LISTAMANNASPJALL HLYNS HALLSSONAR Í HAFNARHÚSINU

karinsander_160_edited-1


SUNNUDAG 30. NÓVEMBER KL. 15:00
Sýning Hlyns Hallssonar hefur vakið óskipta athygli fjölmiðla og almennings en næstkomandi sunnudag mun Hlynur skoða sýninguna með gestum, segja frá tilurð hennar og fyrri verkum sínum. Stefnumótið við Hlyn hefst í Hafnarhúsinu kl. 15:00 en síðan verður gengið í verslanir og þjónustufyrirtæki sem taka þátt í sýningarverkefninu. Sýningin ber yfirskriftina ÚT / INN og er unnin í samstarfi við tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum.


ÚT / INN
Sýning Hlyns felur í sér að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur í nýju og óhefðbundnu umhverfi og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti allt í kringum okkur og stilla þeim upp sem safngripum innan veggja safnsins. Þannig færist safnið út til samfélagsins og samfélagið inn í safnið. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru fjölbreytt; allt frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Sýningin.

Hafnarhúsið er opið daglega 10 - 17, fimmtudaga til 22.

http://hallsson.de
www.kuckei-kuckei.de
www.galerie-robert-drees.de

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband