Færsluflokkur: Dægurmál

Pálína og Joris opna sýningu í Gallerí +

Gallerí+, Brekkugötu 35 Akureyri, opnun galleríeigendanna, Joris Rademaker og G. Pálínu Guðmundsdóttur, laugardaginn 5. júlí kl. 16.00. Allir velkomnir.

Þetta er fyrsta samsýning Pálínu og Joris í eigin galleríi. Joris hefur haft tvær einkasýningar þar áður og Pálína eina. Galleríið tók til starfa 17. febrúar 1996.
Pálína sýnir gömul og ný málverk og Joris skúlptúra bæði nýja og gamla. Joris valdi verkin á sýninguna og reyndi að hafa einhverskonar "dialog" á milli þeirra.
Joris er Hollendingur og hefur verið starfandi myndlistarmaður á Akureyri frá 1991. Pálína nam myndlist í AKI í Hollandi og svo Jan van Eyck Akademíunni í Maastricht 1987-89. Þau hafa tekið þátt í samsýningum og eða haft einkasýningar meira eða minna árlega síðan þau útskrifuðust sem myndlistarmenn.
 
Verk Joris eru unnin úr náttúrulegum efnum og fundnum hlutum. Pálína vinnur aðallega með andlitsmyndir, málverk, ljósmyndir og texta útfrá stjörnukortum, á þessari sýningu eru eingöngu olíumálverk.

Sýningin er opin þrjá laugardaga í röð frá kl. 14.-16. og aðra daga eftir samkomulagi í síma 462 7818.


Arna Vals með blindflug í Eyjafjarðarsveit

stadfugl-farfugl_020708.jpg

Arna Vals - Blindflug í Eyjafjarðarsveit
Söngspuni við undirleik eyfirskrar náttúru
Flugtak: Gömlu brýrnar yfir Eyjafjörð - brú nr. 3
Brottfarartími: 03.07.08 kl. 23.25
Áætlaður lendingartími: 04.07.08 kl. 00.01. Verið velkomin.
Hljóðverkið Fuglatal / Birdtalk verður formlega opnuð þann 06.07.08 kl. 21.00 við Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit.
Þátttakendur: Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir og Tonny Hollanders.
Sérstakkir þakkir: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.

http://fugl.blog.is

 

This week is dedicated to sound...
 

Arna Vals will do an improvised voice perfomance accompanied by the nature in Eyjafjordur.

Place: at the old bridges over Eyjafjarðará on the south side of Akureyri airport - 3rd bridge.

Title: "Blindflug" which translates somewhat like "blind flight" or "night flight".

Take-off: 03.07.08 kl. 23.25

Estimated arrivel: 04.07.08 kl. 00.01. Everyone is welcome.


Soundinstallation Fuglatal / Birdtalk

will be officialy opened  06.07.08 at 21.00 hrs. at Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit. Just north from Kálfagerði wich is about 25km into the fjord from Akureyri on the east side of the river (got it!?).

Participants: Borge Bakken, Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir and Tonny Hollanders.

Special thanks to: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.


Facing China lýkur í Listasafninu á Akureyri

china

Föstudaginn 27. júní lýkur sýningunni  Facing China ( Augliti til
auglitis við Kína ) í Listasafninu á Akureyri. Heiti
sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið,
sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska
samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert
sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins.
Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang
Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun,
Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi.

Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska
listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á
Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning
sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til
að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið
gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og
kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda
verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn
þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti
gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er
kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur
Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á
íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að
miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast
sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp í
söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og
Svíþjóð. „Skandinavíuför“ hennar lýkur árið 2010, en
þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að
skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari
stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson
forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.

Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna
verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við
stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af
sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna
harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með
ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að
standa „augliti til auglitis við eitthvað“ þýðir að takast
á við veruleikann.

Nánari upplýsingar sýninguna er að finna á vefsíðu
Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Einnig er hægt að hafa
samband við Hannes Sigurðsson í síma 899-3386 (netfang:
hannes@art.is). Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Samskip sem
veitti aðstoð við flutning á verkunum til landsins.


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu í Bragganum

 braggi_forsida

Fagurt og frítt
Á laugardaginn 28. júní verður fimmta Braggasýningin opnuð í Öxarfirði.
Umfjöllunarefnið er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir.
Yst sýnir 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eftir Yst .
Aðgangseyrir er enginn og verkin ekki verðlögð.
Sýningin stendur til 13. Júlí og er opin alla daga frá kl 11 til kl 18.


Ása Óla sýnir í Listasal Saltfisksetursins

thumb.php?file=%C1sa_%D3la_litil_2 Geisha ofl.


Ása Óla opnar málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. júní kl. 14:00 sýninguna kallar hún Geisha ofl.
Ása Óla er fædd á Húsavík 1983 og er uppalin á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 af fagurlistabraut. Einnig hefur hún farið á ýmis námskeið s.s í keramiki, módelteiknun og ljósmyndun.
Hún er virkur meðlimur í samsýningahópnum Grálist.
Geisha ofl. er önnur einkasýning Ásu eftir nám.

Sýningin stendur til 7. júlí.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18.

Bráðnun - Smeltevand í Ketilhúsinu

smeltevand.jpg

Bráðnun - Smeltevand
Sýningin Bráðnun (smeltevand) er samsýning 10 norrænna listakvenna opnaði í Ketilhúsinu Menningarmiðstöðinni í Listagili, Akureyri þ. 19. júní kl. 17.00. og stendur til 6. júlí. Opið 13-17 alla daga nema mánudaga.

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa að listsköpun á Akureyri eru þátttakendur: Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefari, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strøm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sørensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku.
Listsýning þessi er haldin í tengslum við "Alþjóðlegt heimskautaár"  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar að túlka þeirra sýn á hlýnun jarðar, bráðnun jökla, hækkandi sjávarstöðu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember 2007 og í Menningarmiðstöðinni í Greve í Danmörku í janúar- febrúar sl. og fékk bæði mjög góða blaðadóma og mikla aðsókn.

smeltevand1.jpg


Serbneskur listamaður með íkonasýningu í þremur kirkjum

Faðir Jovica er serbneskur listamaður sem einnig er prestur í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann er með íkonasýningu í þremur kirkjum nú í júnímánuði. Í Safnaðarheimili Háteigskirkju, í Glerárkirkju á Akureyri og í Skálholtskirkju.

Listamaðurinn, Jovica Jovanovic nam við guðfræðistofnanir í Belgrad og íkonafræði af hinum virta gríska íkonamálara Adonis Stergijua. Faðir Jovica hefur haldið íkonasýningar á listasöfnum og er að vinna að íkonastasíum í kirkjum í Serbíu. Þá hefur honum verið boðið að gera íkonamyndir fyrir rétttrúnaðarkirkjuna fyrir utan Parísarborg. Hann er mikill unnandi lista, einkum málaralistar. Lesið hugleiðingu hans: Hvað er íkon? www.equilibriumars.com

Sýningin verður í Glerárkirkju frá sunnudeginum 15. júní til þriðjudagsins 17. júní, opið sunnudag frá 12 - 16 og frá 19 – 22, mánudag 12 -22 og á þriðjudag 12 – 18. Framlengd miðvikudag 18. til kl. 18:00

Þá verður við lok sýningarinnar á Akureyri eins og við opnun sýningarinnar í Háteigskirkju flutt stutt lofgjörð á kirkjuslafnesku, ensku og íslensku. Lofgjörðin nefnist akaþist, en það orð er ættað úr grísku og merkir lof- og þakkargjörð.

www.equilibriumars.com

 


Hörður Geirsson sýnir ljósmyndir í Jónas Viðar Gallery

syning_hordurgeirsson_1_08



Láð og lögur

Ljósmyndir

Ljósmyndasýningin Láð og lögur verður opnuð laugardaginn 14. Júní kl 14 í Jónas Viðar Gallery í Grófargilinu á Akureyri.

Hörður Geirsson sýnir þar loftljósmyndir sem teknar voru á síðasta ári. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum allt frá árinu 1983. Hörður hefur ekki áður sýnt slíkar ljósmyndir á sýningu.


Hörður Geirsson hefur starfað sem safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1987. Hann kom að stofnun og uppsetningu sýninga á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.


Sýningin er opin virka daga frá 16-18 og um helgar frá 13-17 frá 14. - 29. Júní 2008.

_____________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is

Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Guðný Þórunn Kristmannsdóttir opnar myndlistarsýningu í Populus tremula

gudny-24_5-web.jpg

Laugardaginn 24. maí kl. 14:00 opnar Guðný Þórunn Kristmannsdóttir myndlistarsýningu í Populus tremula. Þar sýnir Guðný áður ósýnd málverk og verk gerð með blandaðri tækni á pappír frá tímabilinu 1997 til þessa dags. Þetta er fjórða einkasýning Guðnýjar sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðný útskrifaðist af málunardeild MHÍ 1991 – hún býr og starfar á Akureyri.

Einnig opið sunnudaginn 25. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.


Ingileif Thorlacius og Áslaug Thorlacius sýna í Jónas Viðar Gallery

aslaug.jpgingileif.jpg

Myndir

Laugardaginn 17. maí kl 13.00 opna systurnar Ingileif og Áslaug Thorlacius sýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.
Ingileif sýnir syrpu af vatnslitamyndum, Áslaug sýnir Esjumyndir unnar með vatnslit á pappír og með tempera á tré.

Sýningin stendur frá 17. maí til 6 júní og er opin föstudaga og laugardaga frá kl 13.00 til 18.00

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm

syning_aslaug.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband