Fćrsluflokkur: Bćkur

Ljóđahátíđ í Verksmiđjunni á Hjalteyri, Grundarskógi og Populus tremula

lj_c3_b3dah_c3_a1t_c3_addin-2011-web2.jpg

Síđustu helgina í september verđur haldin Ljóđahátíđ í Eyjafirđi.
Ađstandendur hennar eru Verksmiđjan á Hjalteyri, Populus tremula og
Skógrćktarfélag Eyfirđinga.

Hin árlega Ljóđaganga í Eyfirskum skógi verđur ađ ţessu sinni hluti
hátíđarinnar og nú haldin í Grundarskógi í Eyjafirđi.

Dagskrá verđur ţríţćtt eins og fram kemur hér ađ neđan. Hópur góđskálda
heimsćkir Eyjafjörđ og les ljóđ sín fyrir heimamenn og gesti.

Fram munu koma m.a. eftirtalin skáld:

Guđbrandur Siglaugsson
Anton Helgi Jónsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Bjarni Gunnarsson
Ţórunn Erlu Valdimarsdóttir
Ísak Harđarson

Fyrst verđur ljóđakvöld í Verksmđjunni á Hjalteyri kl. 21.00 föstudaginn 23. sept.

Síđan Ljóđaganga Grundarskógi í Eyjafirđi kl. 14.00 laugardaginn 24. sept.

Ađ lokum ljóđakvöld í Populus tremula sama kvöld kl. 21.00.

Ađgangur verđur ókeypis og öllum heimill. Malpokar leyfđir.

Ljóđahátíđin er styrkt sérstaklega af Menningarráđi Eyţings, Uppheimum og
Amtsbókasafninu á Akureyri.

 


Bókin MYNDIR - BILDER - PICTURES komin út

fors_myndir.jpg



MYNDIR - BILDER - PICTURES er 33 mynda röđ ţar sem Hlynur Hallsson setti saman ljósmyndir og stutta texta á íslensku, ţýsku og ensku. Hér eru ţćr allar samankomnar í einni bók ásamt textum eftir ţrjá höfunda auk viđtals, ritaskrá og lista yfir ţćr sýningar ţar sem verk úr myndröđinni hafa veriđ sýnd.

Claudia Rahn listfrćđingur í Zürich skrifar um frásagnir og myndir Hlyns. Friđrik Haukur Hallsson félags- og menningarfrćđingur í Bielefeld skrifar um tengsl listamannsins og heimspekingsins út frá kenningum franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty. Raimar Stange sjálfstćtt starfandi sýningarstjóri og gagnrýnandi í (Austur-) Berlín skrifar um textaverk Hlyns og Kristín Ţóra Kjartansdóttir tekur viđtal viđ Hlyn.


Úr texta Claudiu Rahn: Hlynur Hallsson – On the road

"Hér er um ađ rćđa ljósmyndir ásamt textum á ţremur tungumálum. Ljósmyndirnar og textarnir mynda "vegamyndir", sem eru samsettar úr reynslu og minningum Hlyns. Í heild virkar ţetta eins og eins konar dagbók. Myndum úr fjölskyldulífinu er stillt upp ásamt myndum af vinum sem og ókunnugu fólki, af landslagi, myndum úr fjölţjóđlegum listaheiminum. Ljósmyndirnar skapa saman skrautlega heild sem gefur einnig innsýn inn í líf Hlyns. Ţessi heild virđist í fyrstu litlaus og ţýđingarlítil en í samhengi viđ textanna verđur áhrifamáttur ţeirra ótrúlegur."


Úr texta Raimars Stange: Make words not war!

"Ţađ var á seinni hluta tíunda áratugarins sem Hlynur Hallsson sendi mér póstkort frá ýmsum heimshornum. Ţar skrifađi hann á íslensku ţótt hann vissi mćtavel ađ ég hef alls engan skilning á ţví tungumáli, en á ţeim tíma var skilningsleysiđ - ţađ ađ skilja eitthvađ ekki – og fagurfrćđileg gćđi ţess ađalmáliđ í hinni fagurfrćđilegu heildarsýn. Slíkt er jú alveg í anda Jóhanns Heinrich Pestallozi, svissneska menntafrömuđarins. Pestallozi kom einmitt međ ţá hugmynd ađ börn ćttu ađ umgangast framandi tungumál til ţess ađ ţeim yrđi ljóst ađ mađur getur ekki skiliđ allt, ađ skilningur manns er takmarkađur."


Úr texta Friđriks Hauks Hallssonar: Heimspekingurinn og listamađurinn

"Viđ fyrstu sýn virđast skynsviđ okkar skarast á tilviljunarkenndan hátt. Strangt tekiđ eru hreyfingar á milli skynheimanna skýrar, ţannig ađ úr myndefni verđur til listaverk. Skynjunarleg tilurđ fullgerđs listaverks krefst augljóslega allra ţriggja skynheimanna. Er auđveldast ađ lýsa tengsl ţeirra og skilgreina feril skynjunarinnar ţeirra á milli međ viđeigandi sýni- eđa myndefni. Ljósmynda-texta-verk Hlyns Hallssonar bjóđa hér uppá sérstaklega góđan möguleika til ađ skilja ţennan feril frá myndefni til listaverks. Hlynur notast viđ margmiđlunartćkni (ljósmyndir, myndbönd o.s.frv.), sem hefur í auknum mćli haslađ sér völl innan myndlistarinnar, en hann innlimar ávallt texta í myndverk sín međ ákveđnum hćtti, ţannig ađ textinn verđur ađ órjúfanlegum hluta hvers verks um sig."


Úr viđtali Kristínar Ţóru Kjartansdóttur

"Smáir hlutir, minningabrot og jafnvel eitthvađ jafn ómerkilegt og rykhringur í grasi felast í myndefni ţínu. Mér finnst margt af ţessu virka brothćtt, viđkvćmt og forgengilegt.

Já, ţannig er lífiđ og viđ og úr ţví ţú segir ţađ ţá er náttúran einnig brothćtt, viđkvćm og forgengileg. Og smáu hlutirnir í lífinu eru einmitt ţađ sem gerir ţađ ţess virđi. Ţađ sem er sem gefiđ og svo sjálfsagt, ţađ er einmitt svo mikilvćgt. Mađur áttar sig bara oft ekki á ţví fyrr en svo löngu seinna eđa ţegar einhver annar bendir manni á ţađ. Og stundum er ţađ ţá of seint en sem betur fer ekki alltaf. Ţetta er kryddiđ sem er svo mikilvlćgt og nauđsynlegt. Ţannig er einhver stund sem mađur upplifir ef til vill daglega samt einstök en einnig hlutir sem manni finnst ekkert merkilegir ţegar ţeir eiga sér stađ en eru ómetanlegir í minningunni og ţađ er galdurinn ađ geta bent á ţessa hluti og ţessar upplifanir sem allir upplifa einhvertímann og miklu oftar en viđ áttum okkur á. Og ţetta hefur eitthvađ međ okkur sjálf ađ gera og ţjóđfélagiđ og hrađann og ţađ ađ gefa sér tíma til ađ uppgötva svona hluti. Ef ţađ tekst ţá er mikiđ áunniđ."

Allir textar í bókinni eru á íslensku, ţýsku og ensku.

Forlag höfundanna gefur bókina út og Uppheimar sjá um dreifingu á Íslandi og fćst bókin í öllum helstu bókaverslunum og einnig á Kjarvalsstöđum, í Hafnarhúsinu, hjá Útúrdúr og hjá Flóru á Akureyri.


HLYNUR HALLSSON
MYNDIR - BILDER - PICTURES

68 bls.
162 x 246 mm
Bókarhönnun: Ólafur Númason og Hlynur Hallsson
Ţýđingar á íslensku, ţýsku og ensku: Lois Feurle, Kristín Kjartansdóttir, Bjarnheiđur Kristinsdóttir, Wolfgang Sahr og Ómar Kristinsson
Prófarkarlestur: Pétur Halldórsson, Inga Lín Hallsson og James Carl
Styrktarađilar: Myndstef og Akureyrarstofa
Útgefandi: forlag höfundanna
Dreifing: Uppheimar
Prentađ hjá Odda
ISBN 978-9979-9672-1-7

Einnig á https://www.facebook.com/pages/Myndir-Bilder-Pictures/201008189949681

cover_myndir.jpg


Brynja Baldursdóttir međ fyrirlestur um bóklist í Ketilhúsinu

boklist.jpg


Brynja Baldursdóttir myndlistamađur og hönnuđur verđur međ fyrirlestur um bóklist í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri á morgun föstudag kl. 14:50.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis.

Brynja segir:
"Bóklistaverk brćđa saman bók og myndlist,
Ţeim er engin takmörk sett nema kannski hugkvćmni listamannsins.
Ađferđirnar eru jafn mismunandi og verkin.
Ţetta listform býđur upp á allt ađra möguleika en til dćmis mynd á vegg.
Eigindir tímans og rúmsins verđa mun sterkari og nálćgari,
ţátttaka viđtakandans er meiri ţví ţađ felur í sér snertingu."


Soffía Árnadóttir leturlistamađur heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu

ketilhus3


Föstudaginn 08.10.2010 kl. 14.50 mun Soffía Árnadóttir leturlistamađur halda fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri um verk sín.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröđ listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiđstöđvarinnar í Grófargili, en um er ađ rćđa 8 fyrirlestra á hverjum vetri, 4 á hvorri önn skólaársins.

Ađgangur er ókeypis og allir velkomnir


Ţrjár sýningar opna í Listagilinu á vegum Listasumars

ketilhus3

Á laugardaginn 28. ágúst opna ţrjár sýningar í Listagilinu á vegum
Listasumars á Akureyri.

Í Ketilhúsinu kl. 14:00 opna Anna Sigríđur Hróđmarsdóttir og Guđrún Hadda
Bjarnadóttir sýninguna "Rabbabari". Hér er á ferđinni einstök sýning, ţar
sem rabbabari er viđfangsefniđ í allri hugsanlegri og óhugsanlegri mynd,
s.s. ţurkađur rabbabaraskúlptúr á vegg, ofinn rabbabari í hör, dúkar, teppi
og uppskriftabćkur, málverk og ljósmyndir af rabbabara, leirílát í litum
rabbabarans undir afurđir rabbabarans s.s. saft, grauta og sultur og fleira
og fleira. Nýtíndur rabbabari verđur í bođi utandyra fyrir gesti og gangandi
ađ smakka og geta gestir fengiđ sykur til ađ dýfa í. Sýningin stendur til
12. september og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.

Í Deiglunni kl. 14:00 opnar Ragnheiđur Guđmundsdóttir (Heiđa),
ljósmyndasýninguna "Börn" og er viđfangsefni eins og yfirskriftin segir
ljósmyndir af börnum frá ţví ţau eru nokkurra daga gömul og uppúr. Sýningin
stendur til og međ sunnudeginum 29. ágúst og verđur opin fram til miđnćttis
á laugardag og á sunnudag kl. 13-17.

Milli Ketilhússins og Listasafnsins kl. 14:30 verđur formleg opnun á
ljósmyndasýningu Gísla B. Björnssonar og Önnu Fjólu Gísladóttur "Litróf".
Samtímis kemur út ný 400 mynda ljósmyndabók eftir ţau feđgin og verđur hún
afhent viđ hátíđlega athöfn.

www.listagil.akureyri.is


Sýningu Hrefnu Harđardóttur á Café Karólínu ađ ljúka

tengja_1014878.jpg

HREFNA HARĐARDÓTTIR


TENGJA  Lokadagur sýningarinnar er föstudagur 6. ágúst n.k.

Myndverkiđ TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum viđ Eyjafjörđ og sem eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 
Međ konunum á myndunum eru hlutir sem tengjast ţeim á einn eđa annan hátt.  Ljósmyndabók af sýningunni getur fólk pantađ beint frá Hrefnu.

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Opnunartími er eftir kl. 17.00
Fréttatilkynninguna er einnig hćgt ađ sjá á: http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1072190

Konurnar eru :
Arna Guđný Valsdóttir
Guđrún Hallfríđur (Hadda) Bjarnadóttir
Hjördís Frímann
Hildur María Hansdóttir
Hrafnhildur Vigfúsdóttir
Guđrún Pálína Guđmundsdóttir
Kristín Ţóra Kjartansdóttir
Linda Ólafsdóttir
Ţorbjörg Ásgeirsdóttir
Valdís Viđarsdóttir
María Jóna Jónsdóttir
Sigrún Höskuldsdóttir

Hrefna Harđardóttir stundađi nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifađist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95 og lauk B.Ed. kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007. Hún hefur sótt mörg námskeiđ í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldiđ einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum víđa um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstćđi í Listagilinu Akureyri. 
Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eđa tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Reimleikar – húslestur frá 20. öld í Verksmiđjunni á Hjalteyri

verksm.jpg

Um helgina verđur ljóđasýningin Reimleikar sett upp í Verksmiđjunni. Sýningin stendur yfir eina helgi frá 23. til 25. júlí. Á sýningunni er ljósi brugđiđ á íslenska ljóđlist, upptökur og upplestur. Ţar sem gefnar hafa veriđ út á Íslandi međ upplestri ljóđskálda, og ţćr settar upp til spilunar. Sýningin er í grunninn bókmenntasöguleg. Hćgt verđur ađ hlusta á skáld og skáldskap frá ólíkum tímabilum og hlusta sig ţannig í gegnum íslenska ljóđlist 20. aldar. Sýningin býr einnig yfir mörgum lögum: hćgt er ađ njóta raddanna og bera saman raddblć skáldanna, hćgt er ađ njóta ljóđanna, hćgt er ađ njóta sögunnar sem býr í útgáfunni og upptökutćkninni. Á endanum stendur áheyrandinn líka frammi fyrir spurningum um eđli upptökunnar og hins talađa orđs. Verksmiđjan sjálf á Hjalteyri skiptir sköpum fyrir sýninguna, tilkomumikill hljómburđur hússins skapar sýningunni einstaka umgjörđ. Enginn fćr notiđ upplesturs sem hefur veriđ upptekinn, nema hann fari fram í húsi sem hćfir. Verksmiđjan er fullkomlega eyđilegur stađur - hún leyfir fólki ađ hlusta eitt, sér og út af fyrir sig, ţótt allir fái notiđ ljóđlistarinnar í sameiningu. Sýningin er önnur í röđinni af ţremur sýningum sem tengjast bókmenningu og margmiđlun. Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson setja upp sýninguna. Áđur hafa ţau dansađ á mörkum bókmennta og myndlistar í sýningunni Bráđum – áminning um möguleika gleymskunnar sem sett var upp í nóvember 2009 í GalleríBOX. Síđasta sýningin fer fram áriđ 2011.

Athugiđ: ađeins ţessi eina helgi.

http://www.verksmidjan.blogspot.com

http://www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?v=wall


Frauke Hänke og Claus Kienle sýna í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

laugardagur_s_degi.jpg

 

FRAUKE HÄNKE + CLAUS KIENLE

WO AUCH IMMER - HVAR SEM ER

11.07. - 29.08.2010

 

Opnun sunnudaginn 11. júlí 2010, klukkan 11-13

Eröffnung am Sonntag 11. Juli 2010, 11-13 Uhr           

Preview on Sunday July 11th.  2010, at 11-13

 

Opiđ samkvćmt samkomulagi • Geöffnet nach Vereinbarung Open on appointment       

    

KUNSTRAUM WOHNRAUM                          

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir           

Ásabyggđ 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 11. júlí 2010 klukkan 11-13 opna ţau Frauke Hänke og Claus Kienle sýninguna “Wo auch immer – Hvar sem er” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

 

Sýningin er byggđ á ljósmyndum sem eru unnar međ međ mismunandi ađferđum. Frauke Hänke og Claus Kienle eru búsett í Hamborg í Ţýskalandi en verđa viđstödd opnunina í Kunstraum Wohnraum.

Fyrir sýninguna kemur út 32 blađsíđna sýningarskrá međ myndum og textum.

 

Úr texta í sýningarskrá: “Verk Frauke Hänke og Claus Kienle eru önnur sýn á veruleikann sem oft virkar hversdagslegur. Ljósmyndir af gönguhópi, vinnuvélum, ferđamönnum, fótboltavelli eđa hjólhýsum. En ţađ er liturinn, textinn, skurđur myndanna og samhengiđ sem gera ţćr allt annađ en hversdagslegar.”

 

Myndir af verkum ţeirra og nánari upplýsingar eru á síđunni www.haenke-kienle.de og einnig á www.heim-herd.de

 

Nánari upplýsingar veita Frauke og Claus í info@haenke-kienle.de

 

Kunstraum Wohnraum hefur veriđ starfrćkt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Ţađ er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggđ 2. Sýning Frauke Hänke og Claus Kienle stendur til 29. ágúst 2010 og er opin eftir samkomulagi og hćgt er ađ hringja í síma 462 3744.

 

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er ađ finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html

 

alpenkreuzer_1006881.jpg


Hrefna Harđardóttir sýnir myndverkiđ TENGJA á Café Karólínu

tengja.jpg

 

Myndverkiđ TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum viđ Eyjafjörđ og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 

Myndirnar eru svart/hvítar međ einum lit, ţar sem viđ á og eru ţćr rammađar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna. Myndirnar voru sérstaklega gerđar fyrir sýningu á Café Karólínu en Karólína ţessi var nefnd eftir gisti- og veitingahúsinu Caroline Rest, sem ţýskfćddur Ameríkani ađ nafni George Schrader rak á ţessum slóđum skömmu eftir fyrri aldamót og kenndi í höfuđ móđur sinnar. 


Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist ţeim á einn eđa annan hátt, eitthvađ sem ţeim ţykir vćnt um eđa hafa fundiđ, veriđ gefiđ eđa haft áhrif á ţćr. Konurnar tengjast einnig bćđi innáviđ og útáviđ sem vinkonur, frćnkur, mćđgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantađ hana hjá Hrefnu.

 

Konurnar eru : 

Arna Guđný Valsdóttir

Guđrún Hallfríđur (Hadda) Bjarnadóttir

Hjördís Frímann

Hildur María Hansdóttir

Hrafnhildur Vigfúsdóttir

Guđrún Pálína Guđmundsdóttir

Kristín Ţóra Kjartansdóttir

Linda Ólafsdóttir

Ţorbjörg Ásgeirsdóttir

Valdís Viđarsdóttir

María Jóna Jónsdóttir

Sigrún Höskuldsdóttir

 

 

Hrefna Harđardóttir stundađi nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifađist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeiđ í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum víđa um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstćđi í Listagilinu Akureyri. 

 

Hrefna Harđardóttir

 

TENGJA

 

03.07.10 - 06.08.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eđa tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíđu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 

 

Sýningin stendur til föstudagsins 6. ágúst og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga ţá er opiđ frá kl. 15.

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

07.08.10 - 03.09.10                  Arnţrúđur Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guđrún Hadda Bjarnadóttir


straumur / burđarás - oddvitar íslenskrar harđkjarnalistar og leyndardómur listasafnsins

Ivar-Brynjolfsson_Rettir2002-vefur-300x299

Sýningin í Listasafninu á Akureyri stendur í 3.722.400 sekúndur
eđa frá 15. maí kl. 15 til 27. júní kl. 17.

Laugardaginn 15. maí kl. 15 verđur sýningin Straumur/burđarás opnuđ í Listasafninu á Akureyri. Myndlistarmennirnir sem verk eiga á henni eru Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarđsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guđmundsson. Sýningin, sem skartar í flestum tilvikum nýjum verkum eftir listamennina, fjallar öđrum ţrćđi um naumhyggjuna og arfleiđ hennar á Íslandi í konseptlist og ljósmyndun og er hún hluti af Listahátíđ í Reykjavík. Sýningarstjórar eru Hannes Sigurđsson og Birta Guđjónsdóttir, en í tengslum viđ sýninguna gefur safniđ út lítiđ kver međ sögulegri úttekt á naumhyggjunni eftir Hönnu Guđlaugu Guđmundsdóttur listfrćđing.

Naumhyggja eđa mínimalismi náđi mikilli útbreiđslu í ólíkum listformum á sjöunda áratug tuttugustu aldar og hefur veriđ áberandi allt fram til dagsins í dag. Hiđ látlausa, hreina og ópersónulega skipađi stóran sess og hin knöppu form, stór eđa smá ađ efni og gerđ, urđu einkennandi stef í bragarhćtti naumhyggjunnar. En ţessi einfaldleiki er ávallt margbrotinn, listupplifun er á engan hátt fátćklegri í naumhugulli list.

Helstu kennismiđir naumhyggjunnar voru bandarískir listamenn, s.s. Donald Judd og Robert Morris, sem höfnuđu eldri fagurfrćđi og töldu ađ ofuráhersla á hiđ sjónrćna og (frásagnarlegt) inntak verka hefđi orđiđ of ţýđingarmikiđ í myndlistarsögunni. Naumhyggjan felur í sér djúpstćđa endurskođun og skilgreiningu á hinu sjónrćna og ţar međ listupplifun áhorfanda á myndlist. Módernisminn ţótti „innhverfur“ og snúast of mikiđ um fagurfrćđi og snillinga. Svar naumhyggjunnar var ađ leggja áherslu á heildina og fá hin „nýju ţrívíđu verk“ til ađ deila rýminu međ áhorfandanum. En ţrátt fyrir ţađ virđist naumhyggjan og sú formhyggja sem ţessir póstmódernistar ađhylltust vera beint framhald af módernismanum, ekki fullkomin andstćđa hans eins og gjarnan er haldiđ fram.

Á Íslandi náđi hugmyndalistin og naumhyggjan ađ festa sig í sessi hérlendis á áttunda og níunda áratug síđustu aldar. Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarđsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guđmundsson eiga ţađ sammerkt ađ vinna undir formerkjum naumhyggju og hugmyndalistar ţrátt fyrir ađ vera á margan hátt nokkuđ ólíkir listamenn. Fullyrđa má ađ aldrei hafi sýning veriđ sett upp hérlendis undir merkjum naumhyggju á eins mínimalískan hátt og raun ber vitni; fá verk í konkret-ljóđrćnni framsetningu minna engu ađ síđur á hversu fyrirferđarmikil huglćg naumhyggja hefur veriđ í íslenskri myndlist síđustu áratugi.

Oft hefur veriđ gengiđ framhjá ţeirri stađreynd ađ ljósmyndun átti stóran ţátt í framgangi naumhyggju og hugmyndalistar á alţjóđlegum vettvangi. Á ţađ ekki einungis viđ um myndlistarmenn, sem margir studdust viđ ljósmyndun, heldur fóru hinir eiginlegu ljósmyndarar ađ horfa öđrum augum á miđilinn. Hugmyndalegur skyldleiki kom í ljós ţar sem greina má formfrćđilegan kunningsskap međ reglusniđi naumhyggjunnar. En ţrátt fyrir marga landvinninga ljósmyndalistarinnar innan myndlistar síđustu áratugi hafa landamćrin oft á tíđum hvorki veriđ fćrđ til né afmáđ og mćtti ţví frekar tala um jafnan búseturétt innan hinna ólíku miđla í myndlist. Tímahvörf í ljósmyndun urđu á áttunda og níunda áratugnum á Íslandi, eđa um svipađ leyti og naumhyggja og hugmyndalist urđu mjög ráđandi í íslenskri myndlist.

En ađ hve miklu leyti er birtingarmynd naumhyggjunnar annars vegar alţjóđleg og hins vegar ţjóđleg? Hvađ tengir hina ólíku íslensku „mínimalista“ í myndlistinni? Hversu mikil áhrif höfđu hugmyndir naumhyggjunnar eins og ţćr voru t.d. settar fram af Íslandsvininum Donald Judd? Hin margbrotna naumhyggja býđur upp á margar og ólíkar skilgreiningar sem snerta allt í senn hiđ ţjóđlega eđa stađbundna, samfélagsgerđ okkar og Ísland sem hluta af vestrćnum menningarheimi, trúarbrögđum og jafnvel stjórnmálahugmyndum.

Nánar er fjallađ um sýninguna á slóđinni http://www.listasafn.akureyri.is/syningar/2010/straumur/ ţar sem einnig má nálgast bókina.

Nánari upplýsingar má fá hjá Hannesi Sigurđssyni, forstöđumanni safnsins, í síma 461-2610, eđa á netfanginu listasafn@akureyri.is.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband