhillunni svokölluðu þar sem hægt er að fá myndlist á sanngjörnu verði.
Heitt á könnunni og allir velkomnir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)