Serbneskur listamaður með íkonasýningu í þremur kirkjum

Faðir Jovica er serbneskur listamaður sem einnig er prestur í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann er með íkonasýningu í þremur kirkjum nú í júnímánuði. Í Safnaðarheimili Háteigskirkju, í Glerárkirkju á Akureyri og í Skálholtskirkju.

Listamaðurinn, Jovica Jovanovic nam við guðfræðistofnanir í Belgrad og íkonafræði af hinum virta gríska íkonamálara Adonis Stergijua. Faðir Jovica hefur haldið íkonasýningar á listasöfnum og er að vinna að íkonastasíum í kirkjum í Serbíu. Þá hefur honum verið boðið að gera íkonamyndir fyrir rétttrúnaðarkirkjuna fyrir utan Parísarborg. Hann er mikill unnandi lista, einkum málaralistar. Lesið hugleiðingu hans: Hvað er íkon? www.equilibriumars.com

Sýningin verður í Glerárkirkju frá sunnudeginum 15. júní til þriðjudagsins 17. júní, opið sunnudag frá 12 - 16 og frá 19 – 22, mánudag 12 -22 og á þriðjudag 12 – 18. Framlengd miðvikudag 18. til kl. 18:00

Þá verður við lok sýningarinnar á Akureyri eins og við opnun sýningarinnar í Háteigskirkju flutt stutt lofgjörð á kirkjuslafnesku, ensku og íslensku. Lofgjörðin nefnist akaþist, en það orð er ættað úr grísku og merkir lof- og þakkargjörð.

www.equilibriumars.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband