Færsluflokkur: Dægurmál
20.11.2008 | 23:37
Tinna Ingvarsdóttir sýnir í Populus tremula
Tinna Ingvarsdóttir
MYNDLISTARSÝNING
22.-23. nóvember
Laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00 opnar Tinna Ingvarsdóttir sýningu á málverkum í Populus tremula. Verkin fjalla um meðvitundina og meðvitundarleysið.
Einnig opið sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 13:46
Erika Lind Isaksen opnar í GalleríBOXi
Laugardaginn 22. nóvember 2008 kl. 16:00 opnar Erika Lind Isaksen sýninguna ÉG í GalleríBOXi, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Erika fæddist í Reykjavík árið 1968, ólst upp í Garðinum en er nú búsett á Akureyri eftir langa dvöl á Nýja Sjálandi.
Hún nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta sýning hennar á hér á landi.
Titill sýningarinnar ÉG" og innihald hennar ég um mig frá mér til mín varpar fram þeirri spurningu hvort hægt er hægt að skilgreina sjálfið útfrá þeim hlutum sem við getum ekki skilið við okkur af tilfinningalegum ástæðum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 12:41
Ása Óla opnar Samansafn í DaLí Gallery
Ása Óla opnar myndlistasýninguna Samansafn í DaLí Gallery laugardaginn 15. nóvember kl. 14-17.
Þetta er þriðja einkasýning Ásu og sýnir hún teikningar og málverk frá fyrri sýningum auk nýrra verka sem hafa þróast út frá þeim. Myndirnar eru af verum, púkum, gyðjum og geishum sem vísa til sjálfsmyndar listakonunnar.
Ása Óla útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.
Sýning Ásu stendur til 30. nóvember.
Allir velkomnir
Ása Óla s.8646612
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 21:22
Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir sýna í Startart
Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona erum með sýningar í Startart Laugavegi 12 b í Reykjavík. Opnunin var sl. fimmtudag og standa sýningarnar til 26. nóv. Opið alla daga frá 13 - 17 nema sunnudaga og mánudaga.
Sjá www.startart.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 16:41
Nói opnar sýninguna Bland í Ketilhúsinu
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00 opnar Nói sýninguna Bland í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin stendur til 16. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl.13.00 til 17.00.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 11:45
Guðrún Vaka opnar sýningu í Populus tremula
8-villt
GUÐRÚN VAKA
1.-2. nóvember
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 opnar Guðrún Vaka myndlistarsýninguna 8-villt í Populus tremula.
Þar sýnir Guðrún ný verk sem fjalla um þá sérvisku Akureyringa að tala í áttum. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar Vöku sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006.
Einnig opið sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Nánar http://gvaka.blogspot.com
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 08:33
Þorsteinn Gíslason opnar sýningu á Café Karólínu
Þorsteinn Gíslason
Virði - Wort
01.11.08 - 05.12.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.
Um verkið: Verkið Virði er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?
Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.
Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09 Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 21:57
Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki
MYNDLISTARMENN
umsóknir um styrki
Listasjóður Dungal
auglýsir eftir umsóknum um styrki.
Sjóðurinn var stofnaður árið1992 í minningu
Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn
sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast
á vef listasjóðsins www.listasjodur.is. Umsóknum skulu fylgja
ljósmyndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá og skal
skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.)
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2008.
LISTASJÓÐUR DUNGAL
í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 12:22
Opið hús í GalleríBOXi
Laugardaginn 25. október klukkan 14-17 verður heitt á könnunni og opið hús fyrir alla í GalleríBOXi í Gilinu á Akureyri.
Það er engin sýning í gangi þessa helgina en tilvalið að líta á húsakynnin næstum tóm og fá sér kaffi og ræða málin.
Myndlistarfélagið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 12:00
Rannveig Helgadóttir opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
Rannveig Helgadóttir opnar málverkasýninguna "Nýtt upphaf" í Jónas Viðar Gallery
laugardaginn 18.október kl.3 sýningin stendur til 16. nóvember 2008. Allir velkomnir.
http://www.rannveighelgadottir.com
Jónas Viðar
sími: 8665021
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)